Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 57
'Áf' Þéttbýliskjarnar Árborgar
• Raforkuvor
(•) Háhitasvaocíi
Gjallnámur
A Basaltnámur
Vikur- gjall sandar
<z=x Siávarafli
YFIRLIT UM HELSTU AUÐLINDIR
Á AÐFANGASVÆÐI ÁRBORGAR
og ætti framleiðslan að geta ann-
að innanlandsþörfinni.
Fiskfóðurframleiðsla sýnist
einnig vera álitlegur kostur ef farið
er út í fiskeldi í stórum stíl hér á
landi. Byggja verður á innlendu
hráefni og ætti það að vera sam-
keppnishæft við innflutt.
Fiskrækt
Fiskræktin, þ.e. bleikjurækt til
matar sýnir langhæsta tölu stofn-
kostnaðar miðað við fjölda starfs-
tækifæra, en það byggist á mikilli
sjálfvirkni í greininni og háu hlut-
falli bústofns miðað við fram-
leiðslu. Annars eru möguleikarnir
miklir á að nota hálfvolgt upp-
sprettuvatn eða jarðvatn með
kældu vatni til að stjórna hitastigi
vatns við eldi á fiski.
Nú þegar er starfandi fiskrækt-
unarstöð að Öxnalæk í Ölfusi og
þar er stefnt að stóraukningu á
framleiðslunni upp í 200 tonn.
Sjávarútvegsiðnaður.
Hér er átt við þurrkun smáfisks,
saltfisks og vinnslu slógkjarna.
Þetta sýnist vera mjög hagkvæmt
og er innan þess ramma sem
einkafyrirtæki ættu að geta ráðið
við. Stofnkostnaður ætti að vera
lægstur í þessum greinum.
624 starfstækifæri
Þessar framleiðslugreinar sem
nú hafa verið upptaldar munu ef
að líkum lætur gefa 624 mönnum
atvinnu fyrir utan þær þjónustu-
greinar sem óhjákvæmilega
myndu rísa upp samhliða þessari
framleiðslu.
Mestur vandinn er eflaust fjár-
mögnun stofnkostnaðar. Hér þarf
aö koma til fjárhagsaðstoó ríkis-
ips, þar sem margar af þessum
greinum eru útflutningsgreinar,
eða þá að þær eru gjaldeyrisspar-
andi. Um það vandamál, sem
ýmsir nefna svo, hvernig ríkið eigi
að fjármagna þessa aðstoð þarf
varla að fjölyrða. í fyrsta lagi liggur
það Ijóst fyrir að Suðurlandskjör-
dæmi hefur verið mjög afskipt
undanfarin ár varðandi úthlutun
lána frá byggðasjóði og að öðru
leyti má benda á þá óhagkvæmu
lánveitingar sem byggðasjóður
hefur gert sig sekan um á undan-
förnum árum. Það virðist bera
meira á hreppsjónarmiöum út-
hlutunaraðila en þeir séu að lána
til þeirra framkvæmda sem séu
fjárhagslega hagkvæm og þjóð-
hagslega. Hér þarf að koma til
viðhorfsbreyting hjá stjórnmála-
mönnunum.
57