Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 52
Jólaglögg, leikhúsmatseðill
og þrettándafagnaður
á dagskrá hjá Naustinu
Þann 6. nóvember, síö-
astliðinn, voru liðin 25 ár frá
opnun veitingastaðarins
Naustsins. Naustið er án
efa einn vinsælasti og jafn-
framt virtasti, (ef svo má að
orði komast um veitinga-
hús) matstaður í höfuð-
borginni enda er óvíða jafn
glæsilegur matseðill sem
þar. Eigendaskipti urðu á
Naustinu um síðustu ára-
mót en þá tóku við rekstrin-
um þeir Guðni Jónsson, Ib
Wessman og Geir Zöega.
Frjáls verslun heimsótti
Naustið fyrir stuttu og
spjallaði við þá Guðna og Ib
um sögu Naustsins og
ýmsar nýjungar, sem stað-
urinn hefur bryddað upp á.
Innréttingin hefur verið
sú sama frá opnun
Naustið hefur alltaf verið á sama
stað við Vesturgötuna í húsi, sem
byggt var um aldamótin og heldur
enn sínu gamla lagi. Áður en
Naustið opnaði var þarna billjard-
stofa og netaverkstæði á efri
hæðinni.
Við spurðum þá félaga hvort
þeir hygðust gera einhverjar
breytingar á Naustinu eða rekstri
þess en svar þeirra var stutt og
laggott: „Markmið okkar er að
gera Naustið að besta veitingahúsi
í bænum".
„Matarmenning íslendinga
hefur breytst mikið“
„Matarmenning islendinga hef-
ur breytst mjög mikið á þessum 25
árum. Hér áöur voru matseðlarnir
og máltíðirnar mun einfaldari en í
dag. Þá fengu gestirnir tilbúinn
samsettan matseðil, sem þeir fóru
eftir, en nú vill fólk ráða samsetn-
ingu matseðilsins sjálft. Lamba-
kjötið var einna vinsælast en
kjúklingar þekktust varla, né
margir sjávarréttir. Þá er fólk opn-
ara núna fyrir mat og vill gjarnan
prófa eitthvað nýtt". Þetta voru
orð Ibs um breytta matarmenningu
hérlendis. En hvað er þá vinsælast
í dag?
„Þetta er erfið spurning. Naust-
ið er frægast fyrir fiskrétti sína, og
erum við langstærstir á því sviði
hérlendis. Af einstökum sjávar-
réttum get ég nefnt humarhala en
þeir eru gott dæmi um mat, sem
þekktist varla áður en hefur orðið
einn dýrasti og eftirsóttasti réttur
hússins".
Margar nýjungar hafa fyrst
litið dagsins Ijós
í Naustinu
Margir nýir réttir, sem taldir eru
ómissandi hjá hvaöa matsölustað
sem er í dag, hafa fyrst litið dags-
ins Ijós í Naustinu. Eitt besta
dæmið um þetta er körfukjúkling-
urinn og einnig stórar nautasteik-
ur. Af annarri nýbreytni má nefna
að Naustið bauð til skamms tíma
upp á lifandi humar og ál en það
lagðist af fyrir nokkru, m.a. vegna
flutningserfiðleika.
Og síóast en ekki síst á þorra-
maturinn vinsæli, ættir sínar að
rekja til Naustsins. Reyndar á
maturinn sjálfur, sem slíkur, sér
mun lengri sögulega hefð en
Naustið gaf honum nafnið „þorra-
matur" og hóf framreiðslu hans
árið 1958. Um þetta hafði Guðni
eftirfarandi að segja:,,Þetta tíma-
bil, þ.e. þorrinn, var erfiður veit-
ingahúsunum, því að það var mjög
lítið að gera þennan tíma. Þess
vegna var brotið upp á þessu til að
freista þess að fá fólkið til að
koma. Þorramaturinn er nýtt fyrir-
bæri, því að fyrr á öldum var
„þorramaturinn" borðaður allt ár-
ið“.
Afmælismatscðillinn, sem saminn var
á aldarfjorðungsafmælinu.