Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 45
má heldur gleyma því að áunninn fróðleikur hvers manns getur stundum orðið þess eðlis, þegar hann blandast frétt, að einhver vilji spyrja um heimild, sem þá liggur ekki á lausu frá fréttamanni. Boð og bönn í fréttareglum j reglum um fréttir Ríkisútvarpsins er fjallað um þessi mál ísmáatriðum. Þar erfjallað um hlutdrægni, varað við auglýsingum í fréttum, afmörkun frétta- skýringa, og fjallað um fyrrnefnt atriði um heimildir. Þá segir að Ríkisútvarpið flytji ekki „tilgátur eða ágiskanir um atburði eða staðreyndir, nema haft sé eftir öðrum og þyki hafa sérstakt fréttagildi". Bannað er að taka upp á segulband eða filmu um- mæli manna, nema þeim hafi verið kunnugt um upp- tökuna. Þá skal mönnum gert Ijóst að nauðsynlegt kunni að verða að stytta viðtalið. Hér er komið að mjög viðkvæmu atriði. Vegna eðlis útvarps er það mjög fátítt, að viðtöl séu svo skemmtileg eða fræðandi að réttlætanlegt sé að þau standi í 7 tiM2 mínútur. í flestum tilvikum fallast menn á það og fela það fréttamanni. Aðrir fá að vera viðstaddir, en reynslan hefur sýnt að þá styttast viðtöl lítið. Flestir elska eigin rödd og finnst ekkert mega missa sig. Menn átta sig ekki á því að þriggja mínútna viðtal er miklu áhrifa- meira en tíu mfnútna viðtal. Stjórnmálamenn eru sérstaklega viðkvæmir í þessu efni. Helst er að sjá aö margir þeirra sitji heima með skeiðklukku og fylgist með hvort menn úr öðrum flokkum fá að tala einhverjum sekúndum lengur. Það er ekki vandalaust verk að stytta viðtöl, án þess að skekkja málflutning manna, en þó oftast tiltölulega auðgert. Ég er sannfærður um að fréttamenn gera sitt besta til að svo megi verða, en vafalaust getur öllum orðið fótaskortur, ekki síst með tilliti til þess, að slíkt verður að gerast á skömmum tíma. Raunar er það svo að flestir taka ekki eftir að viðtöl hafa verið stytt, ef vel tekst til. Þá ber ekki að gleyma þeirri miklu'þjónustu, sem fréttamenn og tæknimenn útvarps veita mönnum, með því að lagfæra málfar og framsetn- ingu. Það er oft tímafrekt. Um „jafnan tíma“ stjórnmálaflokka j fréttareglum er fjallaö um skyldur fréttastofu til að skýra ekki aöeins frá gerðum og ákvörðunum ríkis- stjórna og sveitarstjórna, heldur einnig minnihluta. Oft veröur útkoma úr því einkennileg. Áratugum saman var t.d. Sjálfstæðisflokkurinn einn um að túlka stefnu borgarstjórnar en þrír flokkar fengu jafnan tíma til aö gagnrýna hana. Nú hefur þetta snúist við og þrír flokkar styðja stefnu borgarstjórnar og einn gagnrýnir, og hefur aö jafnaöi til þess jafn langan tíma hverjum hinna. Hvorugt er í jafnvægi, en mér er ekki kunnugt um að aðrar betri leiðir hafi verið fundnar erlendis. Að vísu hefur verið vikið frá reglunni um jafnan tíma flokka í Alþingiskosningum og virðist orka mjög tvímælis, nema að fundin sé einhver alveg ný regla, sem gildir fyrir alla. Ef nota á stærð flokka sem mælikvarða í einhverjum tilvikum, virðist eðlilegt aö það ætti að vera í öllum tilvikum. Þá segir: ,,Ríkisútvarpið flytur ekki frásagnir af þingmálafundum, stjórnmálafundum, opnum eða lokuðum flokksfundum, eða ráðstefnum, aðal- fundum, fundum stéttarfélaga eða annarra samtaka og félaga, nema fréttastofa telji þær til almennra tíð- inda“. Túlkun þessarar greinar hefur á undanförnum árum verið túlkuð sífellt rýmra, enda oft um almenn tíðindi að ræða á slíkum samkomum. Ályktanir streyma inn Grein sem mörgum er illa við hljóðar þannig: ,,Ríkisútvarpið birtir að jafnaði ekki ályktanir eða áskoranir á þing, ríkisstjórn, sveitarstjórnir eða aðra aðila, nema þær hafi sérstakt fréttagildi". Oft er það þannig að ályktanir streyma til fréttastofunnar, svo margar, að annað yrði ekki í fréttum, ef allar yrðu fluttar, eða frá þeim sagt. Oft er erfitt að fá menn til að skilja hvers vegna málefni þeirra hafa ekki „sérstakt fréttagildi", þarsem þau eru þeim svo hugstæð. Þóað aðgangur íslendinga að fjölmiölum sé greiðari en gerist með öðrum og stærri þjóðum, hljóta honum að vera einhver takmörk sett. Manni virðist stundum að fólk telji það eiga að koma í staðinn fyrir eðlilega samninga um deilumál, að ,,kynna þau í fjölmiðlum", eins og það er gjarnan kallað. Um sakamál skal fjalla eftir fréttagildi, en sérstak- lega takið fram að samráð skuli haft við viðeigandi embætti í dómsmálakerfinu, sem gjarnan verður til þess að ekki er frá málinu sagt. Bannað er að birta nöfn sakborninga, nema með leyfi yfirvalda. Um uppþot og róstur skal ,,að jafnaði" leita upp- lýsinga lögreglu en heimilt að styðjast við frásagnir „greinargóðra sjónarvotta". Dóma má birta, í heilu lagi eða útdrætti. Eitt af viðkvæmum málum er birting frétta af slys- förum. Þess er skemmst að minnast að ekki voru birtar í útvarpinu fréttir af flugslysinu í Sri Lanka fyrr en um hádegi. Útvarpinu var legið á hálsi fyrir þett^, þar sem sögusagnir gengu um allan bæ, margar fjarri sanni. í 14. grein fréttareglna segir: „Fréttir af slys- förum skulu ekki fluttar fyrr en ætla má, að nánustu vandamenn þess eða þeirra, sem fyrir slysum hafa orðið, viti um atburðinn. Ekki er þó skylt að bíða með birtingu lengur en sólarhring". í þessu efni erfarið að óskum aðstandenda og náist ekki til þeirra er fylgt ýtrustu varúðar. Þá eru um það reglur aö ekki skal geta afmælis fyrr en um sjötugt, starfsafmælis 25 ára og hjúskaparaf- mælis 50 ára. Félags eða stofnunar má geta tíu ára. Nokkur fleiri almenn ákvæði eru í fréttareglum, sem ástæðulaust er að rekja. Auk þess hafa skapast hefðir, sem fylgt er i afgreiðslu einstakra mála, svo sem það að geta listsýningar aðeins einu sinni og fleira þess háttar. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.