Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 13
ordspor Eins og blöð skýrðu frá gerðist það nú fyrir skemmstu að rannsóknarlögregla ríkisins hóf umfangsmikla athugun á við- skiptum eins af stœrri bílaumboðunum, þar sem grunur lék á að þinglýsing skjala, sem viðskiptamenn fyrirtœkisins höfðu greitt, hefði raunverulega aldrei farið fram. Það vakti athygli manna, sem fylgzt hafa með frásögnum œðstu yfirvalda dómsmála um seinagang í kerfinu og áratuga langan drátt á afgreiðslu mála, að svo mikill kraftur skyldi vera settur íþetta tiltekna mál af hálfu rannsóknarlögregl- unnar. Skýringin mun sú, að rannsókn- arlögreglustjórinn sjálfur var aö ,' aupa bil af umboðinu og saknaði þinglýsingar- stimpla, sem hann var búinn að borga fyrir. Á undanförnum vikum hefur sú hug- mynd verið sett fram hvað eftir annað í fuliri alvöru, að bezt væri að rífa mann- virkin við Kröflu og selja draslið úr landi. Þessar bollaleggingar hafa verið einn liður í því að auðmýkja Jón Sólnes, fyrr- verandi formann Kröflunefndar, svona rétt fyrir kosningar. Þeir, sem þekkja gleggst til tæknilegu hliðar málsins segja, að ástand Kröfluvirkjunar sé talandi tákn um pólitískt hugleysi. í nágrenni San Francisco í Bandaríkjunum eru a.m.k. 10 „Kröflur“ í fullum gangi á einu mesta jarðskjálftasvæði veraldar. Þær gufuaflsstöðvar hafa þurft að ganga í gegnum barnasjúkdómaskeið með sízt minni erfiðleikum en verið hafa við Kröflu. Þess er því beðið með nokkurri eftirvæntingu að sjá hvaða stjórnmála- menn það í raun og veru eru, sem ætla að taka á sig þá ábyrgð að hafa ekki kjark til að Ijúka verkefninu við Kröflu. Flugleiðir hafa haft í hyggju að endur- nýja flugvélaflota sinn í innanlandsflugi að einhverju leyti með minni flugvélum en Fokker Friendship, sem vœru hagkvœm- ari í rekst/i á stytztu flugleiðum og þeim fáförnustu. Sérstaklega hafa augu Flug- leiðamanna éeinzt að kanadískum flug- vélum, sem nafa verið hannaðar sérstak- lega fyrir stuttar vegalengdir og erfið flugvallaskilyrði. Vélar af gerðinni Mohawk 298, 28 sœta eru taldar koma til greina. Þá herma fréttir að dótturfyrir- tœki Flugleiða, Air Bahama, hafi fest kaup á breiðþotu af gerðinni Boeing 747 til notkunar í leiguflugi fyrir A ir India. Nýtt kvikmyndahús mun senn rísa í Breiðholtinu. Á sínum tíma var lóð undir bíó og kvikmyndunarstúdíó úthlutað til fyrirtækisins Edda Film í svonefndri Mjódd en ekki hefur orðið af fram- kvæmdum af þess hálfu. Þessi kvik- myndahússlóð verður auglýst til endur- úthlutunar og er talið, að Laugarásbíó hafi áforni um að færa út kvíarnar og vilji sjá Breiðholtsbúum fyrir bíósýningum. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.