Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 7
Verslunarráð sér árangur í símamálum Verzlunarráðið er nú farið að sjá umtalsverðan árang- ur af baráttu sinni fyrir um- bótum í póst og símamálum. Nú síðast lýsti samgöngu- ráðherra yfir að hann væri að láta endurskoða reglu- gerð með það fyrir augum að gefa sölu á símanot- endabúnaði frjálsan. Verzlunarráðið tók sér það fyrir hendur fyrir rúm- lega ári síðan að vinna að umbótum á póst- og síma- þjónustu til hagsbóta fyr- ir notendur. Var sett á lagg- irnar nefnd til að vinna að þessu máli og skilaði hún tillögum síðastliðið vor. Vann nefndin meðal annars náið með fulltrúum Pósts og síma og átti við þá gott samstarf. Eins og áður sagði var frelsi í verslun með not- endabúnað eitt af þeim mál- um, sem nefndin taldi vera til hagsbóta. Benti hún meðal annars á að framboð á ymiskonar símatækjum væri við núverandi verslun- arhætti of lítið þannig að Is- lendingar ættu ekki kost á að nýta sér þá mögu- leika, sem rafeindatæknin hefur gert að veruleika í símamálum. Þá stóð til að innheimta fullan söluskatt, 23,5% af utanlandssímtölum eftir að jarðstöðin komst í gagnið, í stað 4% eins og áður var. Benti nefndin á þetta atriði og naut þar stuðnings Jóns Skúlasonar, póst- og síma- málastjóra. Þá hefur nefndin óskað eftir því að afsláttarkerfi póstsins verði breytt þannig að ódýrara verði að senda fjöldasendingar, og að svo kallaðar „direct mail" send- ingar verði hagkvæmar. Benti nefndin á að slíkt myndi skapa verulegt magn af nýjum viðskiptum fyrir póstinn. Nú er búið að leggja tillögur fyrir ráðu- neytið um nýtt afsláttarkerfi og ætti ekkert að verða því til fyrirstöðu að það komist til framkvæmda bráðlega. Samkvæmt tillögunum eiga fjöldatakmörk aö færast niður og afsláttarprósentan að hækka. Póst- og símanefnd Verzl- unarráðsins skipa Anton Örn Kærnested, Almenna bókafélaginu, Steinar Berg Björnsson, Pharmaco og Pétur J. Eiríksson, Frjálsu framtaki, en hann er for- maður. Bjarni Snæbjörn Jónsson, viðskiptafræðing- ur hjá Verzlunarráðinu hefur starfað með nefndinni. Vilja 40% toll á húsgögn Húsgagnasmiðir hafa ný- lega skorað á viðskiptaráð- herra að beita sér fyrir því að 40% tollur verði lagður á innflutt húsgögn, en inn- borgunargjaldið, sem á þeim hefur verið fellur niður um áramót. Málið er í um- fjöllun í viðskiptaráðuneyt- inu en þar mun því hafa verið þunglega tekið, eftir því sem Frjáls verzlun kemst næst. En það er ekki aðeins viðskiptaráðuneytið, sem afgreiðir mál sem þetta heldur þarf að bera tolla- hækkanir undir EFTA. Menn minnast þess að innborgunargjaldið var um- deilt þegar það var sett á. Til dæmis varaði Verslunarráð íslands eindregið við því og taldi það þjóna litlum til- gangi. Iðnaðarráðherra þá- verandi talaði hins vegar um það sem tímamótamál. Nú eru hins vegar fáar raddir, sem mæla með framleng- ingu þess, enda hefur komið í Ijós að húsgagnainnflutn- ingur hefur aukist um 80% á þessu ári á föstu gengi, en það er einmitt þessi aukn- ing, sem hleypt hefur skrekk í húsgagnaframleiðendur. FV leiðréttir I síðasta blaði var farið rangt með heiti á Kienzle tölvum. Voru þær nefndar Kingslay og leiðréttist það hér með. Einkaflugið Einkaflugmenn eru skelf- ingu lostnir vegna þeirrar hugmyndar Ragnars Arn- alds að leggja skatt eða tolla á litiar fiugvélar og flugvéla- bensín. Þetta yrði líklega til þess að einkaflug legðist niðurá Islandi. Það er geysilega dýrt að gera út smáflugvél í dag því það þarf að borga dýrar skoðanir með vissu millibili og svo eru tryggingar og viðhald fjárfrekt. Því fer fjarri að það séu tómir millar sem stunda einkaflug. Algengast er að hópur fólks taki sig saman um að kaupa litla flugvél og reka hana í sameiningu og þetta er fólk í allskonar Brauðið og dagblöðin Þeir sem háðir eru verð- lagslöggjöfinni fylgjast sjálf- sagt vel með framvindu vísi- tölubrauðastríðsins, og hvernig bökurum gengurað standa uppi í hárinu á verð- lagsyfirvöldum. Eins og menn muna neituðu Vísir og Dagblaðið á sínum tíma að hlíta úrskurði verðlagsyfir- valda. Það var á endanum kært til saksóknara sem ekki sá ástæðu til aðgerða. Upp úr þessu var svo dagblöðunum veitt heimild til frjálsrar álagningar. í viðureigninni við blöðin voru að vísu sjónarmið sem ekki er hægt að tína til í brauðslagnum, meðal ann- ars urðu umræður um prentfrelsi, og blöðin töldu ótækt að opinber aðili verð- legði þau. Landssamband bakara- meistara hefur verið kært og kærur eru á leið til þeirra bakaría sem taka þátt í mót- mælunum með því að hækka framyfir leyfi, en sum bakarí tóku þann kostinn að baka ekki vísitölubrauðin, í mótmælaskyni. stöðum, frá skrifstofustúlk- um upp í forstjóra. Ef til koma sérstakir skattar á einkaflugið verða líklega aðeins forstjórarnir eftir. Líklega er þó lítið að óttast fyrir einkaflugmenn, því þegar farið verður að undir- búa frumvarp um þetta efni kemur væntanlega í Ijós að þessi tekjustofn er svo lítill auk þess, sem innheimtan yrði flókin að tekjurnarduga vart fyrir innheimtukostnaði. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.