Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 44
Þessi litla Wanfi 2200 SVP tölva kostar frá 11 milljónum króna. því er átt við að hægt er að flytja texta eða upplýsingar frá einni textavinnslu- vél til annarrar í gegnum síma. Á nokkrum sekúndum má þannig flytja skilaboð eða skjöl frá einni heimsálfu til annarrar. Móttakandinn getur fengið skilaboðin á pappír og hefur þá um leið fengið á nokkrum sekúndum eða mín- útum bréf, sem annars tæki nokkra daga að senda. Þannig virkar raf- elndapósturinn, sem er orðinn að veruleika sums staðar erlendis. Hvað þýðir þetta? Það er Ijóst að hið daglega skrif- stofustarf mun á næstu árum grund- vallast í vaxandi mæli á tölvumáli og rafeindatækni. Þróunin hefur tvær víddir: Tölvutæknin opnar nýja mögu- leika fyrir skrifstofufólk við öflun, vinnslu og geymslu gagna á réttum tíma og réttum stað samfara miklum sparnaði. Auk þess er hægt að flytja gögnin með miklum hraða á annan stað. Skrifstofurnar munu tæpast breytast í „tölvumiðstöðvar", en tölvutæknin mun þó hafa þau áhrif að hin sjálfvirka skrifstofa verður að veruleika áður en tíu ár eru liðin. Þessi breyting er þegar hafin á íslandi með almennri tölvu- notkun, en næsta stig erum við nú þegar að stíga með vaxandi rafeinda- samgöngum. Helsta hjálpartæki skrifstofumanns- ins verður fjölhæf útstöð með skermi þar sem starfsmaðurinn getur unnið og flutt upplýsingar með ýmsu móti. Pappírsvinna verður í lágmarki. Inn- og útskrift verður í sömu samstæðu. Sölumaður matar til dæmis inn pöntun í útstöðina og miðstöðin býr til sölu- skjöl, skráir pöntunina á birgðalista, reikningur skrifast út og pöntunin fer á sinn stað í bókhaldi. Sama útstöð getur teiknað kúrvur og diagrömm og tengt þau töflum eða texta. Mikilvægt er að fólk, sem kemur út á vinnumarkaðinn sé vel undir þessa breytingu búið. Skólakerfið þarf að vera betur vakandi yfir þeim breyting- um, sem eiga sér stað í atvinnulífinu. Forsenda þess að þessar breytingar leiði til farsældar er að fólk sé undrr þær búið. [ því sambandi er lykilorðið menntun. ÖRYGGI OG HRAÐI MEÐ TÖLVUVINNSLU. Vinnum í eigin tölvu m.a. Fjárhagsbókhald Gjaldendabókhald Launabókhald Viðskiptamannabókhald Lagerbókhald. Leitið upplýsinga. Sérhæft starfsfólk. HAGSÝSLA HF Bókhalds- og tölvuþjónusta-Tjarnargötu 14 Simi 27737-101 Reykjavík• Nafnnr. 3525-0972 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.