Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 58
framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild félagsstjórnar. Fram- kvæmdastjóri gæti þvi fyrst og fremst gert þær ráðstafanir, sem talið hefur verið að samrýmdust stöðuumboði hans sem fram- kvæmdastjóri. Hin sérstaka heimild frá fé- lagsstjórn til framkvæmdastjóra gæti vænt- anlega verið hvort heldur er skrifleg eða munnleg, en hafi framkvæmdastjóri ekki jafnframt rétt til að rita firmað, myndi þriðji maður ekki vinna rétt út yfir það sem stöðu- umboð framkvæmdastjóra og hin sérstaka heimild félagsstjórnar honum til handa í hverju tilfelli veitir honum til að binda félag- ið. Hitt er svo annað mál, aö ráðstafanir gætu verið svo óvenjulegar eða mikilsháttar, að ekki einu sinni félagsstjórn gæti einhliða ákveðið þær, en þyrfti að leggja málið fyrir aðalfund eða hluthafafund. En hefði félags- stjórn sleppt því og veitt heimild til ráðstöf- unar, gæti félagið orðið bundið gagnvart 3ja manni, ef hann hvorki veit né má vita um heimildarskortinn, þótt stjórnendur og framkvæmdastjóri bökuðu sér ábyrgð gagnvart félaginu. Sú tilslökun er gerð, að framkvæmdastjóri þarf ekki fyrirfram heim- ild stjórnar að því er varðar óvenjulegar eða mikilsháttar ráðstafanir, ef verulegt óhag- ræði stafaði af því fyrir starfsemi félagsins að bíöa ákvarðana stjórnar. Félagsstjórn skal tafarlaust tilkynnt um slíkar ráðstafanir. I eldri lög skorti skýr ákvæði, er kvæðu á um skiptingu hlutverka og valds félags- stjórnar annars vegar og framkvæmdastjóra hins vegar varðandi umsjón og eftirlit með bókhaldi og stjórn fjármuna félagsins. í 3. mgr. 52. gr. eru settar reglur um þetta og er aðalábyrgðin þar lögö á framkvæmdastjóra, en eftirlitsskylda skal hvíla á félagsstjjórn. Ef enginn framkvæmdastjóri hefur verið ráð- inn, hvílir ábyrgð og skylda í þessum efnum algerlega á félagsstjórn. Um skyldur og ábyrgð endurskoðenda eru svo ítarlegar reglur ílögunum. i 4. mgr. 52.gr. er kveðið sérstaklega á um það, að veiting prókúruumboðs sé einungis á valdi félagsstjórnar. Ekki er hér um efnis- breytingu að ræða frá eldri lögum. í 3. kafla laga 42/1903 um verzlanaskrár, firmu- og prókúruumboð segir m.a. um pró- kúru: 25. gr. ,,Ef firmahafi samkvæmt lögum þessum hefur gefið einhverjum umboð, sem með berum orðum er kallað prókúra, eða hefir á annan hátt lýst því yfir, þá hefir umboðs- maðurinn vald til fyrir umbjóðanda að ann- ast allt það, er snertir rekstur atvinnu hans og rita firmað. Þó má prókúruhafi eigi selja né veðsetja fasteignir umbjóðanda síns nema hann hafi til þess beint umboð. 26. gr. Prókúru má veita fleiri mönnum en einum, þannig að þeir aðeins geti notað hana í sameiningu (sameiginleg prókúra). 27. gr. Umboð prókúruhafa skv. 25. gr. má ekki binda við ákveðinn tíma eöa takmarka á annan hátt, ef það skal gilt vera gagnvart öðrum mönnum, þeim er eigi eru vitandi um það." (58. gr. hlutafélagalaga segir m.a.: „Félagsstjórn kemur fram út á við fyrir hönd félags og ritarfirma þess. Félagsstjórn getur veitt stjórnarmönnum, framkvæmdastjórum eða öðrum heimild til að rita firma félagsins, svo framarlega sem öðruvísi er ekki ákveðið í samþykktum þess. Ritunarréttinn má takmarka á þann hátt, að fleiri en einn fari með hann í sameiningu. Aðra takmörkun á ritunarrétti er ekki unnt að skrá. Félagsstjórn getur, hvenær sem er, aftur- kallað heimild, sem hún hefur veitt til að rita firma félagsins." I rétti til ritunar firma felst réttur til þess að koma fram fyrir hönd félags við samninga og aðra löggerninga svo og gagnvart dóm- stólum og stjórnvöldum. Ákvæði þessarar greinar verður að skoða með hliðsjón af ákvæðum 61. gr. laganna, sem fjalla um áhrif þess, þegar sá, sem hefur rétt til ritunar firma eða stöðuumboð sem framkvæmda- stjóri, fer út fyrir heimild sina. í 1. mgr. greinarinnar er kveðið á um þá meginreglu, að félagsstjórn komi fram fyrir hönd félags og riti firma þess. [ 2. mgr. 58. gr. er stjórn félags veitt heimild til þess að framselja réttinn til þess að rita firma félagsins og er í þeim efnum ekki bundin við stjórnarmenn, svo sem eldri lög virtust gera ráð fyrir, heldur getur hún veitt hverjum sem er rétt til þess að ritafirma félagsins, svo framarlega sem öðruvísi er ekki ákveðið í samþykktum og hæfisskilyrði eru uppfyllt. Settar eru reglur um það i 3. mgr. 58. gr. með hvaða hætti takmarka megi ritunar- réttinn. Eina takmörkunin á ritunarrétti, sem unnt er að fá skráða, er að fleiri en einn skuli fara með hann í sameiningu. Það er því ekki unnt að fá skráða takmörkun, sem bindur ritunarréttinn efnislega, t.d. þannig að hann skuli ekki ná til ákveðinná tegunda lög- gerninga, t.d. til kaupa og sölu á fasteign- um. Félagsstjórn getur gefið fyrirmæli um, að ritunarrétt megi ekki nota með tilteknum hætti, þótt sú takmörkun fáist ekki skráð samkvæmt framansögðu, en fráviki frá slík- um fyrirmælum er hins vegar ekki unnt að halda fram gagnvart grandlausum þriðja manni. f 59. gr. laganna segir, að framkvæmda- stjóri geti ávallt komið fram fyrir hönd fé- lagsins í málum sem eru innan verksviðs hans skv. 52. gr. Þessi grein fjallar því um svokallað stöðuumboð framkvæmdastjóra og veitir honum rétt til að koma fram fyrir félagsins hönd í málum sem eru innan verksviðs hans án tillits til þess hvernig ritunarrétti eða prókúru er háttað í félaginu. I 61. gr. segir loks, að ef sá sem fram kemur fyrir hönd félagsins skv. ákvæðum 58.—59. gr. laganna fer út fyrir heimild sína, sé löggerningurinn ekki bindandi fyrir fé- lagið, ef viðsemjandinn vissi eða mátti vita um heimildarskortinn. Hafi viðsemjandi hvorki vitað né mátt vita um heimildarskort, verður löggerningurinn því bindandi fyrir félagið. Lokaorð Gagnvart þriðja aðila getur heimild til að skuldbinda hlutafélag því verið þrenns konar: 1. Víðtækastur er réttur þess sem heimild hefur til að rita firma félagsins. Aðalreglan er sú, aö þar til þurfi undirskrift allra stjórn- armanna, en stjórnin getur þó skv. heimild hlutafélagalögum veitti einstökum stjórnar- mönnum eða 2 eða fleiri þeirra saman framkvæmdastjóra eða öðrum, rétttil að rita firma félagsins, ef ekki er öðru vísi ákveðið samþykktum félagsins. Skylt er að tilkynna firma og ritunarrétt tii hlutafélagaskrár. 2. I öðru lagi getur framkvæmdastjóra eða einhverjum öðrum hafa verið veitt pró- kúruumboð fyrir hlutafélag. Það felur í séi heimild til að annast allt það sem snertii rekstur atvinnu hlutafélagsins og til að rita firmað. Þó má prókúruhafi ekki selja eð£ veðsetja fasteignir hlutafélags nema hanr hafi til þess beint umboð og væntanlega mé hann heldur ekki gera aðrar óvenjulegai eða mikilsháttar ráðstafanir. Prókúruumboð á að tilkynna hlutafélaga- skrá. 3. f þriðja lagi hefur framkvæmdastjór stöðuumboð til að koma fram fyrir hönc hlutafélags í málum sem eru innan verksviðs hans skv. 52. gr. hlutafélagalaganna og fels í því að hann getur innan þess ramm; skuldbundið hlutafélagið, þótt hann haf hvorki prókúruumboð né umboð til að rití firma félagsins. 4. Aðrir starfsmenn hlutafélags geta lok; haft stöðuumboð til þess að skuldbind; hlutafélag innan þess ramma sem stað; þeirra innan fyrirtækisins gefur tilefni til Þannig verður hlutafélag t.a.m. bundið a sölusamningum sem sölustjóri félagsin; gerir ef þeir eru innan venjulegs verksvið; hans, þótt stjórn hlutafélags eða fram kvæmdastjóri hafi verið búinn að bann; sölustjóranum að gera þessa samninga Svo framarlega sem viðkomandi maðu kemur áfram fram út á við sem sölustjóri o< viðsemjandi hans er grandalaus um tak markanir sem stöðuumboði hans hafi verii settar, þá getur viðsemjandinn krafið hluta félagið um efndir í samræmi við gerðj samninga. Brjóti stjórnendur eða framkvæmdastjór ar gegn skyldum sínum eða valdi þei hlutafélagi tjóni í störfum sínum, getur þai skv. hlutafélagalögum bæði varðað þ, skaðabótum og refsingu. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.