Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 10
Sundrung í Loft- leiðaarmi Svo virðist, sem hinn svo kallaði Loftleiðaarmur Flug- leiða sé að sundrast. Telja margir gamlir Loftleiða- menn að Alfreð Elíasson hafi gengið of langt þegar hann bar upp vantrauststil- lögu á Sigurð Helgason, forstjóra á stjórnarfundi í Flugleiðum. Hlaut tillagan ekki stuðning annarra stjórnarmanna, ekki einu sinni Kristins Olsen, sem löngum hefur verið helsti samherji og vinur Alfreðs. Þvert á móti mun Kristinn ásamt fleiri félögum þeirra Alfreðs frá Loftleiðatím- anum hafa lagt fast að hon- um að bera ekki upp tillög- una, en án árangurs. Fólk Alfreðs telur hins vegar að vinir hans hafi brugðist í þessu máli og andar nú köldu á milli. Stanslaus viðtöl Ýmsum er farið að of- bjóða hvað viðtalsþættir og fréttatengdir þættir eru margir í útvarpinu. Varla verður svo á útvarpinu kveikt þessa dagana, að ekki sé verið að tala við ein- hvern um eitthvað, af mjög mismunandi kunnáttusemi. í útvarpinu eru níu fréttatímar á dag, þar af tveir sem eru um hálftími. f þeim tveimur er mikiö um viötöl. Þá eru fréttatengdir þættir Morgun- pósturinn, fimm daga vik- unnar í 45 mínútur og Á vettvangi, fjóra daga vik- unnar í 25 mínútur. En þetta er aðeins byrjunin. Þá eru eftir búnaðarþættir, Verslun og viðskipti, Iðnaðarmál og Sjávarútvegur og siglingar. Einnig eru fastir þættir úr öllum landshlutum, Að vest- an, Úr austfjarðaþokunni og svo framvegis. Þættir nefn- ast Úr skólalífinu, Félagsmál og vinna, Innan stokks og utan fjallar um fjölskylduna og heimilið, og nýlega hófst þáttur sem heitir Hreppamál og á að fjalla um sveitar- stjórnarmál. Þá er Kvöld- skammtur, valið efni úr Morgunpósti. Enn er eftir að nefna staka viðtalaþætti, svo sem ,,Þá var öldin önn- ur", og „Þarsem kreppunni lauk 1934", sem báðir hafa verið á dagskrá nýlega. Allir þessir þættir eiga það sam- eiginlegt að vera að uppi- stöðu til viðtöl. Vandratað í út- flutningnum Vegur okkar íslendinga á útflutningsmarkaði hefur oft verið þyrnum stráður og margur útflytjandinn hefur orðið fyrir tjóni vegna mis- skilnings og ónógrar þekk- ingar á grundvallaratriðum á sölumálum erlendis. Þrá- inn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Hildu h.f. skýrði frá því nýlega á ráð- stefnu Stjórnunarfélagsins um útflutningsmál að menn hafi komið glaðir heim frá Norður-Ameríku með þá vissu að smásalinn, sem rætt var við, ætlaði að kaupa vörur fyrir ákveðna upp- hæð, til dæmis 300 þúsund dali. Þegar svo til ætti að taka hefði pöntunin ekki verið nema 100 þúsunda dala virði í augum kaupend- ans. Ástæðan er sú að þeg- ar smásalar í Bandaríkj- unum tala um vörukaup tala þeir alltaf um útsöluverð varanna. Þegar um fatnað er að ræða er það ávalt þre- falt útflutningsverð frá ís landi. Oddviti Framsóknar Tekið hefur verið eftir því að Eiríki Tómassyni, vara- þorgarfulltrúa Framsóknar- flokksins í Reykjavík hafa verið falin mikilvæg störf að undanförnu, svo sem að gæta hagsmuna flokks síns í stjórnkerfisnefnd borgar- stjórnar. Talið er að veg- semd Eiríks í borgarstjórn vaxi enn á næstunni og að hann taki brátt við Kristjáni Benediktssyni, sem oddviti framsóknarmanna. Er álitið að Kristján taki við embætti fræðslustjóra af Kristjáni J. Gunnarssyni, sem senn fer á eftirlaun, en Kristján Benediktsson er nú for- maðurfræðsluráðs. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.