Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Side 10

Frjáls verslun - 01.11.1980, Side 10
Sundrung í Loft- leiðaarmi Svo virðist, sem hinn svo kallaði Loftleiðaarmur Flug- leiða sé að sundrast. Telja margir gamlir Loftleiða- menn að Alfreð Elíasson hafi gengið of langt þegar hann bar upp vantrauststil- lögu á Sigurð Helgason, forstjóra á stjórnarfundi í Flugleiðum. Hlaut tillagan ekki stuðning annarra stjórnarmanna, ekki einu sinni Kristins Olsen, sem löngum hefur verið helsti samherji og vinur Alfreðs. Þvert á móti mun Kristinn ásamt fleiri félögum þeirra Alfreðs frá Loftleiðatím- anum hafa lagt fast að hon- um að bera ekki upp tillög- una, en án árangurs. Fólk Alfreðs telur hins vegar að vinir hans hafi brugðist í þessu máli og andar nú köldu á milli. Stanslaus viðtöl Ýmsum er farið að of- bjóða hvað viðtalsþættir og fréttatengdir þættir eru margir í útvarpinu. Varla verður svo á útvarpinu kveikt þessa dagana, að ekki sé verið að tala við ein- hvern um eitthvað, af mjög mismunandi kunnáttusemi. í útvarpinu eru níu fréttatímar á dag, þar af tveir sem eru um hálftími. f þeim tveimur er mikiö um viötöl. Þá eru fréttatengdir þættir Morgun- pósturinn, fimm daga vik- unnar í 45 mínútur og Á vettvangi, fjóra daga vik- unnar í 25 mínútur. En þetta er aðeins byrjunin. Þá eru eftir búnaðarþættir, Verslun og viðskipti, Iðnaðarmál og Sjávarútvegur og siglingar. Einnig eru fastir þættir úr öllum landshlutum, Að vest- an, Úr austfjarðaþokunni og svo framvegis. Þættir nefn- ast Úr skólalífinu, Félagsmál og vinna, Innan stokks og utan fjallar um fjölskylduna og heimilið, og nýlega hófst þáttur sem heitir Hreppamál og á að fjalla um sveitar- stjórnarmál. Þá er Kvöld- skammtur, valið efni úr Morgunpósti. Enn er eftir að nefna staka viðtalaþætti, svo sem ,,Þá var öldin önn- ur", og „Þarsem kreppunni lauk 1934", sem báðir hafa verið á dagskrá nýlega. Allir þessir þættir eiga það sam- eiginlegt að vera að uppi- stöðu til viðtöl. Vandratað í út- flutningnum Vegur okkar íslendinga á útflutningsmarkaði hefur oft verið þyrnum stráður og margur útflytjandinn hefur orðið fyrir tjóni vegna mis- skilnings og ónógrar þekk- ingar á grundvallaratriðum á sölumálum erlendis. Þrá- inn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Hildu h.f. skýrði frá því nýlega á ráð- stefnu Stjórnunarfélagsins um útflutningsmál að menn hafi komið glaðir heim frá Norður-Ameríku með þá vissu að smásalinn, sem rætt var við, ætlaði að kaupa vörur fyrir ákveðna upp- hæð, til dæmis 300 þúsund dali. Þegar svo til ætti að taka hefði pöntunin ekki verið nema 100 þúsunda dala virði í augum kaupend- ans. Ástæðan er sú að þeg- ar smásalar í Bandaríkj- unum tala um vörukaup tala þeir alltaf um útsöluverð varanna. Þegar um fatnað er að ræða er það ávalt þre- falt útflutningsverð frá ís landi. Oddviti Framsóknar Tekið hefur verið eftir því að Eiríki Tómassyni, vara- þorgarfulltrúa Framsóknar- flokksins í Reykjavík hafa verið falin mikilvæg störf að undanförnu, svo sem að gæta hagsmuna flokks síns í stjórnkerfisnefnd borgar- stjórnar. Talið er að veg- semd Eiríks í borgarstjórn vaxi enn á næstunni og að hann taki brátt við Kristjáni Benediktssyni, sem oddviti framsóknarmanna. Er álitið að Kristján taki við embætti fræðslustjóra af Kristjáni J. Gunnarssyni, sem senn fer á eftirlaun, en Kristján Benediktsson er nú for- maðurfræðsluráðs. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.