Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 27
menn almennt kannast ekki viö hér á landi og fást hér ekki í verzl- unum, en allseru 400tímaritflokk- uð, sem þýðir að þau minnstu þeirra velta á ári um 3 milljónum dollara. En hvaða tímarit er stærst. Erfitt er að svara því. TV Guide hefur, eins og fyrr segir hæstar heildar- tekjur, 566 milljónir dollara. Time hefur hinsvegar hæstar auglýsing- atekjur, 228 milljónir dollara, Parade, sem er sunnudagsblað, sem dreift er með mörgum dag- blöðum, víðsvegar um Bandaríkin, hefur mesta útbreiðslu 28.1 millj- ón eintaka á viku, Readers Digest hefur flesta áskrifendur 16.6 millj- ónir, Business Week hefur flestar auglýsingasíður á ári 5.107, og TV Guide selst mest í lausasölu, 2,2 milljónir eintaka á viku. Tíu tekjuhæstu tímaritin hafa 32% af heildartekjum tímarita á Folio 400 listanum. Þau tíu stærstu í auglýsingatekjum hafa 33% af tekjunum á listanum. Tíu hæstu ritin í áskrifendum hafa 37% allra áskrifenda á listanum. Þau tíu hæstu í útbreiðslu hafa 34. út- breiðslunnar á Foliolistanum. Tíu hæstu blöð í lausasölu selja 53% allrar lausasölu og þau tíu sem hafa flestar auglýsingasíður birta 11 % af auglýsingasíðunum. Alls eru 10.665 tímarit lögð til grundvallar, þegar Folio 400 list- inn er valinn. Heildarvelta tímarita á listanum nemur um 7,7 milljörð- um dollara, en alls er talið að velta allra tímarita í Bandaríkjunum sé um 10,7 milljarðar dollara. Miðað við fólksfjölda ætti því heildarvelta tímarita á íslandi að vera nálægt sex milljarðar króna. Af tímaritum, sem fást hér á landi, má nefna að Penthouse er númer 11 í heildartekjum, National Geographic numer 16, Ladies Home Journal 19, Cosmopolitan 20, Fortune 24, Vogue 31, Field and Stream 39, Popular Mechan- ics 40, Scientific American 47 Psychology Today 52, Playgirl 66, Car and driver 73 og keppinautur- inn Road andTrack74, Esquire 80, og Golf 97. Þegar komið er yfir hundrað víkkar bilið á milli tímarita, sem eru kunn hér á landi. Þar eru þó mörg athyglisverð tímarit, svo sem Changing Times númer 102, sem fjallar nánast um hvernig á að bregðast við nýjum aðstæðum, svo sem verðbólgu. Modern Ma- turity, númer 104, erætlað fólki yfir fimmtugt, með sérstakri áherslu á fólk, sem er að hætta störfum. í Ijós hefur komið við athuganirað á þeim aldri hefur fólk gífurlegan kaupmátt, sem hefur verið vanmetinn, á meðan.allir keppast við að selja fólkinu sem er á aldr- inum 18 til 39. Þá má nefna Apart- ment Life, 106, sem stefnir að því að þjóna þeim fjölmenna hópi fólks, sem býr í íbúðum í borgum og hefur enga áhuga á garðrækt og öðru þess háttar, en hefur margvísleg sameiginleg áhuga- mál. Svo tekin séu nokkur nöfn tíma- rita af handahófi gefa þau hug- mynd um þá miklu fjölbreytni og sérhæfingu sem er að finna í bandarískum tímaritum, svo sem Machine Design, Book digest Magazine, Plant Engineering, Prairie Farmer, Medical Econom- ics, Datamation, New England Journal of Medicine, Army Times, Soap Opera Digest, Boy s Life, United Mainliner (flugtímarit United Airlines), Weight Watchers Magaxine, Circus Magazine, Rest- aurant News, Dairyman, Super- market News, Trailer Life, Baby Magazine, Heavy Duty Trucking, Modern Plastics, Hydrocarbon Processing, Model Railroader, Mens Wear, Mini-Micro Systems, og Pensions and Investments. Þannig mætti lengi telja. Af almennum tímaritum hafa þessi tíu mesta útbreiðslu, í mill- jónum eintaka hvert hefti: Af almennum tímaritum hafa þessi tíu mesta útbreiðslu, í millj- ónum eintaka hvert hefit: 1. Parade ............... 21,8 2. TVguide............... 19,3 3. Famaily Weeklee ...... 11,9 4. National Enquirer ..... 5,0 5. Time .................. 4,3 6. The Star .............. 3,2 7. Newsweek .............. 2,9 8. People ................ 2,3 9. Sports illustrated .... 2,3 10. NewYorkNews Magazine ............... 2,3 Til að skýra þau blöð, sem ekki eru kunn hér á landi, má geta þess að Parade er fylgirit margra dagblaða á sunnudögum og New York NewS Magazine er fylgirit New York News, sem til skamms tíma var út- breiddasta dagblað Bandaríkj- anna, þar til Wall Street Journal varð útbreiddara. Family Weekly er fjölskyldutímarit, aðallega selt í matvöruverslunum. National En- quirer og The Star eru slúðurblöð, sem koma út vikulega, prentuð á dagblaðapappír. People er hlið- stætt blað við Fólk hér á landi og Sports lllustrated er vikublað um íþróttir. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.