Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Page 44

Frjáls verslun - 01.11.1980, Page 44
Þessi litla Wanfi 2200 SVP tölva kostar frá 11 milljónum króna. því er átt við að hægt er að flytja texta eða upplýsingar frá einni textavinnslu- vél til annarrar í gegnum síma. Á nokkrum sekúndum má þannig flytja skilaboð eða skjöl frá einni heimsálfu til annarrar. Móttakandinn getur fengið skilaboðin á pappír og hefur þá um leið fengið á nokkrum sekúndum eða mín- útum bréf, sem annars tæki nokkra daga að senda. Þannig virkar raf- elndapósturinn, sem er orðinn að veruleika sums staðar erlendis. Hvað þýðir þetta? Það er Ijóst að hið daglega skrif- stofustarf mun á næstu árum grund- vallast í vaxandi mæli á tölvumáli og rafeindatækni. Þróunin hefur tvær víddir: Tölvutæknin opnar nýja mögu- leika fyrir skrifstofufólk við öflun, vinnslu og geymslu gagna á réttum tíma og réttum stað samfara miklum sparnaði. Auk þess er hægt að flytja gögnin með miklum hraða á annan stað. Skrifstofurnar munu tæpast breytast í „tölvumiðstöðvar", en tölvutæknin mun þó hafa þau áhrif að hin sjálfvirka skrifstofa verður að veruleika áður en tíu ár eru liðin. Þessi breyting er þegar hafin á íslandi með almennri tölvu- notkun, en næsta stig erum við nú þegar að stíga með vaxandi rafeinda- samgöngum. Helsta hjálpartæki skrifstofumanns- ins verður fjölhæf útstöð með skermi þar sem starfsmaðurinn getur unnið og flutt upplýsingar með ýmsu móti. Pappírsvinna verður í lágmarki. Inn- og útskrift verður í sömu samstæðu. Sölumaður matar til dæmis inn pöntun í útstöðina og miðstöðin býr til sölu- skjöl, skráir pöntunina á birgðalista, reikningur skrifast út og pöntunin fer á sinn stað í bókhaldi. Sama útstöð getur teiknað kúrvur og diagrömm og tengt þau töflum eða texta. Mikilvægt er að fólk, sem kemur út á vinnumarkaðinn sé vel undir þessa breytingu búið. Skólakerfið þarf að vera betur vakandi yfir þeim breyting- um, sem eiga sér stað í atvinnulífinu. Forsenda þess að þessar breytingar leiði til farsældar er að fólk sé undrr þær búið. [ því sambandi er lykilorðið menntun. ÖRYGGI OG HRAÐI MEÐ TÖLVUVINNSLU. Vinnum í eigin tölvu m.a. Fjárhagsbókhald Gjaldendabókhald Launabókhald Viðskiptamannabókhald Lagerbókhald. Leitið upplýsinga. Sérhæft starfsfólk. HAGSÝSLA HF Bókhalds- og tölvuþjónusta-Tjarnargötu 14 Simi 27737-101 Reykjavík• Nafnnr. 3525-0972 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.