Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 33
aðar og stóriðju tala um orkuiðn- að, en fylgjendur stóriðju tala um áliðnað, sem raunhæfasta orku- og stóriðjuna ístöðunni nú. En skoðum nú málið betur frá sjónarhóli ýmissa aðilla. Dr. Björn Dagbjartsson, forstööumaður rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins, álítur að veiðar og vinnsla kunni að geta tekið við meiri mannafla en áðurnefnd skýrsla um mannafla áætlar. Bendir hann m.a. á að verið sé að þróa upp ýmsarnýjargreinarsem muni kalla á aukið vinnuafl, nái þær fótfestu. Hinsvegar telja menn að frekari þróun í úrvinnslu landbúnaðarvara geti ekki orðið umtalsverð lyfti- stöng þar sem útflutningur þeirra er óraunhæfur og innanlands- markaði er fyllilega sinnt. Rótgrónar greinar í erfiðleikum Bygginga- og verktakaiónaóur, sem stóð traustum fótum á Norð- urlandi síðasta áratug og innleiddi m.a. margar nýjungar á sínu sviði til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína, stendur nú höllum fæti. Verkefna- skortur blasir nú við Slippstöðinni, svo sem öðrum íslenskum skipa- smíðastöðvum. Eininghúsafram- leiðendur eiga í vök að verjast vegna harðnandi samkeppni frá innfl utningi þessháttar húsa. Sömú sögu er að segja af ýmsum öðrum almennum iðnaði. Ótti við byggðaröskun og samkeppni um vinnuaflið Þrátt fyrir þessa stöðu eru margir andmælendur stóriðju, einkum áliðju, á Norðurlandi. Valgerður Bjarnadóttir, annar fulltrúi Kvennaframboðsins í bæjarstjórn á Akureyri, segist vera eindregið á móti stóriðju, einkum áliðju, enda séu mengunarvarnir í slíkum verksmiðjum ekki enn fullnægjandi. Ekki afneitar hún alfarið ofkufrekum iðnaði, svo fremi að hann hafi ekki óheppilega byggóaröskun í för með sér. Byggðaröskun á borð við litla bæi við stóriðjuverin, setna ungu fólki en án félagslegrar þjónustu. Þeim fjármunum, sem menn tala um að verja til stóriðju telur hún betur varið til uppbyggingar þess iðnaðar, sem þegar er fyrir hendi og þurfi raunar ekki nema brot af fjárfestingu í stóriðjuveri til þess. Páll Hlöðversson, skipatækni- fræðingur tekur í svipaðan streng hvað viðvíkur aðhlynningu að iðn- aði, sem fyrir er. Hann segir: „Verði starfsskilyrði iðnaðarekki stórbætt Dregið hefur úr þrótti verktaka- og bygg- ingastarfssemi nyrðra en fullur hugur er nú fyrir því að snúa þeirri þróun við. áður en lausnarorð stóriðjumanna verður aö veruleika, mun stóriðjan taka til sín hæfustu og bestu starfskrafta iðnaðarins, einfaldlega vegna hins mikla munar á launum og kjörum starfsmann í stóriðju annarsvegar og starfsmann í al- mennum iðnaði hinsvegar. Ef ekki verður brugðist skjótt við, yrðu af- leiðingarnar algjört hrun almenns framleiðsluiðnaðar bæði vegna samkeppni um gott vinnuafl og aukinnar samkeppni við innflutn- ing á iðnvarningi. Áliðja vænlegust Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar er einn úr stækkandi hópi fylgjenda stóriðju. Hann segir: ,,Við eigum hiklaust að snúa okkur að því að nýta vatns- og hitaorkuna, breyta henni í iðnaðarvöru og flytja hana út. Það er álitlegast fyrir okkur að flytja orkuna úr landi í formi áls. Ekki er við því að þúast að fámenn þjóð þúi yfir þeirri reynslu, sem nauðsynleg er til þess að ekkert fari úrskeiðis. Það er því augljóst að samvinna við erlenda aðilla er nauðsynleg að ákveðnu marki. Mín skoðun er sú að við eigum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að byggja orkuverin og eiga þau að öllu leyti. Á þann hátt ráðum við yfir orkuöfluninni og við eigum án efa möguleika á erlendu lánsfé til þeirra hluta ef við getum jafnframt sýnt fram á að við getum selt orkuna. Það er svo matsatriói hvort og þá að hvaða marki við eigum að taka þátt í byggingu framleiðslufyrirtækjanna. í því sambandi gel ég að við ættum sem minnst nálægt því að koma, en leggja okkur fram við að fá erlenda aðilla til þess að sjá um þann þátt.“ En af hverju vill Gunnar og margir skoðunarbræður hans helst álver?: ,,Á árunum 1980 til 1990 er reiknað með að árleg aukning á notkun áls verði fjögur til fimm prósent, sem er meiri aukning en hægt er að reikna með í annari framleiðslu. Hagstæð þróun á álmörkuðum í dag er langmestur hluti þess áls sem framleitt er í heiminum framleitt i Norður-Ameríku, Evrópu og Japan. Af heildarorkunni, sem notuð er til þessarar framleiðslu er 54% vatnsorka, olía og gas er 23%, kol 21% og kjarnorka 2%. Þetta mun á næstu árum breytast frá olíu og gasi yfir í vatnsorku og notkun kola. Af þessum ástæðum eru líkur á því, að framleiðslan muni í auknum mæli færast frá áðurgreindum löndum til 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.