Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 25
borgarastaður undir nafninu Winnys. ÞórirGunnarsson eigandi Matstofunnar fékk þar til liðs við sig mann að nafni Tómas A. Tóm- asson, sem síðar verður vikið að. Ýmsar sjoppur fara líka að þróast út í einhvers konar matsölustaði, einkum með tilkomu örbylgjuofna. Ask-pizzustaður er opnaður síð- sumars ’80 í húsakynnum Dairy Queen við Hjarðarhaga og er þar með kominn fyrsti skyndipizza staðurinn. Sama sumar hefur Askur einnig rekstur tveggja veit- ingabíla, sem einkum selja ham- borgara. Eftir að Ásgeir Hannes Eiríksson opnar pylsuvagninn í miðbænum, spretta fleiri slíkir upp, við Vesturbæjarsundlaugina, Laugardalslaugina, síðar á Granda og svo viö Breiðholts- laugina. Gamli Vitabar við Vitastíg verður að skyndihamborgarastað, sem heitir nú Bingóbar. Sérstaðir með einfalda matseðla sanna tilverurétt sinn Pétur Sveinbjarnarson opnar Askborgarann í Breiðholti í apríl 1980, eins konar skyndibitastað en með sal fyrir gesti, sem vilja snæða á staðnum. Svo var það í mars 1981 að Tómas A. Tómasson og Sigurður G. Ólafsson opnuðu Tommaham- borgara að Grensásvegi. Eins og nafnið bendir til, sérhæfir staður- inn sig í hamborgurum og fljótaf- greiðslu, en slarkynni eru til staðar fyrir gesti til þess að snæða á staðnum. Með þessum stað hófst skjótur frami Tomma á veitinga- sviðinu. Um mitt sumar ’81 oþnar hann annan Tomma við Lauga- veg, eingöngu sem skyndibitastað (ekki salur) og enn er Sigurður með í ráðum. í febrúar í ár keypti hann svo skyndibitastaðinn Borg- arann við Lækjartorg ásam Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni, hlut í Pottinum og Pönnunni mánuði síðar, opnar Tommaborgarastað í skemmti- staðnum Villta tryllta Villa og tvo staði utan Reykjavíkur. Ólafur Jónsson opnaði Pizza- húsið við Grensásveg í júlí 1981 og sérhæfir staðurinn sig algerlega í pizzum. Þar er fljót afgreiðsla, en jafnframt matsalur. í ár opnaði svo Þórir Gunnars- son, eigandi Matstofu Austurbæj- ar Trilluna við Ármúla. Trillan var byggð upp sem skyndibitastaóur með fiskrétti, hamborgara og kjúklinga, en með salarkynnum fyrir gesti. Svipaða sögu er að segja að Svörtu pönnunni, sem Þórður Sigurðsson og Gísli Guð- mundsson opnuðu í Tryggvagötu við hliðina á ,,Bæjarins bestu,” fyrr á árinu. Einn einn skyndibitastað- urinn var opnaður í ár og nefnist hann Brautargrill. Eigendur eru Haukur Hauksson og Pétur Stephensson. Það er skyndibita- staður með svipaða rétti og stað- irnir hér að framan, en býður ekki upp á salarkynni eins og þeir. Kaffiterían í Glæsibæ var öli endurskipulögð nýverið sem mat- staður með góðu rými fyrir matar- gesti. Halldór Júlíusson rekur hana undir nýja nafninu Uxinn. Myndarleg kaffihús líta dagsljósiö Þegar hér er komið sögu hefur ekki veriö minnst á ný kaffihús. Að sjálfsögðu þjóna flestir nýju stað- irnir líka hlutverki kaffihúss, svo framboð á þeirri þjónustu hefur einnig stóraukist. En þeim til við- bótar má nefna ný kaffihús svo sem Kaffi-Torg við Lækjartorg og Mensuna, einnig við Lækjartorg. Sæluhúsið við Bankastræti og Nýja kökuhúsið við Austurvöll. Þá er rétt að benda hér á Kaffivagn- inn, sem hefur tekið miklum breyt- ingum nýlega og er nú bæði kaffi- hús og matsölustaður. Ríkissjóður er umfangs- mesti veitingaaðili á landinu enda hafa allir ríkisstarfs- menn rétt til aðgangs að mötuneyti samkvæmt kjara- samningum. Ella fá þeir greidda matarpeninga. Starfsmenn greiða hráefnið en ríkið leggur aðra vinnu til. Má áætla að kostnaður skiptist til helminga. Hin síðari ár hefur matargerð mötuneytanna orðið mun einfaldari en áður og margir ríkisstarfsmenn nýta sér ekki þessi réttindi. Bjarni Árnason á Brauð- bæ, Kránna v Hlemm og Nessy við Lækjatorg með Jóni Hjaltasyni. Þá á hann Brauöbæjarsamlokur, sem er umfangsmesta samloku- framleiðsla á landinu. Ömar Hallsson og Rut Ragnarsdóttir á Rán við Skólavörðustíg, keyptu Naustið við Vesturgötu ný- verið, reka Valhöll á Þing- völlum á sumrin og yfirtóku nýlega Manhattan í Kópa- vogi, sem þau nefna Óðinn Þór og reka sem sérsam- kvæmisstað. Flugleiðir reka eldhús f Keflavík til matargerðar fyrir flugvélarnar, svo og kaffi- teríu þar. Þá rekur félagið tvo til þrjá veitingastaði á Hótel Esju og sama fjölda á Hótel Loftleiðum auk veit- ingastofu fyrir starfsfólk á skrifstofunum í Reykjavík. Veitingarekstur Flugleiða heyrir undir Erling Aspe-. lund. KÓNGARNIR SJÖ 25 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.