Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 24
20 mánuðum síðar var staónum svo breytt og nefnist nú Potturinn og Pannan, án vínveitingaleyfis, en stílar að öðru leyti á milliflokk- inn. Ólafur Eysteinsson, Sigurður Sumarliðason og Tómas A. Tóm- asson, eiga staðinn nú. Örn Baldursson og Kolbrún Jóhannesdóttir opnuðu Torfuna í Lækjargötu í júní 1980, millistað með vínveitingum og góðri þjón- ustu. Kolbrún seldi svo Erni sinn hlut og opnaði Lækjarbrekku við Lækjargötu síðla árs ’81, í mjög svipuðum stíl og Torfan er. Anton Viggósson opnaði Vest- urslóð að Hagamel í október '80 og sérhæfði staðinn í western stíl og nautakjötsréttum. Þar voru vín- veitingar. Síðan keypti Birgir V. Halldórsson staðinn og breytti honum í Grillstað, sem heitir Góð- borgarinn. Um áramótin '80 og '81, keypti Bragi Guðmundsson Kirnuna við Laugaveg af bróður sínum og fór brátt að fikra sig áfram með kín- verska matargerð og er staðurinn nú orðinn kínverskur matstaður. Nýverið skýrði Bragi staðinn upp og nefnir hann nú Drekann. Um sömu áramót keypti Ómar Hallson Skrínuna við Skólavörðu- stíg af bróður Braga, hressti upp á staðinn og breytti nafninu í Rán. Ómar fékk síðar vínveitingaleyfi þar, og hefur lagt talsverða áherslu á franska matargerðarlist. Rán er millistaður með góða þjón- ustu. Hinn dæmigerði skyndlbiti — kjúkl- ingur íkörfu. Matsölustaðir verða musteri Vorið '81 opnuðu svo Skúli Hansen og Guðbjörn Ólafsson Arnarhól við Ingólfsstræti. Þeir skipuðu staðnum sjálfir íflokk með auglýsingu sinni: „Musteri ís- lenskrar matargerðarlistar." Þeir hafa bryddað upp á ýmsum nýj- ungum, sem sumar hverjar hafa náð vinsældum. Þar er mjög fjöl- breyttur matseðill, vínveitingar og góð þjónusta. Þessi auglýsing var tímans tákn því annar hver ís- lendingur gerðist nú sælkeri og fólk fór að þora að tala um góðan mat án þess að það flokkaðist undir græðgi eða gleyþigang. Stóraukin fjölbreytni með til- komu þessara staða, og jafnframt alúðlegri og betri matreiðsla, höfðu jákvæð áhrif á gömlu virðu- legu staðina, sem hér framar eru nefndir fínustu staðirnir. Þeir hafa marg gott lært af „millistöðunum." Skyndibitastaðirnir vinna á og sjoppurnar blandast í leikinn En samhliða þessari glæsilegu uppbyggingu og síðar, þegar mönnum sýnist að millimarkaóur- inn sé mettaður, taka skyndibita- staðirnir að skjóta upp kollinum. Fyrstan þeirra má líklegsa telja Nesti við Háaleitisbraut í eigu Sonju Helgason. Sá staðuropnaði um mitt árið 1978. Hamborgara- staðurinn Borgarinn opnar á Lækjartorgi, sem skyndibitastað- ur. Hluti af Matstofu Austurbæjar er innréttaður sem skyndiham- Þrátt fyrir mikla fjölgun veitingastaða að undanförnu hafa tiltöiulega fáir nýir veitingamenn bæst í slaginn. Miðað við umfang þessa rekst- urs nú og fyrir þrem árum, er greinileg sú þróun að veitinga- reksturinn er heldur að færast á færri hendur en hitt. Það vekur ennfremur at- hygli að þrír af sex risunum, ef svo mætti að orði komast, eru tiltölulega ný nöfn á þessum vettvangi. Pétur Sveinbjarnarson rekur fimm veitingastaði, Ask að Suðurlandsbraut, ASK við Laugaveg, Ask- borgarann i Breiðholti, Ask — pizzu við Hjarðarhaga og Höfðakaffi við Vagnhöfða. Auk þess rekur hann tvo veitingabíla og dótturfyrir- tæki Asks, Veitingamannin. Það er matvælaframleiöslu- fyrirtæki, kjötiðnaðarstöð, framleiðslueldhús fyrir mötuneyti og framleiðir einnig Júmbó samlokur og pizzurfyrir verslanir. Tómar A. Tómasson rekur Tommahamborgara að Grensásvegi, Laugavegi og á Lækjartorgi. Tómas á þriðjung í Pottinum og Pönnunni og veitinga- og skemmtistaðinn Villta tryllta Villa. Utan Reykjavíkur rekur hann Tomma I Hafnarfirði og í Keflavík og á aðild að Tomma á Akureyri. Auk þessa rekur hann eigin kjöt- vinnslu fyrir alla Tomma- staðlna. Reykjavíkurborg rekur fjögur mötuneyti fyrir starfs- fólk. I Hafnarhúsinu borða að jafnaði 150 manns há- degismat, 70 til 80 í mötu- neytinu við Austurstræti, 120 til 140 í mötuneytinu I Skúlatúni og nokkur hundr-' uð í Borgarspítalanum, auk sjúklinganna. Þá eru rekin mötuneyti í heimilum fyrir aldraða við Dalbraut, að Droplaugarstöðum og við' Lönguhlíð. Borgin kaupir elnnig mlkið af mat á al- mennum markaði. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.