Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 75
flytur út meira af úrum en Sviss- lendingar, og meira af leikföngum en Japanir, hefur yfir aö ráða meiri tonnafjölda kaupskipa á heims- höfunum en Grikkir og gáma- höfn sem er sú þriðja stærsta í heimi á eftir Rotterdam og New York. Gull 09 verðbréfamark- aður blomstrar í Hong Kong opnar gull og verðbréfamarkaðurinn fyrstur allra í heiminum á degi hverjum, en þetta stafar af tímamuninum. Frá Hong Kong berast því á hverjum virkum degi viss skilaboð til pen- ingamarkaðarins annars staðar á jarðkringlunni. Eins og fyrr greindi er Hong Kong nú þriðja stærsti peningamarkaðurinn í heiminum. Gegnum bankana í Hong Kong fara mörg stórlán, ekki aðeins til uppbyggingar í þriðja heiminum, heldur einnig til ýmissa aðila sem eru í samkeppni við Hong Kong í léttum iðnaði. Þá er Hong Kong annar stærsti kaupandi hlutabréfa úr Wall Street, hlutabréfum sem styðja og styrkja bandarískan iðn- að. Aðeins Zurich er stærri í þess- um kauþum hlutabréfa. En þessi hlið er raunar aðeins ein margra á viðskiptalífi Hong Kong. Landið er í raun heljarstór fríhöfn eða opinn markaður fyrir framleiðendur í heiminum. Hong Kong þarf að flytja inn gífurlega mikið hráefni og hálfunna vöru, sem síðan verður að neytenda- vöru í meðförum iðnaðarmanna og iðnverkafólks. Orkumál í Hong Kong eru leyst með dísilstöðvum, en merkar tilraunir hafa verið gerðar með sólarorku og hafa gengið mjög vel. Hafa Hong Kong-búar jafnvel verið aflögu- færir og selt rafmagn til Kína frá því um mitt ár 1979. Iðnaður landsins er ekki orkufrekur, notaði á síðasta ári 5.5 milljónir kíló- wattastunda, heimilin notuð 3.1 milljónir til verslana og skrifstofa fóru 6.1 milljónir kílówattastunda. Til Kína voru seldar 304 þúsundir kílówattastunda. Þess þarf vart að geta að rafmagnsverð er miklu mun lægra en tíðkast hér á landi. Fjárfesta af kappi þrátt fyrir óvissa framtíð Verðbólgan í Hong Kong reynd- ist vera um 15% á síðasta ári, en erfitt mun að greina hvað veldur þar mestu, erlendar verðhækkanir eða aukin þensla á innlandsmark- aði. Staðreynd er þó að kjör al- mennings eru á uppleið og Hong Kong búar njóta æ meir alls þess góðgætis sem iðnaður landsins og verslun býður upp á. Mikið átak er unnið í sambandi við bætt híbýli fólksins og verktak- ar hafa ærið nóg að gera fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og stofnanir hins opinbera. Það er e.t.v. dálítið undarlegt að hugsa til þess að hér er fjárfest af engu minna kappi en fyrr. Þó er það staðreynd að samningur um ,,leigu“ á Hong Kong, Kowloon og New Territories við hið stóra Kína, munu renna út fyrir aldamótin. Hvað verður þá veit enginn. Þó virðist Ijóst að Kínverjar líta þetta landssvæði vingjarnlegu auga, enda leika Hong Kong menn stórt hlutverk fyrir hina stóru nágranna og frændur. Frá Hong Kong er selt mikið magn af iðnaðarvöru og matvöru frá Kína til fjölmargra landa í heiminum. Sem hlið út í hinn vestræna heim mun Hong Kong því áfram verða í stóru hlut- verki. Ætla margir að Kínverjar muni ekki sjá ástæðu til að yfirtaka þetta landssvæði, jafnvel þótt margir ungir Kínverjar reyni á ári hverju að komast yfir til bræðra sinna í litla landinu, sem ekki nær frímerkisstærð á hnattlíkaninu, hvað þá meira. I sjálfu sér getur Hong Kong kennt okkur hér á landi vissa lexíu. Þar í landi hefur frjálsræðið á flestum sviðum örvað iðnaðinn til dáða, gagnstætt því sem er hér á landi þar sem allar greinar eru margbrotnum viðjum skatta og álagningarkerfis ríkisins. Fríhyggj- an sannar á margan hátt gildi sitt í þessu landi, sem skarar um margt fram úr öðrum löndum og býður upp á sífellt betri kjör þegnum sín- um til handa. Merkið ,,MADE IN HONG KONG“ þótti hér áður fyrr ekki boða merkilega vöru. Á þessu hefur orðið breyting og iðnaður þessa ríkis nýtur mikilla vinsælda fyrir gæði og ekki síst lágt verðlag. Hin kínverska hugsun og hug- myndaflug ásamt iðni og dugnaði virðist eiga samleið með vestrænni stjórnun og skipulagi. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.