Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 8
Hver verður Seðlabankastjóri Vilja Kristinn úr miðstjórninni Eitthvað munu framsókn- armenn vera farnir að end- urmeta afstöðu sína til Kristins Finnbogasonar og bera margir ugg í brjósti yfir því pólitíska fjaðrafoki, sem yfir flokknum vofir vegna fjármálaathafna krafta- verkamannsins, sumpart í skjóli Steingríms flokksfor- manns. Því gerðist þaö ný- veriðá miðstjórnarfundi, þar sem Kristinn mun ekki hafa verið mættur, að lagt var til að honum yröi vísað út mið- stjórninni. Þótt hljómgrunn- ur hafi reynst talsverður fyrir tillögunni taldi meirihlutinn rétt að bíða frekari fram- vindu mála. Framsóknarmönnum í Landsbankanum er ekki einungis Ijóst að Kristinn hafi þegió af þeim fyrir- greiðslu, sem öllum öðrum almennum viðskiptavinum yrði fyrirmunað, heldur hafi hann einnig prettað bank- ann þannig að skuldaskil vegna Iscargosukksins verða mun verri og seinna á ferðinni en bankinn ætlaöi, ef þau þá verða nokkur. Landsbankinn mun eiga veð í sexu Iscargo fyrir $300.000 skuldum og bak- tryggingu ívíxli samþykktum af kristni og Árn Guðjóns- syni, stjórnarformanni ís- cargo.. Tryggingarvíxillinn er hins vegar dagsettur eitt og hálft ár fram i tímann, sem er sérstakt, því há- markslengd annarra trygg- ingarvíxla er eitt ár. Bank- anum er orðið Ijóst aö hann á enga von um á fá eyri út úr sexunni, enda varft hægt að ímynda sér annan möguleg- an kaupanda en slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli. Flug- vélin hefur margoft verið auglýst á nauðungarupp- boði en því verió jafnoft frestað, sem sjálfsagt er þægilegt fyrir Landsbank- ann. Það er slæmt fyrir bankann aó veröa afhjúp- aður á opinberu uppboði. Landsbankinn hafði vænst þess aö fá blóðpen- ingana, sem Ar arflug var neytt til að greiða fyrir íscargo, en þeim greióslum, sem inntar voru af hendi í vor stakk Kristinn í eiginn vasa. Málið er pínlegt fyrir framsókn, því Kristinn er varaformaður bankaráðs Landsbankans og situr þar sem fulltrúi Framsóknar- flokksins. Sagt er í bankakreðsum að nú séu sumirað setjasig í stellingar vegna þess að eftirtvöárhættirGuðmundur Hjartarson, Seðlabanda- sjóri, því starfi vegna aldurs. Ljóst er að þótt fáir verði út- valdir eru margir tilkallaðir og veltur á ýmsu hver bitann kann að fá, og þá fyrst og fremst á því hver pólitísk valdahlutföll veröa ílandinu. Verói Kratar ráðandi spá flestir að Jón Sigurðsson, þjóðhagsstjóri setjist í stól Guðmundur. Jón er einnig talinn njóta velvildar Tóm- asar Árnasonar, núverandi viðskiptaráðherra, en verði framsóknarmenn í lykilað- stöðunni vega fleiri þungt. Má þar nefna Erlend Ein- arsson, forstjóra SI’S og Helga Bergs, bankastjóra Landsbankans, sem erfitt yrði að ganga framhjá sæk- ist hann eftir starfanum. Þá má nefna Halldór Ásgríms- son, sem nú er formaður bankaráðs Seölabankans, en hann yrði að segja af sér þingmennsku, sem ólíklega gerðist. Hjá sjálfstæðis- mönnum yrðu hins vegar tveir efstir á blaði, þeir Sig- urgeir Jónsson, aðstoðar- bankastjóri í Seölabankan- um og Jónas Haralz, bankastjóri í Landsbankan- um. Ballinu breytt í AA fund Það hefur lengi loðað við blessaða sjómennina að vera sukksamir þegar í land kemur. I litlum kauptúnum verður gjarnan breyting á bæjarbrag þegar togarar og önnur fiskiskip koma til hafnar hlaðin fiski og gal- vöskum sjómönnum. Áður og jafnvel sumstaðar enn, var sá háttur hafður á aö þegar skip komu inn til löndunar eða landlegu að bregða upp balli. Oft voru þá hörð átök margra varskra drengja um fáar undirleitar heimasætur. Hefur þetta lengi verið þyrnir í augum sjómakerra heimamanna, en þeir hafa engin ráð fund- ið. Tálknfyrðingarduttu hins vegar ofan á lausn. AA menn þar í plássi halda reglulega AA fundi einu sinni í viku og bregða svo upp auka fundum hvenær sem togari kemur til hafnar. Segja heimamenn bæjar- brag breyttan og bættan frá skáldartímabilinu við þetta framtak AA mannanna. Olíufélagið hf missir stór- viðskipti Þessa dagana er Olíufé- lagið h.f. að missa einn sinna feitu bita. Hitaveita er að koma á Keflavíkurflug- völl, og þar með hættir Varnarliðið að kynda með olíu, sem keypt hefur verið hjá Olíufélaginu (Esso). Mun sala þessi skipta tugum milljóna á ári hverju, svo það er ekki að undra þótt þeir Olíufélagsmenn líti fram- kvæmdir þessar heldur óhýru auga. Aðstoðarmenn Gunnars í útlegð Eftir myndun rikisstjórnar sinnar réði Gunnar Thor- oddsen til sín tvo unga menn þá Jón Orm Halldórs- son, sem varð aðstoðar- maður ráðherrans og Þórð Friðjónsson til efnahags- ráögjafar. Nú hillir undir endalok stjórnarinnar og eru ungu mennirnir farnir að huga að nýju starfi. Hvorug- ur mun leggja í að leita á ís- lenskan vinnumarkað enda sjá ungir menn þar kannski ekki lengur glæsta mögu- leika. Jón Ormur hefur því sótt um hjá Evrópuráðinu er Þórur hjá OECD. Jón Ormur Þórður 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.