Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 8

Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 8
Hver verður Seðlabankastjóri Vilja Kristinn úr miðstjórninni Eitthvað munu framsókn- armenn vera farnir að end- urmeta afstöðu sína til Kristins Finnbogasonar og bera margir ugg í brjósti yfir því pólitíska fjaðrafoki, sem yfir flokknum vofir vegna fjármálaathafna krafta- verkamannsins, sumpart í skjóli Steingríms flokksfor- manns. Því gerðist þaö ný- veriðá miðstjórnarfundi, þar sem Kristinn mun ekki hafa verið mættur, að lagt var til að honum yröi vísað út mið- stjórninni. Þótt hljómgrunn- ur hafi reynst talsverður fyrir tillögunni taldi meirihlutinn rétt að bíða frekari fram- vindu mála. Framsóknarmönnum í Landsbankanum er ekki einungis Ijóst að Kristinn hafi þegió af þeim fyrir- greiðslu, sem öllum öðrum almennum viðskiptavinum yrði fyrirmunað, heldur hafi hann einnig prettað bank- ann þannig að skuldaskil vegna Iscargosukksins verða mun verri og seinna á ferðinni en bankinn ætlaöi, ef þau þá verða nokkur. Landsbankinn mun eiga veð í sexu Iscargo fyrir $300.000 skuldum og bak- tryggingu ívíxli samþykktum af kristni og Árn Guðjóns- syni, stjórnarformanni ís- cargo.. Tryggingarvíxillinn er hins vegar dagsettur eitt og hálft ár fram i tímann, sem er sérstakt, því há- markslengd annarra trygg- ingarvíxla er eitt ár. Bank- anum er orðið Ijóst aö hann á enga von um á fá eyri út úr sexunni, enda varft hægt að ímynda sér annan möguleg- an kaupanda en slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli. Flug- vélin hefur margoft verið auglýst á nauðungarupp- boði en því verió jafnoft frestað, sem sjálfsagt er þægilegt fyrir Landsbank- ann. Það er slæmt fyrir bankann aó veröa afhjúp- aður á opinberu uppboði. Landsbankinn hafði vænst þess aö fá blóðpen- ingana, sem Ar arflug var neytt til að greiða fyrir íscargo, en þeim greióslum, sem inntar voru af hendi í vor stakk Kristinn í eiginn vasa. Málið er pínlegt fyrir framsókn, því Kristinn er varaformaður bankaráðs Landsbankans og situr þar sem fulltrúi Framsóknar- flokksins. Sagt er í bankakreðsum að nú séu sumirað setjasig í stellingar vegna þess að eftirtvöárhættirGuðmundur Hjartarson, Seðlabanda- sjóri, því starfi vegna aldurs. Ljóst er að þótt fáir verði út- valdir eru margir tilkallaðir og veltur á ýmsu hver bitann kann að fá, og þá fyrst og fremst á því hver pólitísk valdahlutföll veröa ílandinu. Verói Kratar ráðandi spá flestir að Jón Sigurðsson, þjóðhagsstjóri setjist í stól Guðmundur. Jón er einnig talinn njóta velvildar Tóm- asar Árnasonar, núverandi viðskiptaráðherra, en verði framsóknarmenn í lykilað- stöðunni vega fleiri þungt. Má þar nefna Erlend Ein- arsson, forstjóra SI’S og Helga Bergs, bankastjóra Landsbankans, sem erfitt yrði að ganga framhjá sæk- ist hann eftir starfanum. Þá má nefna Halldór Ásgríms- son, sem nú er formaður bankaráðs Seölabankans, en hann yrði að segja af sér þingmennsku, sem ólíklega gerðist. Hjá sjálfstæðis- mönnum yrðu hins vegar tveir efstir á blaði, þeir Sig- urgeir Jónsson, aðstoðar- bankastjóri í Seölabankan- um og Jónas Haralz, bankastjóri í Landsbankan- um. Ballinu breytt í AA fund Það hefur lengi loðað við blessaða sjómennina að vera sukksamir þegar í land kemur. I litlum kauptúnum verður gjarnan breyting á bæjarbrag þegar togarar og önnur fiskiskip koma til hafnar hlaðin fiski og gal- vöskum sjómönnum. Áður og jafnvel sumstaðar enn, var sá háttur hafður á aö þegar skip komu inn til löndunar eða landlegu að bregða upp balli. Oft voru þá hörð átök margra varskra drengja um fáar undirleitar heimasætur. Hefur þetta lengi verið þyrnir í augum sjómakerra heimamanna, en þeir hafa engin ráð fund- ið. Tálknfyrðingarduttu hins vegar ofan á lausn. AA menn þar í plássi halda reglulega AA fundi einu sinni í viku og bregða svo upp auka fundum hvenær sem togari kemur til hafnar. Segja heimamenn bæjar- brag breyttan og bættan frá skáldartímabilinu við þetta framtak AA mannanna. Olíufélagið hf missir stór- viðskipti Þessa dagana er Olíufé- lagið h.f. að missa einn sinna feitu bita. Hitaveita er að koma á Keflavíkurflug- völl, og þar með hættir Varnarliðið að kynda með olíu, sem keypt hefur verið hjá Olíufélaginu (Esso). Mun sala þessi skipta tugum milljóna á ári hverju, svo það er ekki að undra þótt þeir Olíufélagsmenn líti fram- kvæmdir þessar heldur óhýru auga. Aðstoðarmenn Gunnars í útlegð Eftir myndun rikisstjórnar sinnar réði Gunnar Thor- oddsen til sín tvo unga menn þá Jón Orm Halldórs- son, sem varð aðstoðar- maður ráðherrans og Þórð Friðjónsson til efnahags- ráögjafar. Nú hillir undir endalok stjórnarinnar og eru ungu mennirnir farnir að huga að nýju starfi. Hvorug- ur mun leggja í að leita á ís- lenskan vinnumarkað enda sjá ungir menn þar kannski ekki lengur glæsta mögu- leika. Jón Ormur hefur því sótt um hjá Evrópuráðinu er Þórur hjá OECD. Jón Ormur Þórður 8

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.