Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 24
20 mánuðum síðar var staónum
svo breytt og nefnist nú Potturinn
og Pannan, án vínveitingaleyfis,
en stílar að öðru leyti á milliflokk-
inn. Ólafur Eysteinsson, Sigurður
Sumarliðason og Tómas A. Tóm-
asson, eiga staðinn nú.
Örn Baldursson og Kolbrún
Jóhannesdóttir opnuðu Torfuna í
Lækjargötu í júní 1980, millistað
með vínveitingum og góðri þjón-
ustu. Kolbrún seldi svo Erni sinn
hlut og opnaði Lækjarbrekku við
Lækjargötu síðla árs ’81, í mjög
svipuðum stíl og Torfan er.
Anton Viggósson opnaði Vest-
urslóð að Hagamel í október '80
og sérhæfði staðinn í western stíl
og nautakjötsréttum. Þar voru vín-
veitingar. Síðan keypti Birgir V.
Halldórsson staðinn og breytti
honum í Grillstað, sem heitir Góð-
borgarinn.
Um áramótin '80 og '81, keypti
Bragi Guðmundsson Kirnuna við
Laugaveg af bróður sínum og fór
brátt að fikra sig áfram með kín-
verska matargerð og er staðurinn
nú orðinn kínverskur matstaður.
Nýverið skýrði Bragi staðinn upp
og nefnir hann nú Drekann.
Um sömu áramót keypti Ómar
Hallson Skrínuna við Skólavörðu-
stíg af bróður Braga, hressti upp á
staðinn og breytti nafninu í Rán.
Ómar fékk síðar vínveitingaleyfi
þar, og hefur lagt talsverða
áherslu á franska matargerðarlist.
Rán er millistaður með góða þjón-
ustu.
Hinn dæmigerði skyndlbiti — kjúkl-
ingur íkörfu.
Matsölustaðir verða
musteri
Vorið '81 opnuðu svo Skúli
Hansen og Guðbjörn Ólafsson
Arnarhól við Ingólfsstræti. Þeir
skipuðu staðnum sjálfir íflokk með
auglýsingu sinni: „Musteri ís-
lenskrar matargerðarlistar." Þeir
hafa bryddað upp á ýmsum nýj-
ungum, sem sumar hverjar hafa
náð vinsældum. Þar er mjög fjöl-
breyttur matseðill, vínveitingar og
góð þjónusta. Þessi auglýsing
var tímans tákn því annar hver ís-
lendingur gerðist nú sælkeri og
fólk fór að þora að tala um góðan
mat án þess að það flokkaðist
undir græðgi eða gleyþigang.
Stóraukin fjölbreytni með til-
komu þessara staða, og jafnframt
alúðlegri og betri matreiðsla,
höfðu jákvæð áhrif á gömlu virðu-
legu staðina, sem hér framar eru
nefndir fínustu staðirnir. Þeir hafa
marg gott lært af „millistöðunum."
Skyndibitastaðirnir
vinna á og sjoppurnar
blandast í leikinn
En samhliða þessari glæsilegu
uppbyggingu og síðar, þegar
mönnum sýnist að millimarkaóur-
inn sé mettaður, taka skyndibita-
staðirnir að skjóta upp kollinum.
Fyrstan þeirra má líklegsa telja
Nesti við Háaleitisbraut í eigu
Sonju Helgason. Sá staðuropnaði
um mitt árið 1978. Hamborgara-
staðurinn Borgarinn opnar á
Lækjartorgi, sem skyndibitastað-
ur. Hluti af Matstofu Austurbæjar
er innréttaður sem skyndiham-
Þrátt fyrir mikla
fjölgun veitingastaða
að undanförnu hafa
tiltöiulega fáir nýir
veitingamenn bæst í
slaginn. Miðað við
umfang þessa rekst-
urs nú og fyrir þrem
árum, er greinileg sú
þróun að veitinga-
reksturinn er heldur
að færast á færri
hendur en hitt. Það
vekur ennfremur at-
hygli að þrír af sex
risunum, ef svo mætti
að orði komast, eru
tiltölulega ný nöfn á
þessum vettvangi.
Pétur Sveinbjarnarson
rekur fimm veitingastaði,
Ask að Suðurlandsbraut,
ASK við Laugaveg, Ask-
borgarann i Breiðholti, Ask
— pizzu við Hjarðarhaga og
Höfðakaffi við Vagnhöfða.
Auk þess rekur hann tvo
veitingabíla og dótturfyrir-
tæki Asks, Veitingamannin.
Það er matvælaframleiöslu-
fyrirtæki, kjötiðnaðarstöð,
framleiðslueldhús fyrir
mötuneyti og framleiðir
einnig Júmbó samlokur og
pizzurfyrir verslanir.
Tómar A. Tómasson rekur
Tommahamborgara að
Grensásvegi, Laugavegi
og á Lækjartorgi. Tómas á
þriðjung í Pottinum og
Pönnunni og veitinga- og
skemmtistaðinn Villta tryllta
Villa. Utan Reykjavíkur rekur
hann Tomma I Hafnarfirði
og í Keflavík og á aðild að
Tomma á Akureyri. Auk
þessa rekur hann eigin kjöt-
vinnslu fyrir alla Tomma-
staðlna.
Reykjavíkurborg rekur
fjögur mötuneyti fyrir starfs-
fólk. I Hafnarhúsinu borða
að jafnaði 150 manns há-
degismat, 70 til 80 í mötu-
neytinu við Austurstræti,
120 til 140 í mötuneytinu I
Skúlatúni og nokkur hundr-'
uð í Borgarspítalanum, auk
sjúklinganna. Þá eru rekin
mötuneyti í heimilum fyrir
aldraða við Dalbraut, að
Droplaugarstöðum og við'
Lönguhlíð. Borgin kaupir
elnnig mlkið af mat á al-
mennum markaði.
24