Frjáls verslun - 01.03.1985, Síða 6
Góð frétt fyrír
eigendur
nýrra og gamalla húsa
Thoro-efni í stað hefðbundins múrverks og málningar - úti og inni.
VERKIN TALA
Steinprýði hf. hefur í meira en áratug séð
íslenskum húseigendum fyrir THORO-efn-
unum, sem reynst hafa einkar vel
hérlendis.
THORO-efni hafa verið notuð á mörg glæsi-
leg einbýlishús og einnig ýmsar opinberar
byggingar, svo sem Hugvísindahús Háskól-
ans og hvolfþak Laugardalshallarinnar.
STYRKUR THORO-EFNANNA
THORO-efnin eru úr fínmöluðum kvarts-
steinum, sementi og akrýlefnum, sem fylla
í holur og sprungur, þekja mannvirkin og
verja gegn veðrun, án þess að hindra
nauðsynlega útöndun flatarins, en mynda
þunna, sterka steinhúð utan á mannvirkið.
Að baki THORO-efnanna liggur meira en 70
ára löng saga umfangsmikilla tilrauna og
rannsókna.
MISMUNANDI ÁFERÐ
Hægt er að velja mismun-
andi áferð flatarins, t.d.
sviþaða áferð og poka-
pússning gefur, þar sem
borðaför koma í Ijós, slétta áferð, samsvar-
andi sléttri múrhúðun, eða hraunáferð,
eins og með hefðbundinni hraunhúðun.
8 LITIR FÁANLECIR
THORO-efnin fást í átta mismunandi litum
og grófleika, allt eftir þörfum og smekk
hvers og eins.
EINNIC Á ELDRI HÚS
THORO-efnin eru sérlega hentug
við endurnýjun eldri steinhúsa;
Cömul hús sem hlotið
hafa THORO-meðhöndlun,
bera því glæsilegt vitni.
NOKKRIR KOSTIR THORO-EFNANNA
THORO-efni hafa þá kosti við
yfirborðsmeðhöndlun húsa,
að viðloðun þeirra er góð,
raki á greiða leið út úr
veggnum, en efnin verja hann gegn utan-
aðkomandi vatni og raka. - Veggurinn
andar. Ending er því mun meiri en þegar
um hefðbundinn frágang er að ræða.
THORO-efnin vatnsþétta alla steinsteyþu,
nýja og gamla, hleðslustein, strengjast-
eypu, múrstein og hleðslugrjót. Þau þétta
hvers konar steypugalla og skemmdir frá-
bærlega vel, útiloka vatn og raka úr kjöllur-
um og öllum steyptum flötum og veita
örugga vörn gegn frostskemmdum, moln-
un og veðrun.
THORO-efnin bæta útlit mannvirkja.
ÞEGAR PENINCAR ERU AF
SKORNUM SKAMMTI
Húsbyggjendur þekkja
nauðsyn þess að gæta
pyngjunnar vel. Steinprýði
hf. fól Hagvangi hf. að gera
samanburð á hagkvæmni notkunar
THORO-efna og hefðbundinni notkun múr-
húðunar og málningar. Niðurstöður eru
þær, að unnt er að spara allt að 40% í
beinhörðum peningum meðTHORO-efnum
- og við ábyrgjumst gæðin.
ÞEKKING OC ÞJÓNUSTA
THORO-efnin eru mjög einföld í notkun.
Hjá Steinprýði hf„ Stórhöfða 16, Reykjavík,
eru fyrirliggjandi ítarlegar upplýsingar um
notkun þeirra. Sérþjálfaðir fagmenn eru
Jíka tiltækir til að leiðbeina húseigendum.
lúii
steinprýði hf.
Stórhöfða 16,110 Reykjavík.
Sími 83340 og 84780.