Frjáls verslun - 01.03.1985, Page 27
TÓBAK
Liðlega 2,2% aukning
á tóbakssölu 1984
ANDVIRÐI heildarsölu Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins á tóbaki á síöasta ári nam
1.187.280.762 krónum sem þýöir einn milljarður
eitthundraö áttatíu og sjö milljónir tvöhundruö og
áttatíu þúsund sjöhundruö sextíu og tvær krónur,
ef tala þessi er sögö á mæltu máli. Áriö áður var
salan 777.158.686 krónur. Þessar upplýsingar
fékk Frjáls verslun hjá Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins.
Ef borin er saman salan á þessum varningi á
miili áranna 1983 og 1984 kemur í Ijós að áriö
1983 seldust 437.643 mille af vindlingum á móti
447.210 mille í fyrra og nemur aukningin á milli
áranna um 2,2%, en var um 5% á milli áranna
1982 og 1983. Þess ber aö geta aö í einu mille er
1000 stykki. Ef litiö er til sölunnar á vindlum sést
að af þeim seldust á síðasta ári 15.170 mille á
móti 14.365 mille áriö áöur og er þar um aukn-
ingu aö ræða og nemur aukningin á milli ár-
anna um 5,6%, en aukning varö einnig á milli
áranna 1982 og 1983, en þá var hún 2,8%. Hvaö
reyktóbak áhrærir, þá minnkaöi enn sala á því á
milli áranna 1983 og 1984 og er þaö áframhald
þróunar ársins áður. í fyrra seldust 35.993 kíló af
reyktóbaki á móti 36.772 kílóum áriö áður og er
þaö samdráttur upp á 2,1%. Nefna má aö frá
árinu 1982 hefursamdrátturinn oröið um 7,6%.
Loks má geta um sölu neftóbaks, en hún var á
síöasta ári 15.092 kíló á móti 14.592 kilóum árið
áöur er þar um aukningu aö ræða. Einnig var
aukning á þessu sviöi á milli áranna 1982 og 1983
sem nam um 1%, en aukningin á milli 1983 og
1984 var um 3,4%
Ef litið er til einstakra tegunda tóbaks og sölu
þeirra og fyrst er skoöuö sala reyktóbaks, sést aö
í fyrsta sæti er Half and Half, en af því seldust
18.388 dúsín, en i ööru sæti er Prince Albert, en
af því reyktóbaki seldust 18.217,9 dúsín.
Hvað varðar sölu á vindlingum, þá eru vindling-
ar af tegundinni Winston lang söluhæstir, eöa
sem nemur 128.747,6 mille og i ööru sæti er
Winston Lights með 52.092,3 mille. í þriöja sæti
er síðan tegundin Camel meö 49.468,8 mille.
Hvaö vindlana áhrærir, þá eru vindlar af teg-
undinni London Docks söluhæstir meö 402.238
pakka, Fauna vindlar eru í ööru sæti með
317.056 pakka, en í þriöja sæti er tegundin Baga-
tello, meö 125.736 pakkar.
Winston var langsöluhæsta vindlingategundin 1984.
Hins vegar fylgir listinn sjálfur hér á eftir. Þar
eru tegundir flokkaðar niöur og síöan eru tveir
dálkar birtir, annar sýnir söluna áriö 1983 og hinn
árið 1984 og af því geta menn séð breytingar á
sölu einstakra tegunda á milli ára.
27