Frjáls verslun - 01.03.1985, Síða 43
ATVINNULÍF
Stækkun rekstrareikninga
væri víða til bóta
Texti: Magnús Hreggviösson.
Enn á ný er talaö um að sam-
eina banka á íslandi. Á vegum
ríkisstjórnarinnar hefur veriö
skoöaö „af fullri alvöru“ aö
fækka ríkisbönkunum um a.m.k.
einn.
Hér er á ferö gömul og góö
hugmynd, sem flestar ríkis-
stjórnir á síðustu 15 árum hafa
ætlaö að hrinda í framkvæmd —
en ekki tekist. Góöur ásetningur
og vilji stjórnvalda á hverjum
tíma hefur ekki dugað til aö
sameina bankana. Ýmis ímynd-
uð hagsmunavarzla og landlægt
atvinnugreinapot hafa hindraö
það. Á sama tíma þenst banka-
kerfiö út í öfugu hlutfalli við getu
sína til aö sinna lánsfjárþörf
fólks og fyrirtækja.
Þessi umræöa vekur til um-
hugsunar um þaö, hversu víöa í
islenzku atvinnulifi væri timabært
aö taka til hendi viö sameiningu
fyrirtækja og stækkun rekstrar-
eininga. Eitt af þvi sem hamlar
gegn árangri i viðskiptalifi okkar
er smæö markaðarins og þaö,
hversu mjög vantar á aö viö
getum nýtt okkur hagkvæmni
stórrekstrar.
Viöa i islenzku atvinnulifi gæti
stækkun rekstrareininga með
samruna eöa samstarfi oröiö til
mikilla bóta — bæöi fyrir viökom-
andi fyrirtæki og þjóöarheildina.
En þaö skal hér skýrt fram tekið,
aö sameiningarstefna má undir
engum kringumstæðum bitna á
frjálsri samkeppni. Dreifing kraft-
anna er til vandræða, en einokun
er böl. Fara þarf leiðina þar á milli.
Beita þarf skynsemisstefnu.
Hér á eftir eru nefnd dæmi um
atvinnugreinar, sem taka þarf
þessumtökum:
Bankastofnanir
Bankastofnanir eru efstar á
blaði. Fjöldi banka og sparisjóða
miöaö viö íbúafjölda Islendinga er
allt of mikill. Einingarnar eru
smáar og vanmátta. Sumir spari-
sjóöir eru t.d. svo litlir aö starfs-
mannafjöldinn fer niður i 2 til 5 og
umsvifin eru eftir þvi. Fjölgun
bankaútibúa á Islandi, meö til-
heyrandi fjárfestingum, er eitt af
stóru fjárfestingarslysunum hin
siöari ár. Erfitt er aö mótmæla þvi
aö sú útþensla er komin á villi-
götur og getur fráleitt veriö arö-
söm — hvorki fyrir bankana né
þjóöarheildina. Meö sameiningu
bankastofnana mætti t.d. auö-
veldlega fækka útibúum án þess
þaö bitnaði á þjónustu viö viö-
skiptavini bankanna. Sameining
banka og sparisjóða ætti aö
spara verulega kostnaö, auk
arösemi og styrkja stækkaðar
einingar til öflugra starfs. Meö þvi
móti verður þörfum viðskiptavina-
nna betur sinnt en nú er.
Olíufélög
Oliufélögin eru annað dæmi,
sem oft hefur veriö rætt um í
þessu tilliti. Gallinn er bara sá aö
sú umræöa hefur oft sprottiö upp
i pólitisku offorsi þar sem
sleggjudómar og illgirni hafa ráö-
iö ferðinni. Hér er hins vegar
aðeins hvatt til aö málin séu vegin
41