Frjáls verslun - 01.03.1985, Síða 57
verslanir, vefnaðarvöruverslun,
gjafavöruverslun, barnafata-
verslun, tölvuverslun, Ijósmynda-
vöruverslun, bækur og ritföng,
gleraugnaverslun o.fl. Þá veröur
barna einnig til húsa veitinga-
staður undir merki McDonalds,
og i einu horninu verða nokkrar
minni búðir, aðallega skartgripa-
verslanir.
Framkvæmdastjóri byggingar-
innar fyrir hönd Hagkaups er
Ragnar Atli Guðmundsson og var
hann beðinn að lýsa nánar
hvernig rekstrar fyrirkomulag
hússins verður:
— Hagkaup hefur alla for-
göngu um verkið, en hins vegar
er það alls ekki ætlunin að fyrir-
tækið eigi allt húsið. Við ráðger-
um aö selja þeim 75 aðilum, sem
mögulegt er að taka inn i húsiö,
rými undir verslanir sinar og er
þar um að ræða allt frá 50 og upp
i um 500 fermetra fyrir hverja
verslun.
þegar bygginga framkvæmd-
um lýkur munum við afhenda eig-
endum lykla sína og uþp frá þvi
tekur Félag húseigenda við hin-
um sameiginlega rekstri hússins.
Stjórn þess mun síðan ákveða
hverjir verða teknir inn siðar ef
menn vilja selja rými sitt eða
verslanir hætta af öðrum orsök-
um.
Gamall draumur
Er það ekki mikil bjartsýni aö
ráðast i svona verk á erfiðum tim-
um?
— Það er kannski einhver
bjartsýni rikjandi hér og vonandi,
en hér er eiginlega veriö að
hrinda í framkvæmd gömlum
draumi. Pálmi Jónsson eigandi
Hagkaups ákvaö það árið 1970
að stefna að byggingu verslunar-
miðstöðvar sem þessarar og
þetta hefur því verið lengi i undir-
búningi. Við höfum til dæmis hug-
að mjög vandlega að allri fjár-
mögnun.
Hversu mikil veröur aukningin
á húsnæði fyrirtækisins?
— Aukningin verður i raun
ekki eins mikil og ætla má. Versl-
unarrýmið fyrir Hagkaup verður
um 30% stærra en það er nú, en
þarna sameinum við stóran hluta
Hvað vissi
Kári Sölmundarson
um brunavamir,
sem
Skarphéðinn Njálsson
vissi ékki?
Brunamálastofnun ríkisins
auglýsir eftir upptysingum
um allskonar búnað til brunavarna.
Kári slapp úr Njálsbrennu en Skarphéðlnn brann inni
ásamt flestum frændum sínum. Það er alls óvíst
hvort vitneskja um brunavamir
nútímans hefði komið þelm á Bergþórshvoli að
nokkmm notum á söguöld. Hins vegar er fullvíst
að á 20. öldtnnl er nauösynlegt að
allir eigl grelðan aðgang að slíkum upplýsingum.
Brunamálastofnun rikislns þarf
á degi hverjum að svara fyrirspumum þess efnls, hvar
unnt sé að fá ýmsan búnað, tæki og vömr til
brunavama. Stofnunln vlll gjaman
geta gefið hlutlægar upplýsingar nverju sinnl.
Þess vegna biðjum vlö úúenaka framleiSendnr °g
nmboAsmenn erlendra aðiU
að senda bmnamálastofnuninni sem allra fýrst
greinagóðar upplýslngar um hvað þeir kunna
að hafa á boðstólum.
Eftirtalin atriði eru einkum áhn|arer(l:
— Sjálfvírk viðvömnarkerfi.
— Sjálfvlrk slökkvitækl.
- Heimilisreykskynjarar og eldvamar-
teppi.
- Handslökkvltækt.
— Bmnaslöngur á keflum.
— Eldvamarhurðir.
- Neyðarlýsingarkerfi.
— Útgönguljósogeldvamarmerkingar.
- Eldþolin byggingarefni og
klæðningar.
- Eldþolin húsgögn, gluggatjöld og
gólfteppi.
- Eldþolnar málningar og lökk.
— Bmnalokur í loftræstikerfi.
— Bmnaþéttingar fýrir rafkapla og
pípur.
— Björgunarbúnaður fýrir efri hæðlr
húsa.
— Hurðarbúnaöur fýrir dyr í rýmingar-
lelðum húsa.
— Bmnahanar fyrir vatnsveitur bæjar-
félaga.
— Slökkvibílar, slökkvldælur, slöngur
og tinnar búnaður fýrir slökkvilið.
— Hlífðarfatnaður fýrir slökkviliðs-
menn.
— Reykköfunartækl og tllheyrandi
búnaður fýrlr slökkvliðsmenn.
- Talstöðvar og ýmiss annar sérbún-
aður og tæki fýrlr slökkvilið.
BRUNAMÁLASTOFNUN
RÍKISINS
LAUGAVEGI 120 - 105 REYKJAVÍK - SlMI 25350