Frjáls verslun - 01.03.1985, Side 63
i haröri samkeppni hvilir á þeim
mikill skuldabaggi vegna fjárfest-
ingarinnar. Víöir hefur mætt
þessu m.a. meö þvi aö leggja sér-
staka rækt viö þjónustu viö viö-
skiptavinina. Þannig eru t.d.
matreiöslumenn og kjötiönaöar-
menn viö afgreiðslu kjötsins, og
ávextir og brauð er einnig afgreitt
yfir borö. Viöir rekur einnig heim-
sendingarþjónustu sem aörir
stórmarkaöir hafa ekki gert. Meö
þvi er e.t.v. mögulegt aö ná fleiri
viðskiptavinum hvort sem þaö
dugar til langframa eöa ekki.
En hvernig hefur t.d. verslunum
i Breiöholtshverfunum vegnaö
meö tilkomu verslunar Viöis?
Talsmenn þeirra telja sig ekki
hafa misst viðskiptavini svo
merkjanlegt sé. Benda þeir á aö
ætið hafi Breiðholtsbúar sótt
nauðsynjavörur sinar i aörar
verslanir, t.d. í nánd viö vinnustaði
sína eöa stórmarkaöi bæjarins.
Hjá þeim sé frekar um venjulega
hverfavérslun aö ræöa, sem hafi
ekki verið mjög stór i sniöum.
Þess vegna eigi þeir auövelt meö
aö halda hlut sinum og telja sig
ekki þurfa að óttast svo mjög aö
ný stórvðrslun taki frá þeim, hún
muni fremur standa í samkeppni
viö hliöstæöa stórmarkaði annars
staöari bænum.
Nýirsiðir
Þaö sem kann að styrkja stööu
stórmarkaðanna enn frekar á
næstu árum er sú breyting sem
hefur oröiö á verslunarháttum
manna á höfuðborgarsvæðinu.
Áöur fyrr skutust menn út i næstu
búö eftir nauðsynjavörum einu
sinni á dag, en nú er þetta oröinn
meiri háttar viðburður hjá fjöl-
skyldunum. Föstudagseftir-
miödagur er tekinn í verslunar-
leiöangur eöa lauardagmorgunn
og dvaliö drjúga stund viö inn-
kaup og kannski einhverja upp-
ákomu i versluninni i leiðinni.
Gjarnan er þá haldið þangaö sem
slik uppákoma hefur veriö aug-
lýst og ekki spillir fyrir ef hægt er
aö lokum að setjast niður á
veitingahús svæöisins og nærast
svolitið. Þannig er þetta orðin
miklu meiri viöhöfn en var og eins
og áöur segir ef stórmarkaöirnir
standast verösamanburö og geta
gætt þess aö laða til sín fólk meö
þjónustulipurö og ööru aðdráttar-
afli þá sé ekki svo vist aö nokkur
þeirra þurfi aö liða, fremur muni
hinar minni búöir illt þola vegna
hinna stóru.
TÖLVUSTYRÐ AUGLYSINGASKILTI
Meö BIGI Auglýsingaskilti kemuröu skila-
boöum á framfæri - innan húss og utan.
BIGI fer aldrei fram á kauphækkun, aldrei
í verkfall og vinnur allan sólarhringinn, svo
framarlega sem rafmagn er fyrir hendi.
BIGI Skiltin eru aö sjálfsögöu meö íslensku
letri og þau eru fáanleg í mörgum stæröum
(frá 0,76 - 11,6 m á lengd).
Síðumúla 4, s. 91-687870
61