Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1986, Qupperneq 7

Frjáls verslun - 01.10.1986, Qupperneq 7
itstjórnargrein Frjáls verslun Stofnað 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál Endurbættur listi RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARMAÐUR: Kjartan Stefánsson LJÓSMYNDIR: Loftur Ásgeirsson Grímur Bjarnason AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300 Auglýsingasími 31661 RITSTJÓRN: Ármúli 38, sími 685380 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson SKRIFSTOFUSTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: 995 kr. júlí—des. (eintak í áskrift 199 kr.) LAUSASÖLUVERÐ: 239 kr. SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Frjáls verslun birtir að þessu sinni listann yfir 100 stærstu fyr- irtækin á íslandi 1985. Er það orðinn árlegur viðburður að birta þennan lista en hann hefur breyst mikið að uppbyggingu í tímans rás. Fyrst þegar listinn birtist náði hann yfir 3 blaðsíður og aðeins voru birtar upplýsingar í tveim dálkum. Nú fyllir listinn allt blaðið og upplýsingar um stærstu fyrirtækin eru í 22 dálkum og fjöldi sérlista er birtur að auki. Allt í allt eru gefnar upplýsingar um hvorki fleiri né færri en 1000 íslensk fyrirtæki og stofnanir en fjöldi þeirra var rúmlega 400 á síðasta lista. Mikil vinna hefur verið lögð í að safna þessum upplýsingum saman og vinna úr þeim. Æ meira hefur verið leitað til fyrirtækj- anna sjálfra umfram þá vitneskju sem lesa má úr opinberum gögnum. Ánægjulegt er hve viðbrögð fyrirtækjanna hafa verið jákvæð og hve mikinn áhuga þau sýna á að vera með á fyrirtækja- lista Frjálsrar verslunar. Greinilegt er að þessi listi hefur hlotið almenna viðurkenningu innan atvinnulífsins sem mikilvæg heim- ild um stærð, rekstur og fjárhagslega stöðu íslenskra fyrirtækja. Forráðamenn fyrirtækja sækja gjarnan í þennan lista til að fá einhverja viðmiðun til að sjá hvar þeir sjálfir eru á vegi staddir. Óhætt er að fullyrða að gildi Iistans með þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar hefur aldrei verið meira. Margar mikilvægar breytingar hafa verið gerðar á listanum að þessu sinni. Æ fleiri fyrirtæki eru fús að gefa upplýsingar um rekstur og efnahag sem til skamms tíma lágu ekki á lausu svo sem um hagnað, eigið fé, heildareignir og heildarskuldir. Er það tím- anna tákn að aðgangur að upplýsingum er miklu auðveldari en áður. Forsvarsmenn fyrirtækja er miklu opnari gagnvart upplýs- ingamiðlun enda er umræða um viðskiptalífið á margan hátt miklu jákvæðari og málefnalegri en áður var. Til dæmis má nefna að skilningur fólks á nauðsyn hagnaðar er greinilega vaxandi. Þá hefur breytt starfsumhverfi, meira frjálsræði og aukin samkeppni gert það að verkum að hagur fyrirtækja byggist meira á góðri stjórnun og fjárhagslegri uppbyggingu en tengsl inn í stjórnkerf- ið beint eða óbeint hafa miklu minna að segja en áður. Auk aðallistans þar sem stærstu fyrirtækjum landsins er raðað eftir veltu hefur Frjáls verslun birt sérlista þar sem fyrirtækjum í ákveðnum atvinnugreinum er raðað eftir stærð. Þessir listar eru miklu fullkomnari nú auk þess sem tvær tegundir sérlista hafa bæst í hópinn. í fyrsta lagi eru listar þar sem fyrirtækjum er raðað eftir ýmsum rekstrarþáttum og í öðru lagi eru listar þar sem stærstu fyrirtækin í hverju kjördæmi koma fram. Þótt gildi fyrirtækjalista Frjálsrar verslunar hafi aldrei verið meira en nú má að sjálfsögðu alltaf gera betur. Nú þegar er í gangi umræða um hvernig bæta megi listann á næsta ári. Ýmsar hug- myndir hafa komið fram og eru allar ábendingar frá lesendum Frjálsrar verslunar vel þegnar. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.