Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1986, Qupperneq 116

Frjáls verslun - 01.10.1986, Qupperneq 116
Bréf frá útaefanda Ekki má mikið út af bera Um áramót gera menn gjarnan tvennt í senn: Líta yfir farinn veg og reyna aö ráða í það sem framtíðin ber í skauti sér. Árið sem nú er að kveðja reyndist íslenskum þjóðarbúskap afar hagstætt. Aflabrögð sem megin hluti útflutningstekna okkar byggist á voru góð og markaðsverð á flestum þeim vörutegundum sem Islendingar selja úr landi með allra hæsta móti. Ytri skilyrði voru því hagstæð. Slíkt hefur oftsinnis ekki nægt til þar sem verðþróun innanlands og átök um skiptingu þjóðarkök- unnar haf a verið á þann veg að allt sem áunnist hefur hið ytra hefur verið upp étið hið innra. Sem betur fer ríkti nokkuð góður stöðugleiki innan- lands á síðasta ári og það sem er þó mest um vert að fullur vilji og skiln- ingur kom fram á nauðsyn þess að sporna alvarlega við fótum og freista þess að fylgja eftir þeim árangri sem náðst hafði í baráttunni við verð- bólguna. Þau markmið sem sett voru náðust að vísu ekki alveg en því má ekki gleyma að það eru ekki nema tæp fjögur ár síðan slík óðaverðbólga var hérlendis að í hreint óefni var komið. Þar stefndi sannarlega beint fram af hengifluginu og hefði ekki verið tekið jafn myndarlega í tauma og gert var er mjög líklegt að atvinnulífið hefði almennt komist í þrot fyrr en varði. Vissulega varð allur almenningur að færa verulegar fómir í upphafi en reynslan hefur sýnt að þær voru þess virði. Kjarasamningarnir nú í árslok staðfesta þann vilja sem fyrir hendi er að halda áfram á sömu braut. Náist þau markmið sem sett voru með þeim má ætla að sæmilegur stöðugleiki geti ríkt í íslensku efnahagslífi á næstu árum og að kaupmáttur launa fari vaxandi. En það er líka fullljóst að mjög lítið þarf til að út af beri. Efnahagskerfið er í raun mjög við- kvæmt. Nú eru Alþingiskosningar framundan og reynslan hefur sýnt að slíkum viðburði og stjómarmyndun í kjölfarið fylgir alltaf mikill póli- tískur órói og mjög oft efnahagsleg þensla. Það þarf ekki mikinn slaka að gefa til þess að allt fari úr böndunum að nýju og sæki í gamla óheillafar- ið. Það bíður því erfitt hlutverk þeirrar ríkisstjómar sem tekur við eftir kosningar — það að gefa ekki eftir í baráttunni og stefna áfram að því marki að efnahagslíf íslendinga geti verið á sömu nótum a.m.k og í helstu viðskiptalöndum okkar. Þegar fjallað er um það sem áunnist hefur og markverðum árangri í verðbólgubaráttunni fagnað má þó ekki gleyma að því miður stöndum við veikum fótum að einu leyti. Fjárlög em nú afgreidd með verulegum halla og þar með tekinn víxill sem greiða þarf í framtíðinni. Fjárlagahalli getur vissulega verið réttlætanlegur í ákveðinn tíma en jöfnuður verður þó að komast á í rekstri ríkissjóðs eins og í öllum öðrum rekstri. Mikill fjárlagahalli er í raun ekkert annað en frestun vanda og verðbólgu. Því miður virðist lítill eða enginn pólitískur vilji og kannski síst nú á kosn- ingaári til þess að taka umsvif og útgjöld ríkissjóðs til gagngerar endur- skoðunar eða uppstokkunar. Opinber umsvif halda áfram að aukast og ríkissjóður getur ekki mætt slíku með öðru móti en því að draga stöðugt til sín meira fjármagn. Það er eðli velferðarþjóðfélaga að verja miklu fjár- magni til hverskyns opinberra þarfa. Á slíku hljóta þó að vera takmörk og íslendingar hljóta að fara að athuga sinn gang og kanna hvort þeir eru ekki komnir að þeim takmörkum eða jafnvel yfir þau. 116 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.