Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 15

Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 15
Unnt er að efna til sameiningar tveggja aðila sem báðir standa vel að vígi þar sem góð rök eru fyrir því að aukin hagkvæmni stærri rekstrarein- inga skili betri afkomu og sterkara fyrirtæki. Oft nægir að annar aðilinn standi vel að vígi. Hagkvæmni getur engu að síður aukist svo mikið að fyrirtæki sem stendur höllum fæti standi ekki í vegi fyrir því að árangur náist af sameiningunni. Tvö fyrirtæki sem mætt hafa andstreymi og ákveða að sameina krafta sína geta náð ár- angri svo fremi að nógu snemma sé gripið til aðgerða. HALTUR LEIÐIR BLINDAN En það er útbreiddur misskilningur að sameining vonlausra fyrirtækja sé einhver lausn. Hér skiptir tímasetn- ing mjög miklu máli, þ.e. að gripið sé í taumana áður en allt er komið í kalda kol. Það sannast í þessu eins og mörgu öðru að lítt stoðar að haltur leiði blindan. Hér skal þó áréttað að í langflestum tilvikum eru sameiningar fyrirtækja 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.