Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 16
FORSÍÐUGREIN
til bóta ef vel er að verki staðið. Þess
þarf þó ávallt að gæta að þau fyrirtæki
sem ganga til sameiningar séu ekki of
djúpt sokkin í rekstrarvanda.
Grundvallarkostir sameiningar
fyrirtækja í stærri rekstrareiningar
felast einkum í hagræðingu, bættri
nýtingu framleiðsluþátta og auknum
umsvifum án þess að fastur kostnað-
ur aukist hlutfallslega í samræmi við
aukin umsvif. Að öllu jöfnu leiðir þetta
til bættrar afkomu og öflugri rekstr-
ar. Með því ætti hið sameinaða fyrir-
tæki að verða betur sett, sterkara og
líklegra til afreka en ella væri.
Óhætt er að fullyrða að sameining
fyrirtækja í stærri rekstrareiningar
eigi oft vel við og sé af hinu góða á svo
smáum markaði sem hinum íslenska.
Það er útbreidd skoðun að stækkun
og efling fyrirtækja verði sífellt nauð-
synlegri eftir því sem frjálsræði eykst
í viðskiptum þjóða í milli. Þetta á ekki
síst við hjá k'tilli þjóð eins og okkar.
EFLINGAR ÞÖRF FYRIR1992
Um þessar mundir fer fram mikil
umræða í viðskiptalífinu hér á landi
um þær breytingar sem eru að verða í
Evrópulöndunum í kringum okkur.
Sameiginlegur markaður Evrópu og
aukið frjálsræði í viðskiptum þjóða á
milli, sem mun enn stóraukast árið
1992, vekur menn til umhugsunar um
framtíð smáatvinnurekstrarins á ís-
landi. Menn eru smám saman að
vakna til vitundar um það að hér á
landi þarf atvinnureksturinn að búast
bæði til vamar og sóknar ef hann á að
standast vaxandi samkeppni í fram-
tíðinni.
Sameining fyrirtækja í öflugri og
arðsamari fyrirtæki er eitt af svörun-
um. Menn eru að gera sér ljóst að
fyrirtæki á íslandi eru allt of mörg og
allt of smá til að geta staðist harða
samkeppni framtíðarinnar. Fastur
kostnaður er of mikill og gjaman er
< ! i Veist þú hvað Viðskiptaþjónustan ÍIS getur gert fyrir þig og fyrirtæki þitt?
KAUP OG SALA FYRIRTÆKJA Á árinu 1988 höfðum við milligöngu um sölu á 37 fyrirtækjum á Reykjavíkur- svæðinu. Um er að ræða bæði stór og smá fyrirtæki. BÓKHALDS- OG SKATTAÞJÓNUSTA Veitum mjög víðtæka aðstoð við bók- halds- og skattaþjónustu, aðstoðum einstaklinga og smærri fyrirtæki við framtöl og uppgjör, ráðgjöf vegna stað- greiðslu og fleira.
FJÁRFESTINGA- OG RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA Fjárfestinga- og ráðgjafaþjónustan veitir aðstoð og upplýsingar um arðsemi og hagkvæmni fyrir- hugaðra fjárfestinga, er varðar t.d. véla- og tækjakaup, byggingu eða 4 1 kaup á iðnaðarhúsnæði. ^ STOFNUN NÝRRA FYRIRT/EKJA Sérhæfum okkur í stofnun s, fyrirtækja meö tillit til fj mismunandi félagsforms.
VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN § Ráógjöf • Bókhald • Skattaadstoö • Kaup og salafyrirtœkja ~
Skeifan 17,108 Reykjuvík, sími 68 92 99, ■§
Öll vinna hjá okkur er unnin af sérhæfðu fblki.