Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 17
yfirbygging fyrirtækjanna allt of ris-
mikil samanborið við framleiðslu og
verðmætasköpun. Oft reynist unnt
að auka umsvif fyrirtækja án þess að
bæta miklu við yfirstjórn og fjárfest-
ingu. Þá sannast gjarnan formúlan
sem rekstrarhagfræðin hefur sett
fram í gamni og alvöru um sameiningu
fyrirtækja: 2 + 2 = 5.
ALÞJÓÐLEG ÞRÓUN
Þegar skriður gæti verið að kom-
ast á fyrirtækjasamruna hér á landi er
vert að hafa í huga að samruni fyrir-
tækja færist nú í vöxt um allan heim.
Þessi lausn virðist ekki eingöngu eiga
við á hinum smáa íslandsmarkaði. Al-
þjóðleg bylgja er á ferðinni.
í þeirri upptalningu á dæmum sem
birt er hér í blaðinu um þau fyrirtæki
sem hafa sameinast á íslandi kemur
fram að samrunar verða í flestum at-
vinnugreinum. Þó er ljóst að verslun-
ar- og þjónustufyrirtæki eru þar mest
áberandi.
í tímaritinu Vísbendingu frá 29. júní
1988 er fjallað um samruna fyrirtækja
á íslandi. Þar segir m.a.:
„Verslunar- og þjónustufyrirtækin
eiga það flest sammerkt að stjórnvöld
hafa ekki séð ástæðu til að styrkja þau
sérstaklega; hvorki í formi hagstæðra
lána eða beinna styrkja. Miklu fremur
hafa þau séð ástæðu til að íþyngja
þeim umfram aðrar atvinnugreinar;
t.d. í formi hærri skatta (launaskattur
og skattur á verslunar- og skrifstofu-
húsnæði). Þessi fyrirtæki eiga því
ekki um annað að velja en að reyna að
gæta ýtrustu hagkvæmni. Þau geta
aldrei reitt sig á að stjómvöld komi
þeim til hjálpar ef illa árar. Og greini-
legt er, að ein leið fyrir þau til að
bregðast við aukinni samkeppni er að
sameinast og stækka þar með rekstr-
areiningamar.
Það er varla tilviljun, að í þeim at-
vinnugreinum sem eru stjómvöldum
þóknanlegar, í þeim skilningi að þær
hafa notið ýmiss konar fyrirgreiðslu af
hálfu ríkisins, er afar lítið um eigenda-
skipti og samruni fyrirtækja er fátíð-
ur. Þegar þeim sem stunda búrekstur
eru tryggðar ákveðnar tekjur, er ekki
við því að búast að þeir reyni að fmna
hagkvæmustu leið í búvörufram-
leiðslu. Og þegar þeim sem stunda
frystihúsarekstur eru tryggðar
ákveðnar tekjur fyrir framleiðslu sína
í gegnum gengisskráningu og með
annarri fyrirgreiðslu, þá er ekki held-
ur við því að búast að þeir leiti hag-
kvæmustu leiða.“
I þeirri umræðu sem nú fer fram
um vanda sjávarútvegs á íslandi er æ
oftar á það minnst að sameining fisk-
vinnslufyrirtækja geti verið hluti
þeirrar uppstokkunar sem fram þarf
að fara. Hugsanlegt er að miðstýring-
arsjóðir núverandi ríkisstjórnar geti
haft áhrif á hvar til þess gæti komið og
með hvaða hætti.
Fróðlegt verður að fylgjast með
þeirri framvindu mála og þeim rök-
stuðningi sem færður verður fyrir
ákvörðunum hverju sinni. Víst er að í
mörgum tilvikum munu önnur lögmál
gilda en í hinu frjálsa viðskiptalífi þar
sem menn hafa jafnvel frelsi til að ná
árangri, frelsi til að leysa vandamál
sín, ef þeir geta, - t.d. með samein-
ingu fyrirtækja og frelsi til að fara á
hausinn.
FRJÁLS VERLSUN FYRIR 4 ÁRUM:
HVATT TIL SAMEININGAR
Fyrir um flórum árum ritaði Magnús
Hreggviðsson, stjómarformaður Frjáls
framtaks, stutta grein í Frjálsa verslun
um að stækkun rekstrareininga væri
víða til bóta í íslensku atvinnulífi. Hann
gerði bankana, olíufélögin, skipafélögin
og vátryggingafélög að sérstöku um-
ræðuefni.
Hann kvartaði undan því að samein-
ingu banka og hagræðingu í bankakerf-
inu væri ekki komið á þrátt fyrir margyf-
irlýstan vilja stjórnvalda. Síðan segir
Magnús:
„Á sama tíma þenst bankakerfið út í
öfugu hlutfalli við getu sína til að sinna
lánsfjárþörf fólks og fyrirtækja".
f greininni var fjallað um olíufélögin og
spurt hvers vegna Skeljungur og OLÍS
sameinist ekki í eitt nær tvöfalt stærra
og öflugra félag. Tvö olíufélög ættu að
nægja til að viðhalda þeirri samkeppni í
þjónustu sem nú er.
Þá var rætt um skipafélögin og bent á
að sennilega væri búið að ná eins langt í
lækkun þjónustuverðs með samkeppni
og hugsanlegt væri. Framboð væri orðið
of mikið og sennilega væri nýting kaup-
skipaflotans ekki nema um 60% að með-
altali yfir árið. Þá sagði: „Hin ónýtta um-
framgeta kostar þjóðina mikið...Með
einhvers konar samstarfi milli skipafé-
laganna verður að bæta þessa nýtingu“.
Um tryggingarfélögin sagði:
„Vátryggingastarfsemi á íslandi er
dæmigerð atvinnugrein þar sem kröft-
unum er allt of inikið dreift. Vegna
smæðar fyrirtækjanna verður að treysta
mun meira á erlendar endurtryggingar
en ella væri því félögin geta einungis
tekið áhættu í samræmi við fjárhagsleg-
an styrk sinn..... Smæðin hlýtur að
vera íslendingum nokkur fjötur um fót
að þessu leyti. Hagkvæmni stæm
rekstrareininga hlyti að skila sér þarna
að fullu".
Loks var látin í ljós sú skoðun að ein-
hver vátryggingafélaganna hljóti að sjá
sér hag í að ganga til myndarlegs sam-
starfs eða sameiningar til bættrar arð-
semi og aukins styrkleika.
Það er fróðlegt að rifja þessar hugleið-
ingar upp nú fjórum árum síðar og skoða
það sem gerst hefur í þeim fjórum þýð-
ingaiTniklu atvinnugreinum sem þama
var rætt um:
1. I sameiningu banka hefur ekkert
gerst. En núkið hefur verið talað og
menn eru enn að tala.
2. Þegar þetta er skrifað um rniðjan
febrúar hefur ekki enn dregið til tíðinda
varðandi fækkun og sameiningu olíufé-
laganna. En þrálátur orðrómur gengur
um þreifingar að tjaldabaki, einkum á
undanfömum vikum.
3. í kaupskipaútgerð hefur orðið gíf-
urleg uppstokkun þar sem viðskiptin
hafa færst á færri hendur eins og kunn-
ugt er, þó ekki hafi það gerst með sam-
einingu fyrirtækja.
4. Og í vátryggingastarfseminni er nú
tekið til hendi af miklum myndarskap við
að sameina ákveðin fyrirtæki í stórar og
öflugar rekstrareiningar.
17