Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 20

Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 20
FORSÍÐUGREIN NOKKUR DÆMI UM SAMEININGU ur Brimborgar telja að sameining fyrirtækisins við Volvo-umboðið Velti leiði til meira en 100 millj.kr sparnaðar á ári. 3. Forsvarsmenn Sveins Egilsson- ar og Bílaborgar lýstu því yfir í viðtali við DV í desember sl. að sameining fyrirtækjanna leiddi til yfir 100 millj.kr. sparnaðar á ári. 4. Ólafur B. Thors lýsti því yfir á blaðamannafundi að ætla mætti að sameining Sjóvá og Almennra trygg- inga leiddi til eins milljarðs króna spamaðar til aldamóta saman borið við þann kost að félögin hefðu verið rekin aðgreind áfram. Það eru 11 ár til aldamóta og því næmi spamaðurinn tæpum 100 milljónum króna á ári til aldamóta að meðaltali. 5. Forráðamenn Vátryggingafé- lags íslands hafa ekki opinberað tölur um spamað. En varla þarf að ætla að hann verði minni en hjá Sjóvá - Al- mennum tryggingum. Þar gæti því verið um 100 millj.kr. að ræða á ári. 6. Jón Sigurðarson, forstjóri Ála- foss, segir í viðtali við Frjálsa verslun að kostnaðarsparnaður af sameiningu Álafoss og Ullariðnaðar SÍS, saman borið við að fyrirtækin væru rekin hvort í sínu lagi, sé jafnvel töluvert á annað hundrað milljónir króna á ári. Kostnaðarspamaður Álafoss gæti þannig numið um 150 milljónum á ári. Ef litið er á þær sex sameiningar sem vitnað er í hér að framan gæti árlegur sparnaður numið um 700 mill- jónum króna saman borið við þann kost að ekkert hefði verið aðhafst og umrædd fyrirtæki væru rekin aðskil- in. Það skal áréttað að hér er í flestum tilvikum um áætlaðar fjárhæðir að ræða. Menn hafa jafnvel varpað fram hugmyndum um sparnað vegna til- tekinna sameininga allt til næstu alda- móta. Það er auðvitað erfitt að rök- styðja útreikninga svo langt fram í tímann, menn vita ekki við hvaða rekstrarumhverfi fyrirtækin búa á næstu árum. En miðað við sömu for- sendur og menn gefa sér fyrir eitt ár núna gæti kostnaðarspamaður af fyrrnefndum sex sameiningum til aldamóta, numið 7 til 8 milljörðum króna, án tillits til skatta! En þessar hugmyndir verður auðvitað að skoða með varúð. Hér á eftir verða nefnd dæmi um íslensk fyrirtæki sem hafa verið sam- einuð með ýmsum hætti. Stundum er um hreinar sameiningar að ræða en flest form samruna koma hér við sögu. Fyrirtæki eru keypt í heilu lagi. Rekstur fyrirtækis er keyptur án þess að fyrirtækið allt sé keypt. Tvö fýrirtæki taka sig saman og stofna þriðja fyrirtækið um reksturinn og þannig mætti lengi telja. ítrekað skal að hér em aðeins nefnd nokkur dæmi og því engan veginn um neina tæm- andi upptalningu að ræða. SJÁVARÚTVEGUR Þekktasta sameining sjávarút- vegsfyrirtækja á seinni árum er sam- eining ísbjamarins og BÚR í eitt fyrir- tæki Granda hf. Áður hafa sjávarút- vegsfyrirtæki sameinast í Ólafsvík, á Skagaströnd, á Siglufirði og Hrað- frystihús Stöðvarfjarðar, sem nú er rekið, varð til við samruna 5 fyrir- tækja á staðnum. Krossvík á Akra- nesi varð til þegar Akurnesingar sam- einuðu krafta sína í togaraútgerðinni. Samfrost í Vestmannaeyjum er sam- starfsfyrirtæki frystihúsanna þar í tölvurekstri og upplýsingaúrvinnslu og Samtog er sameiginlegt fyrirtæki þeirra um togaraútgerð. Nýjasta dæmi er frá Ólafsfirði. Þar hefur Hraðfrystihús Ólafsfjarðar keypt Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar og mun ætlunin vera að sameina rekstur þeirra tveggja. IÐNAÐUR Sameining gamla Álafoss og ullar- iðnaðardeildar SÍS í eitt fyrirtæki undir nafni Álafoss er ein af stóm sameiningunum á seinni árum. Nýja fyrirtækið tók til starfa 1. desember 1987. Nú ætla Álafoss og Hilda að sameina rekstur sinn í Bandaríkjun- um. Eldra sameiningarmál er þegar smjörlíkisfyrirtæki hófu samstarf og sameinuðust síðan. Þar var um að ræða fyrirtækin Ljóma, Ásgarð, Svan og Smára. Afgreiðsla smjörlíkisgerð- anna var til um tíma en eitt fyrirtæki 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.