Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 24
FORSIÐUGREIN
SAMEINING TRYGGINGAFÉLAGANNA:
UPPSTOKKUN í HEILLIATVINNUGREIN
Um þessar mundir er að verða al-
ger uppstokkun í rekstri vátrygging-
arfélaga hér á landi með því að fjögur
af stærstu tryggingarfélögum lands-
ins sameinast í tvö álíka stór félög
sem verða þau langstærstu á þessum
vettvangi.
Árum saman hefur því verið spáð
að tryggingarfélögum hér á landi ætti
eftir að fækka og þau ættu eftir að
stækka með samruna. Þar til í byrjun
þessa árs gerðist fátt umtalsvert í
þesum efnum. Reyndar keypti Sjóvá
Hagtryggingu og lauk sameiningu fé-
laganna síðla árs 1988. Þá hefur
Tryggingamiðstöðin hf. keypt meiri-
hlutann í Reykvískri endurtryggingu
án þess að komið hafi til sameiningar
fyrirtækjanna.
En í byrjun nóvember sl. birti DV
forsíðufrétt um að sameining Sjóvá og
Almennra trygginga stæði fyrir dyr-
um þegar á árinu 1989.
Þegar fréttin birtist höfðu forráða-
menn fyrirtækjanna rætt um samein-
ingu fyrirtækjanna og ljóst var að
áhugi var fyrir hendi. En engin endan-
leg ákvörðun hafði þó verið tekin og
sjálf vinnan við að sameina fyrirtækin
var ekki komin af stað.
ALVARLEG TILRAUN
Um þetta leyti var ákveðið að gerð
skyldi alvarleg tilraun til að sameina
Sjóvá og Almennar tryggingar. Menn
ákváðu að leggja í þá vinnu sem þyrfti
til að fá úr því skorið hvort af sameih-
ingu gæti orðið. Ljóst var að tipp
kynnu að koma atriði sem sameining-
aráformin gætu strandað á.
Forráðamenn félaganna mátu það
svo að mun meiri vandi væri að yfir-
stíga allar þær mannlegu og tækni-
legu hindranir sem fylgt geta samein-
ingu tveggja svo flókinna fyrirtækja
en að gefa út einlæga viljayfirlýsingu
um sameiningu. Þeir lögðu sig alla
fram til þess að koma í veg fyrir að
einhverjar óyfirstíganlegar hindranir
yrðu á vegi manna þegar farið yrði að
vinna að sameiningunni.
Og þá hófst vinnan við sameiningu
Sjóvá og Almennra trygginga. Margir
starfsmenn beggja félaganna tóku
þátt í sameiningarvinnunni en tveir
frá hvoru félagi mynduðu aðalsam-
ráðshópinn sem hélt í alla þræði. Frá
Sjóvá sátu í þeirri nefnd Einar Sveins-
son og Sigurjón Pétursson en frá Al-
mennum tryggingum þeir Ólafur
B.Thors og Benedikt Jóhannsson.
Þeir höfðu náið samráð við stjórnar-
formenn og stjómir félaganna, end-
urskoðendur, lögfræðinga og aðra
ráðgjafa. Þeir fjórir sem áttu sæti í
aðalsamráðshópnum eru nú í forsvari
fyrir hið sameinaða félag, Sjóvá-Al-
mennar tryggingar hf. Einar Sveins-
son og Ólafur B.Thors eru fram-
kvæmdastjórar þess, Sigurjón Pét-
ursson er aðstoðarframkvæmdastjóri
og Benedikt Jóhannsson er deildar-
stjóri tjónadeildar.
MANNLEGA HLIÐIN
Við störf sín að sameiningunni
lögðu þeir mikla áherslu á mannlega
þáttinn. Mikil vinna var lögð í að
reyna að sætta sem flest sjónarmið
þegar kom að skipun fólks í stöður.
Engum var sagt upp, en ekki verður
ráðið viðbótarfólk á meðan fjöldi
starfsmanna er að færast í þá tölu
sem þörf er fyrir.
Byrjað var á að ákveða skipurit
fyrir félagið og síðan voru teknar
ákvarðanir um hverjir ættu að skipa
helstu stöður fyrirtækisins. Hér er að
sjálfsögðu um að ræða mjög við-
kvæmar, þýðingarmiklar og vanda-
samar ákvarðanir því jafnan var um 2
til 3 hæfa einstaklinga að ræða sem
velja þurfti á milli. Svo virðist sem
friður sé um skipan í helstu stöður,
a.m.k. hafa fréttir ekki borist um upp-
sagnir eða brotthlaup þeirra sem urðu
ekki fyrir valinu.
Mjög vandasamt verk þurfti að
vinna við samræmingu á tölvukerfum
fyrirtækjanna og við samræmingu á
vátryggingaskilmálum og samræm-
ingu á umboðsmannakerfi þeirra svo
dæmi séu nefnd um erfiða þætti sem
leysa þurfti til þess að sameiningin
gæti orðið að veruleika.
SKREFIÐ STIGIÐ
En lausn fannst á öllum helstu við-
fangsefnunum og strax í desember
virtist vera ljóst að sameining Sjóvá
og Almennra trygginga yrði að veru-
leika. Viðeigandi ráðstafanir voru
gerðar. Hluthafafundir samþykktu
þessi áform og skrefið var stigið.
Fram kom mikill styrkleikamunur á
félögunum að því er eiginfjárstöðu
varðar, vegna mikils styrkleika Sjó-
vá. Því gripu Almennar tryggingar til
þess ráðs að auka hjá sér hlutafé um
31 milljón króna til að rétta hlut sinn
nokkuð. Með því fékkst sú niðurstaða
að hluthafar Sjóvá eiga 75% af hinu
sameinaða félagi á móti 25% hlut
þeirra sem áttu Almennar tryggingar.
Þegar allt var klappað og klárt var
boðað til stofnfundar vátryggingafé-
lagsins Sjóvá-Almennar tryggingar
hf. föstudaginn 20 janúar sl. þar sem
samruni félaganna var samþykktur.
DREGUR TIL TÍÐINDA
En daginn áður dró heldur betur til
tíðinda. Þá kölluðu forsvarsmenn
Samvinnutrygginga og Brunabótafé-
lags íslands blaðamenn á sinn fund og
tilkynntu sameiningu þessara tveggja
félaga.
Samruni Brunabótafélagsins og
24