Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 28

Frjáls verslun - 01.02.1989, Side 28
 FERÐALÖG Margt bendir til að ekkert lát verði í ferðalögum íslendinga til sólarlanda næsta sumar. VERDA ÍSLENMNGAR SÓLARMEGIN f SUMAR? • ÁRIÐ1988 METÁR í FERÐALÖGUM • 57% AUKNING Á 3 ÁRUM • EKKI BÚIST VIÐ SAMDRÆTTI • FERÐALÖG í FORGANGI Þjóðhagsstofnun spáir um 10% kaupmáttarrýrnun frá ár- inu 1987 til ársins 1989, skv. upplýsingum Þórðar Friðjóns- sonar. Með því er tekinn til baka helmingur þeirrar kaupmáttar- aukningar sem varð frá árinu 1986 til ársins 1987 en þá jókst kaupmáttur um nær 20% á einu ári. fram hefur farið í þjóðfélaginu um meinta kreppu, getur þetta varla tal- ist mikil kaupmáttarrýrnun þegar þess er gætt að aukinn kaupmáttur á árinu 1987 var tvöfalt meiri en kaup- máttarrýmun tveggja ára þar á eftir. Þegar menn velta fyrir sér horfum á ferðamarkaðnum er ekki undarlegt að spurt sé um kaupmátt fólks sem ótvírætt hlýtur að vera einn af ráðandi þáttum um eftirspurn eftir ferðalög- um íslendinga til útlanda. Karl Sigurhjartarson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa, upplýsti Frjálsa verslun um það að fjöldi íslendinga sem fóru til útlanda árið 1988 hafi aukist um 4-5% og sé því um metár að ræða. Fjöldinn nam 149.200 árið 1988 en var 142.800 árið 1987. Árið 1986 fóru 111 þúsund ís- lendingar utan og 95 þúsund árið í ljósi þeirrar miklu umræðu sem TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNAS0N 28

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.