Frjáls verslun - 01.02.1989, Qupperneq 33
Málaferli vegna notkunar á nafninu LIF á Islandi vöktu talsverða athygli á sínum tíma. Útlendingar töldu hættu á að
LÍF yrði ruglað saman við LIFE!
mál síðla árs 1984. Þar var þess kraf-
ist að stefndu, forsvarsmenn Frjáls
framtaks hf., yrðu dæmdir til þyngstu
refsingar sem á gæti reynt skv. 16.
gr. laga nr. 19/1887. Sú lagagrein
kveður á um viðurlög ef menn af mót-
þróa láta farast fyrir að fullnægja dómi
eða brjóta gegn dómsorði. Taldi
stefnandi m.ö.o., að stefndi hefði haft
að engu fyrrgreindan dóm Hæsta-
réttar íslands og af ásettu ráði brotið
gegn því dómboði réttarins er bann-
aði honum að nota orðið „h'f“ sem nafn
á tímaritinu „Líf“.
Stefnandi taldi að þrátt fyrir nýtt
nafn væri enn fyrir hendi sá rökstuðn-
ingur í forsendum Hæstaréttardóms-
ins að með almenningi verði vakin sú
trú að um viðskiptasamband milli aðila
væri að ræða.
Stefndu tóku til vama og í héraðs-
dómi voru þeir sýknaðir af öllum kröf-
um stefnanda. Ekki fékkst þó hrein
niðurstaða varðandi það að bæta orð-
inu „nýtt“ fyrir framan orðið „líf“,
heldur var aðallega tekist á um réttar-
farsleg atriði. Málinu var ekki áfrýjað
til Hæstaréttar.
Nokkur umræða og blaðaskrif
spruttu í kjölfar þessara réttarhalda
og töldu margir það óhæfu að erlent
fyrirtæki gæti takmarkað notkun ís-
lendinga á jafn mikið notuðu orði og
„líf“. Var ekki laust við að það hlakk-
aði í mörgum þegar forráðamenn hins
íslenska tímarits gáfu blaðinu nýtt
heiti og nefndu það „Nýtt Líf“. Ekki
er það þó sjálfgefíð að nafnabreyting-
ar eins og þessi fái að standa athuga-
semdalaust. Það þarf ekki annað en
að nefna nafngiftir eins og „Nýtt
Colgate" eða „Nýr Mercedes" til
þess að það renni á menn tvær grím-
ur.
í Bandaríkjunum er almennt talin
hætta á ruglingi ef aðili tekur nafn
annars aðila algerlega upp með ein-
hverjum viðbótum.
Þannig var talið að South American
Express yrði ruglað saman við
American Express greiðslukortafyr-
irtækið jafnvel þó starfsvettvangur
væri ólíkur. (207 uspq 843 C.D. CA
1980).
Einnig má benda á bandarískan
dóm frá árinu 1975 þar sem Coca Cola
Bottling Company fór í mál við Sea-
grams vínfyrirtækið vegna ginteg-
undar að nafni „Bengal“. Coca Cola
fyrirtækið var með á markaðnum
gosdrykk að nafni „Bengal Lancer“.
Niðurstaðan var á sama veg, þ.e. vín-
framleiðandinn tapaði málinu vegna
þess að hætta var talin á að nöfnunum
yrði ruglað saman. (526 F 2nd 556
CCPA 1975).
FÓLKSVAGN
Af innlendum dómum, tiltölulega
óumdeildum, má nefna tvo undirrétt-
ardóma frá árinu 1967. Stefnandi í
báðum málunum var Volkswag-
enwerk Aktiengesellschaft, þýskt
fyrirtæki er skráði vörumerkið
„Volkswagen“ hér á landi árið 1956.
I fyrra málinu skráði íslensk kona
árið 1966 firmað „Volkswagen-bif-
reiðaleigan“ í fírmaskrá Reykjavíkur.
Stefnandi hélt því fram að umrædd
skráning konunnar væri brot gegn
10.gr. firmalaganna. Fallist var á
röksemdir stefnanda í máli þessu og
var skráningin því talin brot á rétti
stefnanda. Var stefndu því talið skylt
að afmá firmanafn sitt úr firmaskrá.
í síðara málinu voru málavextir
þeir að firmanafnið „Fólksvagn sf.“
var skráð í Kópavogi árið 1966. Nið-
urstaða undirréttar, sem síðar var
staðfest af Hæstarétti, var á sama
veg og í fyrra málinu.
Þýðingar á erlendum firmanöfnum
og stælingar á þeim virðast því njóta
verndar hér skv. 8.gr. Parísarsam-
þykktarinnar. Er það í samræmi við
skilning fræðimanna á nefndu laga-
ákvæði.
í nokkrum dómum hefur reynt á
það hvaða áhrif það hefur á niðurstöð-
33