Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 48
TOLVUR SIDEKICK PLUS Sidekick er eitt þeirra forrita- kerfa frá Borland sem orðið hef- ur mjög vinsælt og er sennilega, ásamt Turbo Pascal, þekktast þeirra kerfa sem fyrirtækið sel- ur. Margir sem nota PC tölvur þekkja þetta hjálpartæki sem er eins konar skuggakerfi sem vakir í miðverki tölvunnar og kalla má á skjáinn hvenær sem er og hvar sem er. Sidekick er eins konar tækjasamstæða; verkfæri sem nota má til að framkvæma ýmislegt á einfald- an hátt. I kerfinu er m.a. dag- bók, símaskrá og sjálfvirk hringing, minniskompa, reikni- vél og ASCI-tafla. Þegar Side- kick kom á markaðinn fyrir nokkrum árum síðan átti það sér enga hliðstæðu á markaðinum, a.m.k. ekki á sambærilegu verði en það var mjög hagstætt. Skuggakerfið gerði það að verkum að ekki þurfti að ræsa Sidekick sér- staklega í hvert sinn heldur aðeins einu sinni eftir að kveikt hafði verið á tölvunni. Kerfið mátti síðan kalla upp og fá á skjáinn með því einu að styðja samtímis á Alt-, og Ctrl- hnappinn án þess að fara úr því verkefni sem unnið var í. Stór kostur var að Sidekick þurfti lítið rými í vinnsluminni. Ókost- ur var að íslenskir stafir hafa ekki verið fáanlegir í kerfinu. Nú hafa komið á markaðinn fleiri skuggakerfi til svipaðra nota og Side- kick og á svipuðu verði, sum þeirra með fleiri hjálpartækjum eins og t.d. Ability sem selt er með Amstrad og er m.a. með teiknikerfi fyrir línu- og stólparit sem ekki er í Sidekick. Það er ekki óeðlilegt þótt margir telji nýja kerfið frá Borland, Sidekick Plus, vera uppfærslu á upprunalega Sidekick. Aður en lengra er haldið er ástæða til að upplýsa að svo er ekki og getur sú vitneskja áreiðanlega Umsjón með tölvuefni: Leó M. Jónsson sparað mörgum tölvunotandanum talsverða fyrirhöfn og fé og forðað frá leiðindum. Þetta þýðir ekki að Side- kick Plus standi ekki ágætlega fyrir sínu. Málið er einfaldlega það að við erum að tala um tvö sjálfstæð kerfi, - jafnvel tvö óskyld kerfi, svo dýpra sé í árinni tekið enda mun Borland halda áfram að selja og þjónusta eldra kerf- ið. Hafí Sidekick verið einfalt kerfi þá er Sidekick Plus (SKP) mjög flókið en um leið mjög mikilvirkt tæki í höndum þeirra sem hafa not fyrir það. Það tekur nokkrar klukkustundir að læra það mikið að sæmilega hagvanur tölvunotandi valdi SKP og vegna þess hve lík kerfin eru á margan hátt spar- ar það óneitanlega tíma sé notandinn vanur eldra kerfmu. Nýja kerfið krefst ennfremur mikils af vélbúnað- inum. Nú þarf vinnsluminnið að vera m.k. 384 kb og harður diskur er skil- yrði. Sidekick Plus gengur á PC og PS/2 tölvum. Eins og eldra Sidekick birtist SKP ofan á því sem fyrir er á skjánum þegar stutt er samtímis á Alt og Ctrl. Vallistinn inniheldur kunnugleg heiti svo sem Notepad, Calculator, Phone list, ASCI table og Calendar. Flestir þessara þátta eru eins eða svipaðir að sjá og í eldra kerfmu, það er fyrst og fremst getan sem hefur aukist. í Minnisbók (Notepad) er nú hægt að vinna samtímis í 9 aðskildum skjölum og getur hvert þeirra verið allt að 8000 orð. Gallinn er hins vegar sá að íslensku stafirnir virka ekki og því til lítils gagns fyrir okkur og þannig nýt- ast heldur ekki mjög auknir rit- vinnslueiginleikar þessa þáttar. Hins vegar fæ ég ekki betur séð en að íslensku stafirnir virki alls staðar ann- ars staðar og því kostur á ritvinnslu í Outlook og þar er einnig prentstýr- ing. Reiknivélin hefur verið endurbætt m.a. þannig að nú er hægt að velja um fems konar hætti; viðskipta- eða vís- indareikning, forritunar- eðaformúlu- hátt. Tölurnar birtast eins og á strimli í venjulegri borðreiknivél. Munurinn á skjástrimlinum og þeim venjulega er hins vegar sá að hægt er að leiðrétta það sem stendur á þeim fyrmefnda. Ef villa er á strimlinum er hægt að færa bendilinn á hana, breyta og skipa tölvunni jafnframt að leiðrétta útkom- una. Þá er einnig glósu- eða fjölva- kerfi sem gerir kleift að kalla fram ákveðnar stærðir eða fasta (konst- anta) með einum áslætti. Þá er nú hægt að nota breytur og föll í for- múluhætti. Það sem margur mun kunna að meta er að nú er hægt að vista mörg reikningsverkefni, tölur og útkomur í textaskrá á diski sem síðar má sækja og setja beint inn í ritvinnsluskjöl eða inn í töflur, t.d. þegar unnið er í Multiplan. Dagbókin (Calendar) hefur verið endurbætt þannig að hægt er að skrá 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.