Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.02.1989, Qupperneq 50
TOLVUR C s \ SKPLUS \F'HQNE . ADR - Index .■ Summary === Search Attached Note Edit Entry Insert Entry Delete Entry Communications Glossary Pr int Options New Phonebook F1 Help F3 New Book FE F4 Print -Move Shift-Esc-Exit All F5 2oom F6 Switch Esc-Exit F7 F8 Hangup F9 Note FIO Menu í Sidekick Plus frá Borland er allt sem þarf til að sækja rafeindapóst reglu- lega á sjálfvirkan hátt að því tilskildu að mótaldið sé fyrir hendi og áskrift að gagnaneti með „pósthólfi“. Hér er síða úr „símaskránni". Hægt er að láta kerfið hafa samband við viðkomandi númer með því að velja „Communi- cations“ , styðja á „Return“, velja „Dial“ og styðja aftur á Return. Með því að velja „Search“ er hægt að láta tölvuna leita uppi númer, nafn eða heimilis- fang í skránni sé t.d. eitt þeirra vitað. ftSCXI Table 1ersion 1.OOA - ----- ci n Control Characters Edit Paste Buffer Paste Options Save Setup Go to 14 OE 1 1 S O F 16 10 18 12 1 17 11 Á 19 , 13 20 21 22 16 23 17 | 25 26 19 1A 27 1B | 28 1C 29 1D I 30 1E 31 1F F1 Help F3 F2 F4 -Move Shift-Esc-Exit All F5 Zoom F6 Switch Esc-Exit F7 F8 F9 Edit FIO Menu Sá sem nennir að leggja á sig smá pælingar getur tekið ASCI-töfluna út úr aðalkerfinu þannig að mun minna fari fyrir þeirri sérútgáfu af SKP. Þetta þýddi m.a. að hann gæti nýtt nýju tæknina í sambandi við ASCI-töfluna án þess að þurfa að dragast með allt kerfið. til þess að gefa sér tíma til þess í upphafi. ASCI-taflan hefur einnig verið end- urbætt að því leyti sem snertir vinnu með innihaldið. Nú er hægt að sækja stafi í töfluna og flytja t.d. inn í rit- vinnsluskjal án þess að þurfa að muna töflunúmer stafsins. Það er einnig mikið hagræði að því að eins konar safnlínu hefur verið komið fyrir í ASCI-töflunni. Til að skýra þetta nán- ar getum við ímyndað okkur vinnu í skjali þar sem koma fyrir raðir stafa sem ekki eru á hnappaborðinu. Þá getum við sótt þá í töfluna og flutt fyrst í safnlínuna, hvern á fætur öðr- um og flutt síðan alla röðina í einu lagi yfir í skjalið. í þessu getur falist mikið hagræði. „Outlook" nefnist nýr hluti í SKP sem ekki var í eldra kerfinu. Með þessu kerfí er hægt að skruna í gegn- um skjöl, afmarka eða undirstrika orð eða línur og raða upp, merkja, núm- era, steypa saman og geyma. Hægt er að raða tilvísunum upp í aðal-, milli-, og undirfyrirsögn og vinna síð- an með þessi gögn á ýmsan hátt. Þetta kerfi er með íslensku stafina og má nota til ritvinnslu í stað Notepad. „File Manager" er einnig nýtt kerfi. Þetta er skrástjóri sem fram- kvæmir DOS-skipanir á einfaldan og hraðvirkan hátt. Hægt er að afrita skrár og skjöl, eyða, færa til, um- skíra, prenta og skoða hvaða skrá sem er í hvaða skjalaskrá sem er. Hægt er að lista skrár samkvæmt for- skrift, hægt að Ieita í skrám og búa til undirefnisskrár. í þessu kerfi er einn- ig auðvelt að forsmða 360, 720, 1220 og 1440 kb diska eftir því hvaða drif er í tölvunni. Klippið (Clipboard) er tæki sem gerir kleift að steypa saman hlutum úr ólíkum eða aðskildum kerfum, innan eða utan við Sidekick Plus. Það er t.d. hægt að nota þetta tæki til að flytja hluta af töflu t.d. sem gerð er með Multiplan inn í ritvinnsluskjal sem gert er með Word eða WordPer- fect. Eigi að breyta innihaldinu í SKP, áður en það er flutt áfram yfir í næsta kerfi, verður að gera það í Notepad og því mega ekki vera íslenskir stafir í textanum. Tölustafir skapa ekkert vandamál. En eins og ég sagði í upphafi þá er talsverður munur á SKP og SK. Ein- hver kynni að velta því fyrir sér hvernig í skrattanum þeim hjá Bor- land hafi tekist að troða öllu þessu inn í kerfi sem látið er vaka í minni tölv- unnar. Svarið við því er að það hefur þeim ekki tekist. SKP tekur hátt á annað megabæti á harðdisknum. Ein- ungis um 70 kb kjarni er í minninu eftir að kerfið hefur verið ræst og vakir. Þegar kallað er á það sækir það meginhlutann á diskinn og öfugt þegar farið er úr því. Þessir flutningar taka tíma. Kerfið er því talsvert þungt í vöfum. Það er einnig ókostur að sé 640 kb vinnsluminni í tölvunni er ekki hægt að hafa viðamikið ritvinnslukerfi svo sem WordPerfect í gangi samtím- is Sidekick Plus. Að vísu er hægt að auka minni tölvunnar, annars vegar með ístungukorti sem gerir kleift að stækka minnið umfram 640 kb og hins vegar með því að mynda sýndardisk (RAM disk). Önnur leið er að breyta SKP, skera af því þá hluta sem sjaldnast eru not- aðir eða þá sem tímafrekast er að flytja á milli disks og minnis. Þannig má minnka umfang þess og gera það liprara. Hinu er ekki að leyna að það 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.