Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 52

Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 52
REIKNISTOFA BANKANNA: Á SÉR EKKERT FORDÆMI TOLVUR Allir þeir sem eiga í bankavið- skiptum hafa fengið bréf frá stofnun sem ber það virðulega heiti Reiknistofa bankanna. Stundum eru þetta gluggabréf með óskemmtilegum áminning- um en oftast einvörðungu upp- lýsingar um stöðuna á ávísana- reikningnum. Reiknistofa bankanna hefur verið starfrækt síðan á miðju ári 1975 og síðustu 3 árin í húsi Seðlabanka Is- lands við Arnarhól. Þar vinna nú um 100 manns og forstjórinn Þórður B. Sigurðsson var spurður hvert væri meginhlutverk stofnunarinnar? „Það má orða svarið á þann veg að Reiknistofa bankanna sjái um obbann af öllu bankabókhaldi landsins. Eig- endur stofnunarinnar og um leið rekstraraðilar eru bankar og spari- sjóðir og þessir aðilar komu sér sam- an um það á sínum tíma að betra væri að reka þessa þjónustu undir einu þaki í stað þess að hver og ein stofnun hefði hana með höndum." Þórður sagði engan vafa leika á að þessi háttur væri mun hagkvæmari fyrir banka og sparisjóði enda væru ekki uppi hugmyndir um að breyta fyrirkomulaginu. UPPGJÖR AÐ KVÖLDI „Það sem þó skiptir mestu er að þessi sameiginlegi rekstur gerir það að verkum að uppgjör úr hverri ein- ustu bankastofnun liggur fyrir að kvöldi dags. Þetta eykur auðvitað mjög öryggi viðskiptanna og kemur í veg fyrir margvísleg misferli, eins og því miður bar nokkuð á fyrr á árum. Til dæmis eru sk. ávísanakeðjur úr sögunni, en áður nýttu menn sér 3-4 daga frest frá því ávísun var gefin út þar til hún kom til uppgjörs. Menn gátu sem sagt gefið út innistæðulausa ávísun, greitt með henni fyrir tiltekna vöru eða þjónustu en sett fjármagn inn á reikninginn áður en ávísunin náði á leiðarenda. Með þessu bjuggu menn sér til vaxtalaust fjármagn og sumir náðu verulegri veltu í þessum vafasömu viðskiptum. En sá tími leið undir lok með tilkomu Reiknistofunn- ar.“ Reiknistofa bankanna er einstætt fyrirbrigði í heiminum og að sögn Þórðar njótum við í því sambandi hvað íslenska þjóðin er k'til. Hann kvað eingöngu Færeyinga geta státað af slíkri stofnun auk okkar. í öðrum löndum tekur uppgjör 2-3 daga að TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.