Frjáls verslun - 01.02.1989, Page 58
VERSLUN
aður í verksmiðju Sól hf. en Davíð
Sch. Thorsteinsson og fleiri aðilar frá
fyrirtækinu væru að kanna þau mál
erlendis. „Við munum hins vegar
verða með einhvem evrópskan
gæðabjór og stefnum á að vera með
hann í sölu fljótlega með vorinu“.
TRÖLLASÖGUR UM UMBOÐSLAUN
Miklar sögur hafa gengið að undan-
fömu um hugsanleg umboðslaun
þeirra sem hér hafa verið nefndir og
stjamfræðilegar upphæðir nefndar í
því sambandi. Að sögn fróðra manna
eru þær sögur þó orðum auknar en
umboðsaðilamir sjálfir vildu ekki
nefna neinar tölur í því sambandi.
Gústaf Níelsson skrifstofustjóri
ÁTVR sagði í samtali að umboðslaun
væru einkamál framleiðenda pg
þeirra manna hér á landi. „Áfengis-
verslunin hefur ekkert með þau mál
að gera og í raun má segja að við
höfum engin afskipti af þeim aðilum
sem taka umboðslaun hér. ÁTVR sér
um allar pantanir erlendis frá, inn-
flutninginn sjálfan svo og auðvitað
dreifingu og sölu innanlands."
Sennilega eru umboðslaun bjórinn-
flytjendanna um 5-10% af fobverði
bjórsins og í sumum tilfellum má
búast við enn lægri tölum. Kemur það
m.a. til af því að erlendu framleiðend-
urnir buðu mjög lágt til að komast inn
á íslenska markaðinn og eins vegna
þess að umboðsaðilar mega ekki aug-
lýsa vöruna né hafa uppi neina veru-
lega kynningarstarfsemi.
Samkvæmt upplýsingum frá
ÁTVR reyndist fobverð Budweiser
bjórs vera 8.84 kr. og miðað við sölu á
1 milljón h'tra og 10% umboðslaun
verður hlutur innflytjandans tæplega
2.5 milljónir króna. 5% umboðslaun
helminga þá tölu auðvitað. Að sömu
forsendum gefnum fær umboðsaðili
Kaiser Premium bjórsins 3.3 milljónir
í sinn hlut (1.650.000 miðað við 5%)
og umboð Tuborg bjórs fengi 3.5
milljónir í sjóðinn en helmingi lægri
tölu ef miðað er við 5% umboðslaun.
Vissulega eru þetta allháar upp-
hæðir og Magnús Jónasson hjá 3-K
Trading neitaði því ekki að umboðs-
laun hans væru „allnokkur búbót“.
Eins og áður sagði kemur ekki í ljós
fyrr en að fenginni reynslu hver raun-
veruleg sala á bjór verður í þessu
landi. Samningurinn um milljón h'tra
frá hveijum erlendu framleiðendanna
er til áramóta og vildi Gústaf Níelsson
hjá ÁTVR ekki segja hvort samið yrði
áfram á sömu einingaverðum eða efnt
til nýs útboðs.
HLUTURINNLENDA BJÓRSINS
Enn síður er hægt að spá í hlutföll
sölu á milli erlends bjórs og hins ís-
lenska. Áður en lengra er haldið í
þeim efnum er rétt að taka fram að í
raun má segja að um ijóra flokka bjórs
verði að ræða hér á landi: Bruggaðan
íslenskan bjór, innfluttan erlendan
bjór á dósum, innfluttan erlendan bjór
átappaðan hér á landi og loks bjór
bruggaðan hérlendis eftir erlendum
uppskriftum. Verð á þessum flokkum
ræðst af ákvörðunum ÁTVR og ekki
síður innkaupsverði fyrirtækisins á
hverri tegund. Salan mun aftur á móti
ráðast af verðinu út úr búð og svo
auðvitað mati neytenda á gæðum teg-
undanna.
Sanitas er önnur tveggja brugg-
verksmiðja bjórs á íslandi og með
margfalt meiri framleiðslugetu en
samkeppnisaðilinn, Ölgerð Egils
Skallagrímssonar. Sanitas hefur ný-
verið byggt við verksmiðju sína á Ak-
ureyri og getur framleitt 6 milljónir
h'tra af sterku öli á ári. Ölgerð Egils
Skallgrímssonar er að flytja alla sína
Kæliverk sf.
Frostagötu 3B, Akureyri, Sími 96-24036
Sérhæft fyrirtæki
á sviöi kæli- og frystitækni.
Viðgerðir - Varahiutir - Nýsmíði