Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 31
þar sem endanlegt verð er ekki gefið upp, heldur einungis fyrsta afborgun og þannig gefið í skyn að varan sé á hlægilegu verði. Hann víkur einnig að svonefndum dulbúnum auglýsingum sem eru í formi viðtala eða frétta og gera neytendum erfitt fyrir varðandi það að greina muninn á auglýsingu og eðlilegu efni fjölmiðils. Eiður Guðnason tók einnig til máls í þessum umræðum og nefndi til fleiri dæmi, þ.á.m. svonefada kostun eða „sponsorship“, sem er mjög algeng, sérstaklega í sjónvarpi. Hann sagði að oft væri slíkri kostun beitt á mjög vafasaman hátt þannig að skilin á milli dagskrárefnis og auglýsingar væru harla lítil. í framhaldi af þessum um- ræðum samþykkti Alþingi ályktun þar sem ríkisstjórninni var falið að setja á laggimar nefnd til að vinna að undir- búningi frumvarpsins. Þingsályktun- artillagan var samþykkt 1987 og þess sérstaklega getið að nefridin skyldi hraða störfum til þess að hægt væri að gera væntanlegt fmmvarp að lög- um. Síðan eru liðin þrjú ár. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd 15. mars 1988 til að undirbúa heildar- löggjöf um auglýsingar. Nefndina skipuðu Jón Ögmundur Þormóðsson lögfræðingur, Jón Magnússon hdl., Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri, Sólveig Ólafsdóttir, lögfræð- ingur og framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra auglýsingastofa, og Þórhildur Gunnarsdóttir, verslunar- og markaðsstjóri. Nefndin kynnti sér lög og reglur um auglýsingar hér á landi, svo og ýmis lög og reglur sem gilda erlendis, m.a. á hinum Norðurlöndunum og breska auglýsingasamþykkt. Einna helst var stuðst við siðareglur Al- þjóðaverslunarráðsins um auglýs- ingastarfsemi. Nefndin taldi ekki rétt að ganga svo langt að steypa dreifð- um ákvæðum laga og reglna um aug- lýsingar saman í eina heildarlöggjöf, fyrst og fremst vegna þess hve ólík ákvæðin eru og um margt sérfræði- leg, t.d. ákvæði lyfjalaga. Heppilegra þótti að setja í eitt fmmvarp ákvæði er byggðu á hinni almennu grein verð- lagslaganna um villandi auglýsingar þar sem bætt væri við ákvæðum um ýmis grundvallaratriði auk þess sem byggt væri upp kerfi til að hafa eftirlit HVAB SEGJA MU UM MALID? Steingrímur J. Sigfússson var upphafsmaðurinn að auglýs- ingafrumvarpinu með ræðu sinni á Alþingi 1986, þar sem hann mælti með setningu heild- arlöggjafar varðandi auglýsing- ar, sem tryggt gæti eðlilega og nauðsynlega neytendavernd. Hann lagði ríka áherslu á það, að það væri auglýsendum sjálf- um fyrir bestu að fastákveðnari reglur giltu í þessum efnum. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, telur að frumvarpið sé skref fram á við, sérstaklega vegna þess að með gildistöku þess verða það ekki bara auglýsingastofur inn- an SÍA sem verði að hlíta regl- um siðanefndar. Hann er hins- vegar ekki bjartsýnn á að frum- varpið nái fram að ganga á þessu ári. Sólveig Ólafsdóttir, lögfræð- ingur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsing- astofa, segir frumvarpið ekki vera komið til að þeirra ósk. Hún telur það ekki vera bestu lausnina að setja sérstök lög varðandi auglýsingar og telur það hafa verið þrýstingur ein- stakra stjórnmálamanna að setja slík lög. Hinsvegar sé betra að vinna með þeim en að fá yfir sig lög sem þau fái engu ráðið um. Verslunarráð íslands hefur gagnrýnt auglýsingafrumvar- pið harðlega. Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri ráðs- ins, telur það í hæsta máta óeðlilegt að setja upp við hlið- ina á Verðlagsráði, annað stjórnvald til þess að annast sömu mál. í framhaldi af þess- um athugasemdum hefur Versl- unarráð mælt gegn endurflutn- ingi frumvarpsins í núverandi búningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.