Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 66
VINNUSTAÐURINN AÐALSTÖÐVAR SAS í FRÖSUNDAVIK: GLERIÐ í LYKILHLUTVERKI VID HÖNNUN HÚSANNA VAR ÁHERSLA LÖGÐ Á AÐ ÖLLUM STARFSMÖNNUM FYRIRTÆKISINS LIÐISEM BEST OG AD ÞEIR STÖRFUÐU FYRIR OPNUM TJÖLDUM í BÓKSTAFLEGRIMERKINGU ORÐSINS! Úti í hinum stóra heimi fer auðvitað fram gagnrýnin um- ræða um skipulag vinnustaða og ugglaust margar kenningar uppi um mikilvægi þess að þessi íverustaður mannsins sé sem best úr garði gerður. Stórfyrir- tækin hafa góða möguleika á að láta draumana rætast því saman kemur viðamikil starfsemi, mikill starfsmannafjöldi og fjár- ráð til að gera hlutina sem best úr garði. Tíðindamenn Frjálsrar verslunar áttu þess kost sl. vetur að sækja heim stórfyrirtækið SAS í aðalstöðvar þeirra í úthverfi Stokkhólms. f raun er þar um að ræða heilt samfélag manna sem eiga það sameiginlegt að vera í þjónustu flugfélags, sem er annt um að ímynd þess sé sem best. Um leið var þess gætt við uppbygg- ingu hinna risavöxnu aðalstöðva, að þar liði starfsfólki vel og að háum sem lágum í mannvirðingarstiganum væri gert kleift að starfa saman sem ein heild. Við skulum skyggnast um þessa risavöxnu byggingu eða byggingar- klasa og kynnast þeim viðhorfum sem stjómendur SAS vildu lýsa, þegar byggingin var hönnuð. SAMTENGDAR BYGGINGAR Áður en hafist var handa um bygg- ingu aðalstöðva SAS í Frösundavik í úthverfí Stokkhólms, höfðu flestir starfsmannanna og aragrúi sérfræð- inga lagt í gríðarlega vinnu við að út- færa hugmyndir sem lagðar voru til grundvallar. Meginhugmyndin á bak við samsteypuna í Frösundavik, fólst í því að skapa gegnsætt samfélag vinnandi manna, þar sem skil milli yfir- og undirmanna væru þurrkuð út og þar sem starfsfólkinu liði vel dag- inn á enda. Mikil áhersla var lögð á glerskilrúm og má nefna sem dæmi að flestir fundasalir fyrirtækisins eru úr TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON. MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON. 66 gleri, en með því vildu menn skapa þá ímynd að umræða um fyrirtækið skyldi fara fram fyrir opnum tjöldum. í aðalstöðvum SAS starfa um 1.400 manns. Áður höfðu þeir verið á um 30 skrifstofum vítt og breitt um Stokk- hólm og því fylgdu að sjálfsögðu mikil óþægindi og kostnaður. Jan Carlzon, forstjóri SAS, segir í viðtali að engin önnur fjárfesting fyrirtækisins hafi skilað eins miklum arði eins og sú að byggja stórhýsin í Frösundavik. Norskur arkitekt, Niels Torp, á heiðurinn af hönnun aðalstöðva SAS. Til þess að draga úr þeirri tilfinningu að þar risi gríðarstór kastali úr jámi og gleri, brá hann á það ráð að raða saman 5 misstórum byggingum og hanna glerþök á milli þeirra allra. Þannig varð til yfirbyggð göngugata, sem setur mjög svip á þennan klasa. Við göngugötuna eru reknir fjölmarg- ir barir og smáveitingahús og þar matast starfsmenn bygginganna í stað þess að safnast saman í risavaxið mötuneyti. Menn hittast í smærri hópum og skreppa í vinnuhléum út undir glerþakið til að fá sér kaffisopa, kíkja í blöðin og rabba við samstarfs- mennina. í hádeginu á föstudögum eru lista- menn ráðnir til að hafa í frammi hljóð- færaleik og söng og reynt er með öllum ráðum að skapa andrúmsloft sem líkist því sem finnst í rólegri göngugötu í venjulegri borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.