Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 66

Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 66
VINNUSTAÐURINN AÐALSTÖÐVAR SAS í FRÖSUNDAVIK: GLERIÐ í LYKILHLUTVERKI VID HÖNNUN HÚSANNA VAR ÁHERSLA LÖGÐ Á AÐ ÖLLUM STARFSMÖNNUM FYRIRTÆKISINS LIÐISEM BEST OG AD ÞEIR STÖRFUÐU FYRIR OPNUM TJÖLDUM í BÓKSTAFLEGRIMERKINGU ORÐSINS! Úti í hinum stóra heimi fer auðvitað fram gagnrýnin um- ræða um skipulag vinnustaða og ugglaust margar kenningar uppi um mikilvægi þess að þessi íverustaður mannsins sé sem best úr garði gerður. Stórfyrir- tækin hafa góða möguleika á að láta draumana rætast því saman kemur viðamikil starfsemi, mikill starfsmannafjöldi og fjár- ráð til að gera hlutina sem best úr garði. Tíðindamenn Frjálsrar verslunar áttu þess kost sl. vetur að sækja heim stórfyrirtækið SAS í aðalstöðvar þeirra í úthverfi Stokkhólms. f raun er þar um að ræða heilt samfélag manna sem eiga það sameiginlegt að vera í þjónustu flugfélags, sem er annt um að ímynd þess sé sem best. Um leið var þess gætt við uppbygg- ingu hinna risavöxnu aðalstöðva, að þar liði starfsfólki vel og að háum sem lágum í mannvirðingarstiganum væri gert kleift að starfa saman sem ein heild. Við skulum skyggnast um þessa risavöxnu byggingu eða byggingar- klasa og kynnast þeim viðhorfum sem stjómendur SAS vildu lýsa, þegar byggingin var hönnuð. SAMTENGDAR BYGGINGAR Áður en hafist var handa um bygg- ingu aðalstöðva SAS í Frösundavik í úthverfí Stokkhólms, höfðu flestir starfsmannanna og aragrúi sérfræð- inga lagt í gríðarlega vinnu við að út- færa hugmyndir sem lagðar voru til grundvallar. Meginhugmyndin á bak við samsteypuna í Frösundavik, fólst í því að skapa gegnsætt samfélag vinnandi manna, þar sem skil milli yfir- og undirmanna væru þurrkuð út og þar sem starfsfólkinu liði vel dag- inn á enda. Mikil áhersla var lögð á glerskilrúm og má nefna sem dæmi að flestir fundasalir fyrirtækisins eru úr TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON. MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON. 66 gleri, en með því vildu menn skapa þá ímynd að umræða um fyrirtækið skyldi fara fram fyrir opnum tjöldum. í aðalstöðvum SAS starfa um 1.400 manns. Áður höfðu þeir verið á um 30 skrifstofum vítt og breitt um Stokk- hólm og því fylgdu að sjálfsögðu mikil óþægindi og kostnaður. Jan Carlzon, forstjóri SAS, segir í viðtali að engin önnur fjárfesting fyrirtækisins hafi skilað eins miklum arði eins og sú að byggja stórhýsin í Frösundavik. Norskur arkitekt, Niels Torp, á heiðurinn af hönnun aðalstöðva SAS. Til þess að draga úr þeirri tilfinningu að þar risi gríðarstór kastali úr jámi og gleri, brá hann á það ráð að raða saman 5 misstórum byggingum og hanna glerþök á milli þeirra allra. Þannig varð til yfirbyggð göngugata, sem setur mjög svip á þennan klasa. Við göngugötuna eru reknir fjölmarg- ir barir og smáveitingahús og þar matast starfsmenn bygginganna í stað þess að safnast saman í risavaxið mötuneyti. Menn hittast í smærri hópum og skreppa í vinnuhléum út undir glerþakið til að fá sér kaffisopa, kíkja í blöðin og rabba við samstarfs- mennina. í hádeginu á föstudögum eru lista- menn ráðnir til að hafa í frammi hljóð- færaleik og söng og reynt er með öllum ráðum að skapa andrúmsloft sem líkist því sem finnst í rólegri göngugötu í venjulegri borg.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.