Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 22

Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 22
FORSIÐUGREIN „Forráðamenn Bifreiðaskoðunar virðast líta svo á að allir þeir sem flytji inn bíla séu vafasamir náungar og að nauðsynlegt sé að vantreysta þeim í einu og öllu,“ sagði einn bifreiðainnflytjandi í samtali við Frjálsa verslun. skoðunar á vörubifreiðum, eru svipuð eða lægri en þau sem Bifreiðaeftirlitið innheimti. T.d. er gjald fyrir nýskrán- ingu nú 4% lægra að raunvirði en 1988, skráning eigendaskipta er nú 22% lægri og verð fyrir almenna skoðun fólksbfla er 6% lægra að raungildi nú en þá. Hins vegar hækk- uðum við verulega gjöld vegna skoð- unar á þyngri bilum, enda skoðun á þeim ósambærileg við það sem áður var. Það sem hefur m.a. valdið mis- skilningi Neytendasamtakanna er sú staðreynd að við þurfum að innheimta 24.5% virðisaukaskatt af okkar þjón- ustu fyrir ríkissjóð, en það var enginn söluskattur á gjöldum Bifreiðaeftir- litsins sáluga,“ sagði Karl Ragnars framkvæmdastjóri. Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Frjálsa verslun að af þeirra hálfu gætti einskis misskilnings varðandi þessi mál. Samtökin tækju fullt tillit til söluskatts og síðar virðisaukaskatts í sínum útreikningum og það lægi fyrir að t.d. hefðu gjöld vegna aðalskoðun- ar vörubfla hækkað um tæplega 200% frá árinu 1988 á móti rúmlega 35% hækkun launa og 65% hækkun fram- fær slu vísitölunnar. „Vegna þeirrar gagnrýni sem við settum fram á síðasta ári, var gjald- skrá Bifreiðaskoðunar haldið óbreyttri um síðustu áramót og auk þess voru skoðunargjöld lækkuð um 5% í vor með ákvörðun ráðherra vegna gagnrýni og óska Neytenda- samtakanna. Ef þetta hefði ekki kom- ið til erum við sannfærð um að gjald- skráin væri önnur og hærri í dag.“ Jóhannes benti á að Bifreðaskoð- unin fengi út 6% lækkun á skráningar- merkjum frá árinu 1988 til þessa árs miðað við sama verðlag, en þar væri ekki farið með sambærilegar tölur. Fyrirtækið notaði til viðmiðunar dýr- ari tegund skráningarmerkjanna í gamla kerfmu, sem þá hefðu kostað 2700 kr. „Okkur finnst auðvitað eðli- legast að miða við almennu skráning- armerkin sem allir þurftu að borga fyrir ákveðið lágmarksgjald. Það var 1500 kr. árið 1988 en er nú 5000 kr. Hækkunin er 167.7% þegar laun hafa hækkað um 35.3% á sama tímabili,“ sagði Jóhannes Gunnarsson í samtali. 0FMIKLAR KRÖFUR? Þegar blaðamenn ræddu við nokkra bifreiðainnflytjendur um þessi mál voru þeir sammála um að með tilkomu Bifreiðaskoðunar íslands hefðu allar öryggiskröfur verið stór- hertar og skoðanir framkvæmdar með meiri nákvæmni en áður. Einn orðaði það svo fyrir stallbræðurna: „Við vorum þess allir fylgjandi að taka upp nútímaleg vinnubrögð við skoðun bifreiða en fyrr mátti nú aldeilis fyrr vera. Forráðamenn fyrirtækisins virðast líta svo á að allir þeir sem flytji inn bfla séu vafasamir náungar og að nauðsynlegt sé að vantreysta þeim í einu og öllu. Nei, það var ekki þetta bákn sem við vorum að biðja um.“ Þessi sami innflytjandi sagði að þegar stofnun Bifreiðaskoðunar var í undirbúningi hafi reglumar verið sniðnar að sænska kerfmu og tekið mið af öllu því strangasta sem Svíun- um datt í hug að taka upp. Og hann bætti við: „Okkur ofbýður t.d. gjaldið fyrir gerðarskoðun, en hún er framkvæmd þegar ný tegund kemur af hverjum bfl. Þetta gjald var hækkað á einu bretti úr 12.400 kr. í 56.000 kr. Vitan- lega geta þetta verið mjög háar upp- hæðir samtals hjá hverju umboði og auðvitað borgar kaupendur brúsann á endanum. Þama er ekkert annað á ferðinni en óhófleg gjaldtaka og skák- að í því skjólinu að enginn annar aðili í landinu getur annast þessa gerðavið- urkenningar. Fyrir nú utan alla papp- frsvinnuna, en við verðum að fylla út gögn upp á 13 eða 14 blaðsíður fyrir hverja tegund af bfl. Og þegar við höfum lagt öll þessi gögn upp í hend- umar á Bifreiðaskoðun spyr maður: Fyrir hvaða þjónustu erum við að borga 56.000 krónur?" Annar innflytjandi kvartaði undan því að umboðin fengju ekki neina þjónustu umfram einstaklinga. „Við 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.