Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 24
Opin kerfi Milliuppgjör 1. janúar - 30. júní 1997 Sex mánaða uppgjör Opinna kerfa. ACO selt vörur til prentiðnaðarins og á þar góða viðskiptavini. I gegn- um Unisys hefur ACO náð að selja stór og fullkomin afgreiðslukerfi til banka. Sömuleiðis er fyrirtækið með umboð fyrir Ricoh ljósritunar- vélar sem er þekkt merki. Loks sel- ur fyrirtækið vörur frá okkur. Við teljum að ACO hafi burði til að skila góðum hagnaði á næstu árum.” - Skæðustu keppinautar ykkar á tölvumarkaðnum eru Tæknival, Nýhen'i og EJS. Hvernig metur þú hina þrjá helstu keppinauta Op- inna kerfa? Hvar liggur til dæmis helsti styrkur þeirra? „Það er kannski ekki réttlátt að ég svari þessu. Það, sem hefur gerst á undanförnum árum, er að þessi íjögur fyrirtæki eru orðin alvöru fyr- irtæki á íslenskan mælikvarða. Þau eru skipulögð og hafa skýra stefnu og markmið. Þau eru í harðri sam- keppni innbyrðis en eru líka í sam- vinnu á þeim sviðum þar sem það þykir heppilegt. EJS er á margan hátt líkt Opnum kerfum. Fyrirtækið legg- ur mikið upp úr að veita lykilviðskiptavinum sínum góða þjón- ustu og bjóða þeim gæðavöru. Sömu- leiðis skilgreinir það sig vel og er öflugt. EJS starfar í auknum mæli sem hug- búnaðarfyrirtæki og hefur náð athyglis- verðum árangri erlendis á því sviði. Tæknival hefur gott jarðsamband við heimilismarkaðinn - en sá markaður skiptir auðvitað miklu máli eftir að tölv- ur urðu almenningseign. Heimilismark- aðurinn er einn helsti styrkur Tækni- vals. Fyrirtækið er með sterkt sölunet út um allt land og hefur m.a. selt mikið af tölvubúnaði fyrir okkur. Styrkur Nýherja felst í IBM-merkinu og sterkum hópi viðskiptavina. IBM hafði yfirburðastöðu á markaðnum fyrir 20 árum þótt það hafi mjög breyst síðan. En engu að síður eru margar stofnanir og stórfyrirtæki hefðbundið með IBM vörur - og hafa verið með til margra ára. Stóra spurningin hjá Nýherja er sú hvort honum takist að halda stöðu sinni gagnvart stærri fyrirtækjum og stofn- unum.” - En hvernig metur þú helsta styrk Opinna kerfa? „Við höfum sterka stöðu á markaði stórra fyrirtækja og stofnana og erum með mjög öfluga þjónustudeild. í henni hefur enginn starfsmaður hætt frá upp- hafi af sjálfsdáðum. Sömuleiðis bjóðum Rekstrarreikningur 1997 1996 Rekstrartekjur 597,2 443,6 Rekstrargjöld 563,3 409,5 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (0,5) 0,4 Hagnaður af reglul. starfseml 33,5 34,5 Hagnaðuraf sölueigna 0,0 15,4 Hagnaður tímabilslns 24,2 32,6 Einahagsreikningur 30. júní 1997 1996 Eignir Milljónir króna Veltufjármunir 306,0 195,1 Fastafjármunir 234,1 34,9 Eignir samtals 540,1 230,1 Skuldir og eigið lé Milljónir króna Skammtímaskuldir 316,7 115,8 Langtímaskuldir 0,0 0,0 Eígið fé 223,4 114,3 Skuldir og eigið fé samtals 540,1 230,1 Kennitölur 1997 1996 Eiginfjárhlutfall 0,41 0,49 Veltufjárhlutfall 0,97 1,68 Þróun heildarveltu Heildarvelta Opinna kerfa. Áætluð velta þessa árs er um 1.200 milljónir. Rekstrarhagnaóur Rekstrarhagnaður Opinna kerfa ustu fimm árin. við góðar vörur sem sýnir sig í því að við erum leiðandi á ýmsum svið- um, svo sem í sölu prentara, Unix- tölva og netþjóna. I sölu einkatölva hefur okkur gengið vel, ekki síst eft- ir að HP- tölvur lækkuðu í verði. Loks eru innviðir fyrirtækisins sveigjanlegir, t.d. erum við með mun færri starfsmenn en keppinaut- ar okkar. Velta og framlegð á hvern starfsmann er meiri hjá okkur en keppinautunum og það tel ég merki um styrk.” - Þú hefur orðað það þannig að þú hafir dottið óvart inn í tölvu- bransann á sínum tíma þegar varðst yfirmaður nýstofnaðrar tölvu- deildar Kristjáns Ó. Skagfjörð. „Eg var að ljúka námi í rafeinda- tæknifræði í Arósum í Danmörku vorið 1974 þegar auglýst var eftir manni í tæknideild Kristjáns Ó. Skagfjörð til að kanna möguleikann á því að fyrirtækið seldi tölvur. Eg sótti um af rælni og fékk starfið. Ur varð að stofnuð var tölvu- deild sem ég veitti forstöðu. Þetta var erfiður tími í upphafi þar sem ég þurfti að setja mig inn í tölvutæknina, sölumál og stjórnun. Þetta var nýtt fyrir mér. A þeim tíu árum, sem ég var hjá Skagfjörð, byggðum við upp um 24 manna tölvu- deild og var hún orðin um 40% af rekstri Skagfjörð. Hún var með góða starfs- menn og margra trausta viðskiptavini. Að vísu var tölvudeildin í svolítið sér- kennilegu rekstrarumhverfi en Skag- fjörð seldi þá matvörur, byggingavörur, veiðarfæri og tölvur. Arin hjá Skagljörð voru góð og lærdómsrik og það var ekki auðveld ákvörðun að hætta þar þegar til- boð kom írá Hewlett Packard.” - Hvernig bar atvinnutílboðið frá Hewlett Packard að? „Tilboðið frá Hewlett Packard á sér skemmtilega forsögu. Tveir viðskipta- fræðinemar við Háskóla íslands höfðu gert úttekt á íslenska tölvumarkaðnum og komist að því að öll helstu merkin í tölvuheiminum væru seld hér nema Hewlett Packard. Þeir höfðu samband við Hewlett Packard erlendis og spurðu hvort þeir gætu ekki fengið umboðið. Svörin, sem þeir fengu til baka, voru þau að hugmyndin væri góð en þá vantaði mann með reynslu úr tölvuheiminum og auk þess einhvern stöndugan peninga- mann sem bakhjarl. Þeir höfðu sam- band við öflugan peningamann, Ómar Kristjánsson í Þýsk-íslenska, sem var til- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.