Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 59
önnur lönd í álfunni. ísland var fyrir
Evrópukeppnina reiknað í 32. sæti. Sú
tala þýddi það að Skaginn lenti inn í
grúppu liða með lægsta stigaútreikn-
inginn í forkeppninni.
Ef þeir hefðu komist áfram í íyrstu
umferð hefðu þeir spilað annan leik til
viðbótar í forkeppninni. Ef sigur hefði
unnist í þeim leik þá fyrst hefðu Akur-
nesingar dottið beint inn í keppni 24
bestu liðanna. Þar er liðum skipt í 6
riðla. Það þarf ekki að fara í grafgötur
með það hvað slík frammistaða hefði
að segja varðandi peningahliðina. í
þeirri keppni skipta upphæðirnar tug-
um milljóna. Ef lið í meistarakeppn-
inni nær að vinna sigur í fyrsta leik í
forkeppninni, en tapar í annarri um-
ferð, þá dettur það ekki út, heldur
kemur inn í UEFA-keppnina sem KR
tók þátt í. UEFA-keppnin er keppni
félaga sem ekld eru meistarar eða bik-
arhafar, heldur koma í næstu sætum
þar á eftir.”
ÍBVÍGÓÐUM MÁLUM
Bikardeildin (Cup Vinners Cup) er
spiluð með nokkuð öðru sniði. Vest-
mannaeyingar eru fulltrúar Islands í
bikarkeppninni að þessu sinni og eru
meðal 48 þátttökuþjóða. Vegna fjölda
þátttökuþjóða náði ÍBV að koma inn
sem sterkara lið, þannig að þeir fengu
lakari andstæðing í fyrstu umferðinni.
Þeir komust áfram frá þeirri viðureign
og eru því komnir inn í fyrstu umíerð
þar sem þeir mæta þýska liðinu
Stuttgart.
I bikarkeppninni er aðeins eitt lið
frá hverri þjóð og í forkeppninni er
aðeins verið að ná fjölda þátttakenda
úr 48 niður í 32. Eftir að þeirri tölu er
náð verður dregið um andstæðinga.
Þar er möguleikinn í raun og veru
einn á móti 32 að fá einhvern tiltekinn
óskaandstæðing. IBV vann lið frá
Möltu í forkeppninni og er í fyrstu um-
ferð. Vestmannaeyingar eru því í
góðum málum og heppnir að fá
Stuttgart sem andstæðing.
Það eru ótrúlega mörg lið í UEFA-
keppninni þar sem KR-ingar voru
meðal þátttakenda. Átta sterkustu
þjóðirnar eiga til dæmis rétt á 4 liðum
hvert í þá keppni. Yfir 100 lið í Evrópu
heija UEFA-keppnina í upphafi. KR
var flokkað í lakasta styrkleika-
flokkinn í fyrstu umferð forkeppninn-
„Úti var enginn áhugi á sjónvarpsút-
sendingum frá leikjunum við
Dinamo Búkarest frá Rúmeníu og
OFI frá Krít. Einu tekjur KR voru því
þær sem fengust af miðasölu í leikj-
um hér heima.”
ar og þurfti að spila við sterkt lið
Rúmena, Dinamo Búkarest, sem er
númer 20 á styrkleikalistanum. KR
tókst hins vegar að slá þá út (2-0 sigur
heima og 2-1 sigur úti) og KR komst
þannig áfram í aðra umferð forkeppn-
innar.
KR lenti næst á móti OFI frá Krít
og gerði 0-0 jafntefli við þá í heima-
leiknum en var slegið út úti. Ef KR
EVRÓPUDÆMI
KR-INGA
1. Fyrsta umferð á móti Dinamo Búkarest
frá Rúmeníu. Fengu um 4 milljónir frá
EUFA. Komust áfram. Styrkurinn fór
að mestu í ferðakostnað. Engar sjón-
varpstekjur. Tekjur af miðasölu hér j
heima. í
Z Önnur umferð á móti 0FI frá Krít.
Fengu um 4 milljónir frá EUFA. Styrk-
urinn fór að mestu í ferðakostnað.
Komust ekki áfram. Engar sjónvarps-
tekjur. Tekjur af miðasölu hér heima.
3. Ef KR hefðu komist í þriðju umferð og i
verið heppnir með mótherja. Hefðu
fengið um 4 milljónir frá EUFA. Stór
hluti af því í ferðakostnað. Gróði: /
Hefðu fengið í besta falli um 15 millj-
ónir fyrir sjónvarpsréttinn og um 4 /
milljónir af miðasölu hér heima. \
Þetta dæmi gildir núna um ÍBV
gegn Stuttgart.
hefði komist áfram hefði það lent í
fyrstu umferð úrslitakeppni UEFA-
liða, 64 liða úrslit. Af 64 liðum eru 32
flokkuð sem sterkari og 32 veikari.
Þessum 64 liðum er síðan skipt upp í
8 riðla með 8 liðum í hveijum þeirra, 4
sterkari og 4 veikari.
VERÐA AÐ GERA BETUR
Margir halda að þátttaka KR-inga
hafi fært þeim gull og græna skóga,
en það er fjarri sanni. Knattspyrnu-
samband Evrópu sfyrkir hveija þátt-
tökuþjóð um 80.000 þýsk mörk í ferða-
styrk (um 4 milljónir íslenskra króna).
Sú upphæð er alltaf sú sama í hverri
umferð. Hún gerði ekki meira en rétt
duga fyrir ferðalagi til Rúmeníu fyrir
hópinn sem fór í þá ferð. Hann sam-
anstóð af 11 leikmönnum, 7 vara-
mönnum og að minnsta kosti 5 á
bekknum til viðbótar með læknum,
sjúkraþjálfurum, fararstjóra og stjórn-
armanni.
Flug, hótel, fæði og rútukostnaður
var mikill í Rúmeníuferðinni og 4
milljónirnar voru fljótar að fara.
Ferðin til Krítar var ekki síður dýr.
Það var enginn áhugi fyrir sjón-
varpsútsendingum á þessum leikjum
og einu tekjur KR voru því þær sem
fengust af miðasölu á leikjum hérna
heima. Ef KR hefði tekist að komast
áfram eftir síðari leikinn þann 26.
ágúst, þá hefðu þeir geta verið lús-
heppnir með andstæðinga. KR hefði
þess vegna getað lent í riðli með einu
liði frá Englandi, Þýskalandi, Spáni og
Ítalíu.
Góðar líkur hefðu verið á sjón-
varpsútsendingum ef KR hefði lent á
liði frá einhveiju þessara landa. Þá
hefðu í bestu tilfellum fengist 10-15
milljónir fyrir sjónvarpsréttinn. Til
viðbótar var næsta öruggt að
aðsókn áhorfenda hér heima myndi
verða góð. Fimm þúsund manns á
Laugardalsvöllinn hefðu gefið af sér
um 4 milljónir í tekjur og við þá tölu
hefði bæst sfyrkur UEFA, millj-
ónirnar fjórar. En þeir verða aðeins
sjáanlegir ef andstæðingurinn
verður eitt af stóru liðunum í
Evrópu. Lið frá til dæmis einhveiju
Norðurlandanna myndi ekki gefa
neinar tekjur í aðra hönd, engan
sjónvarpsrétt og færri áhorfendur,
sagði Jónas að lokum. SH
59