Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 46
myndavinnu og gerð auglýsinganna.
Með þessari hugmynd, sem Haukur
þróaði og útfærði, hófst samstarf
Argusar-Arkarinnar við Nathan og
Olsen sem flytja inn Libby’s en þess-
ir aðilar höfðu ekki unnið saman
áður. Hugmyndin varð ekki til vegna
beiðni verkkaupans heldur átti aug-
lýsingstofan frumkvæðið.
„Forsaga málsins er sú að við Þor-
steinn Gunnarsson, sölustjóri hjá
Nathan & Olsen erum góðir vinir og
höfðum oft talað um vinna eitthvað
saman. Svo var það einn daginn að ég
sat og var að velta fyrir mér mark-
hópi Libby’s og skoða gögn um hann
og sá hve víða skírskotun merkið
hafði.“
Haukur Magnússon á Argus-Örkinni er hugmyndasmiðurinn bak við Libby’s
auglýsingarnar. Hann seldi Nathan & Olsen hugmyndina og fylgdi henni til
enda.
ERTU EITTHVAÐ R
Sumum fannst án efa ab auglýsingar frá Libby’s, sem verib hafa í
vœru frekar heimskulegar. Haukur Magnússon auglýsingamabur
tundum reyna auglýsingastof-
ur að ljá auglýsingum sínum
eitthvað sem líkist glansandi
áferð. Maturinn verður svo girnileg-
ur og gljáandi, fólkið er svo fallegt,
vel snyrt og ánægt og umhverfið svo
óskaplega smart og töff.
Það vekur alltaf athygli að ganga
gegn straumnum og það var sannar-
lega gert með röð sjónvarpsauglýs-
inga í vor sem áttu að hvetja fólk til
að kaupa Libby’s tómatsósu. Þetta
voru nokkur skot sem litu út eins og
heimavídeó. Myndirnar sýndu
álappalegan ungan mann í Kanaúlpu
sem abbaðist vandræðalegur upp á
fólk á förnum vegi. Hann rak hljóð-
nemann upp í andlit þess og spurði:
Hvaða tómatsósa fínnst þér best? í
hvað notarðu Libby’s?
Nú mætti ætla að þarna hefði ver-
ið rétta tækifærið til þess að láta leik-
arana svara með lofrullum um
Libby’s. Það var hinsvegar ekki gert
því viðmælendurnir svöruðu afgæð-
ingi ef þeir þá svöruðu yfirleitt. Eftir
stóð spyrjandinn eins og hálfgerður,
ef ekki alger, auli.
Ahorfandinn fékk þó mjög skýrt á
tilfinninguna að skortur á svörum
væri ef til vill fyrst og fremst vegna
þess að spurningin væri kjánaleg í
framsetningu, að það væri svo aug-
ljóst að rétta svarið
væri Libby’s að ekki
tæki því að svara. Að
auki var vörumerki
Libby’s aldrei langt
undan í myndrömm-
unum.
Þarna var því augljóslega verið að
segja áhorfendum eitthvað með
óbeinum hætti.
Það var Haukur Magnússon hjá
Auglýsingastofunni Argus-Örkinni
sem hafði veg og vanda af hug-
LANDINN VILL LIBBY'S
„Þá fæddist þessi hugmynd sem
byggir á því að Libby’s sé svo sjálfsagt
að það sé blátt áfram fáránlegt að vera
að spyrja út í það. Þess vegna eru
svörin svona eins og þau eru. Þor-
steini og hans mönnum leist vel á hug-
myndina en það liðu svo nokkrir mán-
uðir áður en þetta varð allt að veru-
leika svo meðgöngutíminn var óvenju
langur," segir Haukur.
Saga film sá um
kvikmyndatökur og
Þór Ómar leikstýrði
tökunum, valdi fólk í
hlutverki og fínpúss-
aði handritið. Það kom í hlut Þorsteins
Guðmundssonar að leika fréttamann-
inn dómgreindarlausa sem gerir þau
grundvallarmistök að spyrja fólk
hvaða tómatsósu það noti helst.
„Við reyndum auðvitað að spanna
breitt svið með vali á persónum.
SAGANÁBAK
VIÐ HERFERÐINA
Páll Ásgeir Ásgeirsson
46