Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 46
myndavinnu og gerð auglýsinganna. Með þessari hugmynd, sem Haukur þróaði og útfærði, hófst samstarf Argusar-Arkarinnar við Nathan og Olsen sem flytja inn Libby’s en þess- ir aðilar höfðu ekki unnið saman áður. Hugmyndin varð ekki til vegna beiðni verkkaupans heldur átti aug- lýsingstofan frumkvæðið. „Forsaga málsins er sú að við Þor- steinn Gunnarsson, sölustjóri hjá Nathan & Olsen erum góðir vinir og höfðum oft talað um vinna eitthvað saman. Svo var það einn daginn að ég sat og var að velta fyrir mér mark- hópi Libby’s og skoða gögn um hann og sá hve víða skírskotun merkið hafði.“ Haukur Magnússon á Argus-Örkinni er hugmyndasmiðurinn bak við Libby’s auglýsingarnar. Hann seldi Nathan & Olsen hugmyndina og fylgdi henni til enda. ERTU EITTHVAÐ R Sumum fannst án efa ab auglýsingar frá Libby’s, sem verib hafa í vœru frekar heimskulegar. Haukur Magnússon auglýsingamabur tundum reyna auglýsingastof- ur að ljá auglýsingum sínum eitthvað sem líkist glansandi áferð. Maturinn verður svo girnileg- ur og gljáandi, fólkið er svo fallegt, vel snyrt og ánægt og umhverfið svo óskaplega smart og töff. Það vekur alltaf athygli að ganga gegn straumnum og það var sannar- lega gert með röð sjónvarpsauglýs- inga í vor sem áttu að hvetja fólk til að kaupa Libby’s tómatsósu. Þetta voru nokkur skot sem litu út eins og heimavídeó. Myndirnar sýndu álappalegan ungan mann í Kanaúlpu sem abbaðist vandræðalegur upp á fólk á förnum vegi. Hann rak hljóð- nemann upp í andlit þess og spurði: Hvaða tómatsósa fínnst þér best? í hvað notarðu Libby’s? Nú mætti ætla að þarna hefði ver- ið rétta tækifærið til þess að láta leik- arana svara með lofrullum um Libby’s. Það var hinsvegar ekki gert því viðmælendurnir svöruðu afgæð- ingi ef þeir þá svöruðu yfirleitt. Eftir stóð spyrjandinn eins og hálfgerður, ef ekki alger, auli. Ahorfandinn fékk þó mjög skýrt á tilfinninguna að skortur á svörum væri ef til vill fyrst og fremst vegna þess að spurningin væri kjánaleg í framsetningu, að það væri svo aug- ljóst að rétta svarið væri Libby’s að ekki tæki því að svara. Að auki var vörumerki Libby’s aldrei langt undan í myndrömm- unum. Þarna var því augljóslega verið að segja áhorfendum eitthvað með óbeinum hætti. Það var Haukur Magnússon hjá Auglýsingastofunni Argus-Örkinni sem hafði veg og vanda af hug- LANDINN VILL LIBBY'S „Þá fæddist þessi hugmynd sem byggir á því að Libby’s sé svo sjálfsagt að það sé blátt áfram fáránlegt að vera að spyrja út í það. Þess vegna eru svörin svona eins og þau eru. Þor- steini og hans mönnum leist vel á hug- myndina en það liðu svo nokkrir mán- uðir áður en þetta varð allt að veru- leika svo meðgöngutíminn var óvenju langur," segir Haukur. Saga film sá um kvikmyndatökur og Þór Ómar leikstýrði tökunum, valdi fólk í hlutverki og fínpúss- aði handritið. Það kom í hlut Þorsteins Guðmundssonar að leika fréttamann- inn dómgreindarlausa sem gerir þau grundvallarmistök að spyrja fólk hvaða tómatsósu það noti helst. „Við reyndum auðvitað að spanna breitt svið með vali á persónum. SAGANÁBAK VIÐ HERFERÐINA Páll Ásgeir Ásgeirsson 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.