Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 61
Traðarkot er stærsta bílahúsið með 271 stæði. Breytingarnar á bílastæði SPRON hafa mælst vel íyrir.
styst frá fyrirtækjunum sem þeir eiga er-
indi við."
Viðskiptalíf borgarinnar líður víða fyrir
að ekki eru næg stöðumælastæði í ná-
grenni fyrirtækja. Dæmi um þetta eru of-
anverður Skólavörðustígur og Barónsstíg-
ur, neðsti hluti Grensásvegar og Ægis-
gata/Ránargata. Á þessum stöðum er ein-
nig erfitt fyrir íbúana sjálfa að fá stæði á
daginn en gjaldskyld stæði gætu verið góð
lausn fyrir alla aðila.
GÓÐ SAMVINNA
Stefán segir að fyrirtæki leiti iðulega
samvinnu við Bílastæðasjóð. Gott dæmi
eru breytingar á bilastæði SPRON við
Skólavörðustíg þar sem settir voru upp í
maí nýir mælar sem taka 10, 50 og 100 kr.
mynt. Tímagjald hækkaði úr 50 (100 krón-
ur en um leið er nú hægt að greiða fyrir frá
6 til 60 mínútur. Breytingin hefur mælst vel
fyrir því nú kostar stutt heimsókn í SPRON
minna en áður og viðskiptavinir eiga alltaf
tiltæka mynt í mælana.
Bílastæðasjóður býður fyrirtækjum að
kaupa föst stæði í bílahúsunum fyrir
starfsfólk sitt fyrir 2.000 - 6.000 kr. á mán-
uði Um leið dregur úr þörf fólksins fyrir
stæði í námunda eða utan við fyrirtækin
Bflastæðasjóður
Skrifstofa Skúlatúni 2
Sími: 563 2380
en viðskiptavinir eiga þar þá greiðari að-
gang.
Nýting bílahúsanna er nokkuð misjöfn.
Bergstaðir, Vesturgata 7, Kolaportið og
Ráðhúskjallarinn eru með besta nýtingu en
Traðarkot og Vitatorg minni. Menn binda
vonir við að breytingar við Hverfisgötu eigi
eftir að breyta þessu. Bygging nýrra bíla-
húsa er ekki á döfinni en komið hefur til
tals að nýta þak Faxaskála fyrir gjald-
skyld langtímastæði.
Rekstra rtekjur Bílastæða-
sjóðs voru 274 milljónir á síð-
asta ári. Sjóðurinn stendur
undir rekstri en ekki frekari
fjárfestingum. Síðustu tvö ár
hefur tekist að greiða niður
skuldir sjóðsins sem voru 810
milljónir árið 1993 en 718 í árs-
lok 1996. En bílahúsin eru öll ný
og fljótlega má reikna
með að sjóðurinn lendi í áframhaldandi
skuldasöfnun þegar kemur að viðhaldi
þeirra.
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs er mismun-
andi eftir staðsetningu: Gjald allt frá 30
upp í 120 kr. á klukkutíma, algengast þó 50
krónur. Hefur svo verið frá 1988 og breyt-
ingar löngu tímabærar, að sögn Stefáns,
þar eð verðið er ekki lengur sú stýring á
nýtingu sem því er ætlað
að vera. Segist Stefán
þora að fullyrða að
í engri höfuðborg
í Evrópu sé
gjald fyrir bíla-
stæði lægra
en hér á
landi.
Stefán Har-
aldsson fram-
kvæmdastjóri.