Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 21
Arðsemi eigin (]ar
Opinna kerfa.
um tengslum við viðskiptavinina. Það er rauði þráðurinn í
stefnu hans gagnvart starfsmönnum. Hann segir við þá:
„Þreytist aldrei á að sinna viðskiptavinunum - það eru þeir
sem greiða ykkur launin!”
Frosti Bergsson er fæddur 30. desember 1948. Hann er því
af ‘68 kynslóðinni svonefndu. Foreldrar hans eru Bergur Har-
aldsson og Kristín L. Valdimarsdóttir. Frosti er giftur Halldóru
Mathiesen kerfisfræðingi. Þau eiga saman 2 ára son, Berg.
Sonur Halldóru og fóstursonur Frosta er Matthías Árni sem
er 14 ára. Frá fyrra hjónabandi á Frosti 2 börn; Frey, 27 ára,
og Önnu Dóru, 22 ára. Freyr er nýútskrifaður arkitekt í
Bandaríkjunum og starfar í Los Angeles. Anna Dóra er nem-
andi í sálfræði við Háskóla Islands. Þá á Frosti sonarson - og
heitir sá Viktor Þór.
Frosti er alinn upp í Kópavogi, nánar til tekið við Víði-
hvamminn, en þangað fluttist hann 7 ára. A þessum árum var
Kópavogur að vaxa úr grasi á methraða og var bærinn nánast
eins og ein stór nýbygging. Nágranni, og helsti vinur Frosta í
Kópavogum, var Kristmundur Asmundsson, nú heilsugæslu-
læknir í Keflavík, og er hann enn í dag helsti vinur Frosta. Að
vinskapnum hlúa þeir með því að spila bridge saman
aðrahverja helgi með mökum sínum, auk þess sem þeir
bregða sér saman í golf þegar tími gefst.
Opinna kerfa, hefur verið áberandi í viðskiptalífinu
Opinna kerfa í öðrum tölvufyrirtækjum.
Fyrirtœkið hefur fjárfest mjög í öðrum tölvujyrirtœkjum undanfarid.
íslandi - en fýrirtækinu var um leið breytt í íslenskt hlutafélag;
Teymi. Síðan hafa Opin kerfi selt uin 7,5% þess hlutar til starfs-
manna Teymis. Opin kerfi eru því með mörg járn í eldinum!
Frosti hefur farið fýrir fyrirtækinu frá upphafi. Hann er
sagður harður í viðskiptum, duglegur og áræðinn, - og ein-
stakur sölumaður. Þótt hann sé framkvæmdastjóri gegnir
hann líka starfi sölustjóra - og oftar en ekki má sjá hann við
símann á kafi við að selja. Hann telur sölu ekki lokið þótt sölu-
samningur sé að baki. Þveröfúgt, mikilvægt sé að halda góð-
Á æskuárum sínum í Kópavoginum keppti Frosti í há-
stökki og víðavangshlaupi með Breiðabliki. Báðar greinarnar
hentuðu honum vel. Og svo skemmtilega vill til að bæði há-
stökkið og víðavangshlaupið eiga sér vissa samsvörun í starfi
hans. Hann hefúr haft þol og þrek víðavangshlauparans til að
selja tölvur í um 23 ár og hugrekki hástökkvarans til að vippa
fyrirtæki sínu yfir hindranir með góðum stökkum. Uppgang-
ur Opinna kerfa sýnir að hástökkvarinn virðist ennþá kunna
sínar kúnstir. 53
21