Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 60
‘ lj|i 3::-;s > f HR \ 1
■Tj Wmmi
—— BBHÍK w í-T|
Það er þægilegt að borga í mæli bílahússins áður en ekið er út.
FV-myndir: Geir Ólafsson.
Qjórir áratugir eru síðan fyrsti
stöðumælirinn var settur upp í
Reykjavík. Stæðavandamál eru þó
ekki ný af nálinni, þótt þau hafi ekki alltaf
tengst bílum. í júní árið 1880 hengdi versl-
unareigandinn Unbehagen upp tilkynningu
í verslun sinni um að viðskiptavinum væri
Bílar í bílahúsi. Notkun bílahúsa er
sáraeinfold og oftast auðvelt að finna
laus stæði.
óheimilt að skilja hesta eftir fyrir utan búð-
ina heldur skyldi, að beiðni bæjarfógetans,
færa þá á „stæði" í portinu að húsabaki.
Fyrstu reglur um gjaldskyldu vegna bíla-
stæða eru síðan frá árinu 1919.
Bílastæðasjóður rekur tæplega 1800
gjaldmæla, stöðu- og miðamæla í borg-
inni. Auk þess eru 1100 stæði í sex bíla-
húsum og á Alþingisreitnum sem rekinn er
með sama hætti og bílahúsin. Hafi þurft
að taka gjald af bíleigendum í áraraðir og
stýra stöðu hesta, vagna og bíla allt frá ár-
inu 1880 skyldi engan undra þótt það sé
enn nauðsynlegra nú, þegar stór hluti
þeirra 70 þúsund bifreiða, sem skráðar eru
í höfuðborginni, ekur daglega um sömu
þröngu göturnar.
MÆLARNIR GETA VERIÐ STJÓRNTÆKI
Viðskiptavinir Bílastæðasjóðs eru íbúar
sem og viðskiptavinir og starfsmenn fyrir-
tækjanna á svæðinu þar sem mælarnir
eru. Þarfir þessara aðila eru mismunandi
en menn gera sér æ betur grein fyrir því að
mæla má nota sem stjórntæki við að stýra
umferð viðskiptavina til og frá fyrirtækjun-
um. Um leið gera þeir íbúum miðborgar-
innar kleift að leggja bifreiðum nærri
heimilum sínum í gjaldskyld stæði kaupi
þeir sérstök kort, hvort heldur er fyrir
stöðumæla eða í bílahús, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
„Bílastæðasjóður leggur sérstaka
áherslu á samvinnu við atvinnulífið," segir
Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri
sjóðsins, „með því að endurskoða stöðugt
fyrirkomulag gjaldskyldunnar og setja upp
mæla á nýjum stöðum eða breyta tíma og
greiðsluskyldu í mælana. Þannig er reynt
að laga gjaldskylduna að aðstæðum og
veita viðskiptavinum í miðborginni tæki-
færi til þess að leggja bílum sinum sem
STÖÐUMÆLAR, STJÓRNTÆ
AUGLÝSINGAKYNNING
60