Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 56
SJAVARUTVEGUR inguna margvísleg tækifæri til hagræð- ingar í rekstrinum. Kvótinn er dýrmætasta eignin og við sameininguna verður til kvótapott- ur sem er hagstæður að samsetningu. Rækjukvótinn eykst og styrkir vinnsl- una fyrir vestan og aukinn bolfisks- kvóti gefur færi á að auka vinnslu um Sameiningar Bæjarútgerð Reykjavíkur ísbjörninn Hraðfrystistöðin Grandi hf. borð í frystitogurum eða fá meira hrá- efni fyrir fullkomna saltfisksvinnslu í Grindavík sem lítt hefur starfað síð- ustu tvö ár. Allt skrifstofuhald verður í Grinda- vík og þannig sparað í yfirstjórn. Heiðrún IS, skipið sem varð upphafið að sameiningarferlinu hefur þegar verið selt og líklegt er að Dagrún IS verði einnig seld en Þorbjörn átti mun betri skipakost en Bakki. Þorbjörn á engan kvóta í uppsjávar- fiskum, síld og loðnu, sem hafa gefið vel af sér undanfarin ár. Það er yfirlýst stefna bræðranna að taka ekki þátt í slíkri vinnslu sem sé of svipul. Eins og staðan er í dag á Þorbjörn því tvær rækjuverksmiðjur, aðra í Hnífsdal og hina í Bolungarvík. Af- kastageta þeirra samanlagt á ári sam- svarar 5.000 tonna rækjukvóta en Þor- björn á 4.000 tonna kvóta. Fullyrt er að í hagræðingarskyni verði verk- smiðjunni í Hnífsdal lokað og rækjan unnin í Bolungarvík ef ekki fryst um borð í skipunum sem veiða hana. Afdrif bolfisksvinnslu í gríðarlega tæknivæddu húsi Bakka í Bolungar- vík er óljós og verður að teljast óvíst að hún verði mikil, enda um langa hríð verið tap á slíkri vinnslu. Sumir fullyrða að Þorbjörn hyggist úrelda frystihúsið í Bolungarvík en það verð- ur að teljast ólíklegur kostur. Einn lykilmaður mun halda um stjórntaumana fyrir vestan en Eiríkur og Gunnar Tómassynir verða fram- kvæmdastjórar Þorbjarnar. Faktor þeirra vestra er Agnar Ebenesersson, framleiðslustjóri Bakka, sem reyndar er þremenningur að skyldleika við þá bræður. HVAÐ GERIST NÆST? Ekki eru enn öll kurl komin til graf- ar í sameiningarbröltinu vestur á fjörðum. Aður hefur verið minnst á sameiningu Frosta hf. í Súðavík og Hraðfrystihússsins í Hnífsdal. Þetta hefúr þegar verið samþykkt á aðal- fundum beggja fyrirtækja. A aðalfundi Hraðfrystihúss Hnífsdals fékk um- rædd sameining þó aðeins 75% at- kvæða og munaði mestu um mótat- kvæði Aðalbjörns Jóakimssonar. Hann á um 20 % hlut í fyrirtækinu sem fullyrt er að sé nú þegar til sölu og sýnist þá verða lokið þátttöku Aðal- björns í útgerð og vinnslu vestra. Marga fysir að vita hvað Aðalbjörn taki sér næst fyrir hendur og ýmsar kenningar eru á lofti án staðfestingar. Strax þegar sameining Frosta og Hraðfrystihússins hafði verið sam- þykkt fór af stað fyrirfram ákveðið ferli sem fólst í því að Gunnvör hf. á Isafirði keypti meirihluta hlutabréfa í Frosta hf. af fyrirtækinu Tog hf. og persónu- legan hlut tveggja einstaklinga að auki. Togsmenn voru þeir Ingimar Halldórs- son, forstjóri Frosta, Auðunn Karlsson, athafnamaður í Súðavík, og skipstjór- arnir Jóhann Símonarson, Jónatan Ingi Asgeirsson og Barði Ingibjartsson. Þannig er Gunnvör í raun einn stærsti hluthafinn í hinu nýja fyrirtæki með 21% hlut. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé hagkvæmt fyrir Gunnvöru að stíga skrefið til fulls og sameinast hinu nýja fyrirtæki. Vilji Þormóöur rammi Sæberg Magnús Gamalíelsson Þormóöur rammi - Sæberg hf. mun vera fyrir því innan beggja fyrir- tækja en það sem steytir á er að ef til sameiningar kæmi væri augljósasta hagræðingin að loka öðru frystihús- inu, annaðhvort í Hnífsdal eða á Isa- firði en í Ishúsfélagi Isfirðinga er nú gerð úrslitatilraun til þess að láta rekst- urinn standa undir sér. I ljósi þess að stórir hluthafar í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal vilja selja sinn hlut og hætta þátttöku í rekstrinum verður að teljast líklegt að af þessu verði, hvort sem það verður seint eða snemma. Reyndar fullyrða kunnugir að þegar sé til frá- gengið samkomulag um fyrirhugaða sameiningu Gunnvarar við Hraðfrysti- húsið og þeir hluthafar, sem í dag eru á móti því, verði keyptir út. Gangi þetta eftir verður til sjávarútvegsrisi með rúmlega 4 milljarða veltu. VILTU DANSA? Sé litið yfir dansgólfið og reynt að spá fyrir um frekari sameiningar í sjávarútvegi er ljóst að nokkur fyrir- tæki, s.s. Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum, Bergur-Huginn í Vestmanna- eyjum, Útgerðarfélag Akureyringa og Gunnvör, svo nokkur séu nefnd, eru alls ekki frábitin sameiningu og því til Sameiningar Frosti Miðfell Hraðfrystihúsið Hnífsdal Hraðfrystihúsið hf. í dansinn. Reyndar er fulfyrt að Magn- ús Kristinsson í Bergur-Huginn sé orðinn frábitinn öllum sameiningar- viðræðum að fenginni reynslu og vilji áfram standa á eigin fótum. Kaupfélag Eyfirðinga hefur lýst yfir áhuga á að sameina alla útgerð og fiskvinnslu, sem félagið á hlut i, undir einn sjóhatt í sjálfstæðu fyrirtæki sem væntanlega yrði þá hf. en ekki sf. Fyr- irtækið, sem hefur fengið vinnuheitið Snæfell, myndi ná frá Grundarfirði og Olafsvík í vestri, um Dalvík, Hrísey og Akureyri, austur til Gunnarstinds á Stöðvarfirði. Hitt er svo annað mál að það er erfitt að spá og alveg sérstaklega um framtíðina. Það hefur sýnt sig að hlut- irnir gerast hratt í þessum efnum og ekki víst hver dansar við hvern og síst hver fer heim með hverjum eftir dans- leik. 33 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.