Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 25
FORSIÐUEFNI búinn til að skoða málið. Viðskiptafræðinemarnir höfðu komið í svonefndan vísinda- leiðangur til Skagfjörð og séð mig kynna starfsemina. Nokkrum dögum síðar höfðu þeir samband við mig og varð úr að ég fundaði með þeim og fulltrúa Hewlett Packard í Danmörku. Þar viðraði ég þá skoðun mína að ég teldi ekki raunhæft íyr- ir nýjan aðila að koma inn á markaðinn nema íyrirtækið kæmi hingað til lands sjálft og opnaði eigið útibú. Síðan heyrði ég ekkert frá þeim í þrjá mánuði og hugsaði í sjálfu sér lítið um mál- ið. Það, sem gerðist hins vegar, var að Reiknistofa lífeyrissjóðanna var að kaupa tölvu og skoðaði ýmsa kosti, meðal annars IBM, Digital og HPtölvu frá Hewlett Packard í Danmörku. IBM virtist líklegasti kosturinn. En Reiknistofa lífeyrissjóð- anna kom því hins vegar áleiðis til Hewlett Packard að ekki yrði keypt tölva frá þeim nema að lyrirtækið hefði hér útibú. Það varð til þess að Hewlett Packard í Dan- mörku ákvað að opna hér útibú og bað mig að veita þvi forstöðu og koma þvi á lagg- irnar. Ég tók tilboði þeirra og man að skrifað var undir samninginn á fundi um miðja nótt. Ég ákvað samt að koma ekki að viðræðum Hewlett Packard í Danmörku við Reiknistofu lífeyrissjóðanna vegna þess að ég hafði áður komið að málinu fyrir hönd Skagijörð. Engu að síður enduðu þær viðræður á þá leið að Reiknistofa lífeyr- issjóðanna keypti tölvu af Hewlett Þróun í fjölda starfsmanna Fjölgun kerfum. starfsmanna hjá Opnum Packard í Danmörku og reyndist hún vera önnur HP-tölvan á Islandi en fyrir- tækið Tok keypti þá fyrstu.” - Þið fenguð mikla umfjöllun í fjöl- miðlum þegar Hewlett Packard opn- aði útibúið! „Það er rétt. Það stafaði ekki síst af því að á þessum tíma máttu erlend fyr- irtæki ekki opna hér útibú, vera með eigin starfsemi, nema með sérstakri ráðherraheimild en hana fengum við hjá Matthíasi Á. Mathiesen sem þá var viðskiptaráðherra. Þegar við opnuðum héldum við blaðamannafund þar sem við kynntum fyrirtækið og fimm starfs- menn þess. Á meðal þeirra, sem héldu ræðu á opnunarhátíð okkar, var þáverandi forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, og bauð hann þennan nýja íslenska ríkisborgara velkominn til landsins.” - Hvaða áætlun lagðir þú upp með hjá Hewlett Packard? „Þegar ég byijaði hjá Skagfjörð og IBM hafði um 95% markaðarins lagði ég upp með það að mæta ekki IBM fyrir í beinni keppni. Ég vildi frekar leita að smugum á markaðnum og virkja þær. Þess vegna horfði Skagfjörð til tæknimarkaðarins - verk- fræðimarkaðarins - og fékk fyrirtæki eins og Landsvirkjun, Vegagerðina, Rafmagns- veitu ríkisins, Hafrannsóknarstofnun og Háskólann í viðskipti. Hjá Hewlett Packard lagði ég hins vegar áherslu á viðskiptamarkaðinn og ákvað að mæta IBM. Auk þess lagði ég ríka áherslu á að byggja upp góða liðsheild á meðal starfs- manna og ná upp sigurliði - og það tókst vonum framar. Við vorum í góðum tengsl- um við hugbúnaðarfyrirtækið Tok og á skömmum tíma seldum við flestum endur- skoðunarskrifstofum í landinu búnað. Sömuleiðis seldum við mikið af einkatölvum. Þær voru svolítið öðruvísi en aðrar einkatölvur - þær höfðu snertiskjá. Ekki þurfti að nota lyklaborðið heldur dugði að þrýsta fingrinum á skjáinn til að velja aðgerðir. Þessar vélar náðu mikilli útbreiðslu. Það hjálpaði okkur einnig mikið í upphafi að HP kom með nýjung á markaðinn; laserprentara. Þeir seldust vel en HP hefur um nokkurt skeið haft mikla yfirburði í sölu prentara í heiminum. Allt hjálpaðist þetta að og fyrirtækið komst fljótt á gott flug. Síðar fórum við í samstarf við hugbúnaðarfyrirtækið Þróun og í framhaldi af því fengum við ýmis stórfyrirtæki í viðskipti við okkur, eins og KEA og Pharmaco. Ennfremur vorum við í samstarfi við verkfræðistofuna VKS. Hewlett Packard fór því í beina samkeppni við IBM á viðskiptamarkaðnum og náði góðum árangri. Eftir það horfðum við líka til tæknimarkaðarins, sem Digital hafði náð svo góð- hvar mun SKVRR KAUPA TÆKIJ k'!i?S'Þessað Opin ksrf' er“ meirihlutaeig- an*‘Skýrrfinnstmi ÖSn, 'rtfklð e'9' ' að oðru jofnu - að eiaa "ðskipfí við Opin kerfi. ..E9segi „aðöðru jotnu” þVf Skýrrmun einnig skipta við önnur ^fyj'^i. Ég mZ ^arSkýrr Var ^aup Ttö“vuZ ( Nýherja. ” MECALUX Lagermál eru okkar sérgrein Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjonusta - þekking - ráðgjöf. Áratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 1, RVK • SÍMI568 3300 • FAX 568 3305 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.