Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 66
McDonald's setur svip sinn á miðbæ Reykjavíkur eins og flestar aðrar höfuð- borgir heimsins en keðjan fer um heiminn með miklum hraða og á hverjum sólarhring eru opnaðir nokkrir nýir staðir. Hér er ung stúlka ásamt trúðnum Ronald McDonald sem er menningarfulltrúi McDonald's. tilvikum fari magnið allt upp í 240 g. Nískir pizzusalar haldi ostmagninu hinsvegar niðri eftir föngum því ostur sé dýrasti hráefnisliðurinn. Sé meðalpizzan með 170 grömmum af osti eru seldar rúmar 2,2 milljónir af pizzum. 360-380 tonn, sem Osta- og smjörsalan selur pizzubökurum, þýða um 1.4 kíló af osti á hvert mannsbarn sem aftur þýðir að hver einasti íslend- ingur borðar u.þ.b. 10 pizzur á ári. Pizzu- neysla er hinsvegar langmest í yngri aldurshópum sem endurspeglast í því að mest er selt af pizzum á haustin en desember og maí eru þó söluhæstu mánuðirnir. Þetta bendir til ákveðinnar samsvörunar við próflestur og fjárráð skólanema eftir sumarvinnu. Af þessum tölum er ljóst að pizzu- markaðurinn veltir ekki minna en 2,3- 2,5 milljörðum á ári. Þessum talnaleik mætti halda áfram og segja sem svo að rúmar tvær milljón- ir pizza myndu þekja 4,4 hektara eða 44.200 fermetra. Það eru 6,2 Laugar- dalsvellir. Væru þær lagðar hlið við hlið næði röðin rúmlega tvisvar sinnum frá Reykjavík til Akureyrar. Sé litið til hamborgarasölu þá eru nokkrir stórir aðilar sem keppa um hylli bragðlaukanna þar. McDonald's er nýjastur á markaðnum með tvo staði en Grillhúsið Tryggvagötu, Grillhúsið Sprengisandi og Hard Rock Café, undir stjórn Helgu Bjarnadóttur, veita honum harða samkeppni ásamt Aktu-Taktu og American Style í Skipholti. McDonald's veitingastaðirnir veltu rúmum 300 milljónum á síðasta ári og stefna í 370 milljónir í ár. Kunnugir telja að þeir hafi u.þ.b. 25% markaðarins sem bendir þá til þess að hamborgara- staðir velti 1.500 milljónum samtals. Grillhúsin tvö og Hard Rock Café eru í eigu sömu aðila og munu selja álíka magn af hamborgurum og McDon- ald's staðirnir. Þessir þrír staðir selja 7- 8000 hamborgara í viku hverri svo ætla má að saman selji þeir og tveir McDon- ald's staðir u.þ.b. 14-16.000 hamborg- ara á viku. Ráði þessir fimm staðir sam- an yfir um helmingi hamborgaramark- aðarins má ætla heildarveltuna 800- 1.000 milljónir. Þess má til gamans geta að þegar Tómas Tómasson og Helga Bjarnadótt- ir ráku Tommaborgara á Grensásvegi árin 1981-'83 voru seldir þar 12-13.000 hamborgarar í hverri viku. HELGISELUR MEST AF KJÚKLINGUM I sölu á kjúklingabitum er Kentucky Fried langstærstur með þrjá staði og tal- inn ráða yfir um 80% af markaðnum. Kentucky Fried hefur verið á Islandi í 18 ár undir stjórn Helga Vilhjálmssonar, sem oft er kenndur við sælgætisgerðina Góu, og barna hans. Kjúklingabændur slátra tæpum 1700 tonnum af kjúkling- 66 ■■■■ ■H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.