Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 54
gefið um að fyrirætlanir þeir- ra séu á allra vitorði því leit að samstarfsaðilum gæti ver- ið túlkuð sem veikleika- merki. Þeir, sem standa í út- gerð og fiskvinnslu í stórum stíl, starfa saman í ýmsum samtökum og þekkjast flestir ágætlega sem auðveldar óformlegar viðræður og þreifingar. reksturinn getur málið reynst erfitt ef ekki óleysanlegt. Stundum sigla viðræður í strand einmitt vegna þessa en stundum er höggvið á hnút- inn með því að fá utanaðkom- andi fagstjórnanda. Hrepparígur og ættardeil- ur eru annar þáttur sem erfitt getur reynst að koma bönd- um á. ih—amwawBB IMBMMMM DANSINN DUNAR Leitin að hentugum félaga minnir einna helst á dansleik þar sem aðilar para sig saman um stund og stíga hægan vals. Stundum fer vel á með parinu og það ákveður að dansa saman áfram en stund- um er dömunni vísað til sætis og annarri boðið upp. Stund- um er dömufrí, stundum hópdansar svo ekki er alltaf gott að átta sig á því hvað er að gerast á dansgólfinu. Síðastliðinn vetur stóðu Þorbjarnarbræður í viðræðum við Magnús Gamalíelsson hf. á Olafsfirði með sameiningu í huga. Fiskanes í Grindavík, undir forystu Dagbjartar Einarssonar, tók einnig þátt í viðræð- unum og fljótlega bættist Bergur-Hug- inn í Vestmannaeyjum, undir stjórn Magnúsar Kristinssonar, í hópinn. Lengi vel var þetta líflegur hópdans og leit út fyrir að til yrði stórt sjávarút- vegsfyrirtæki með bækistöðvar í þrem- ur kjördæmum og rúmlega þriggja milljarða ársveltu. En Fiskanesmönn- um leist ekki allskostar á fyrirhugað samstarf og ekki varð neitt úr neinu. Þegar viðræður eins og þessar fara fram gengur yfirieitt fljótt og vel fyrir sig að meta verðmæti fyrirtækjanna. Endurskoðendur eru fengnir til að iýna í bókhaldið og áætla verðmætið út frá þekktu kvótaverði, trygginga- verðmæti skipa og svo framvegis. Þessir hlutir verða sjaldan að ásteyt- ingarsteini í sameiningarviðræðum. Það eru hinsvegar hinir mannlegu og pólitísku þættir sem flækja málin. Einkum er það spurningin um hver eigi að stjórna sem getur reynst erfitt að svara. Þegar álíka stór fyrirtæki sameinast og fyrrum stjórnendur hvors um sig vilja starfa áfram við Aðalbjörn Jóakimsson, forstjóri Bakka, mun standa utan við rekstur hins nýja fyrirtækis og fyrirætlanir hans ókunnar. Aðalbjörn var farsæll togaraskipstjóri áður en hann tók við rekstri Bakka. Mynd: BB ísafirði. Samherji Strýta Eyrarfrost J I I Söltunarfélag Dalvíkur -----------1-----Oddeyri Stokksnes Friðþjófur Fiskimjöl og Lýsi Hrönn -Samherji hf. Krossvík J Islenskt-franskt eldhús Síldar- og fiskimj.verksm. Akraness Haraldur Böðvarsson Haraldur Böðvarsson hf. Miðnes . Haraldur Böðvarsson hf. NÆSTI, TAKK Þorbjarnarbræður voru varla sestir eftir hópdansinn þegar nýr dansherra hneigði sig fyrir þeim. Þetta var Einar Svansson, forstjóri Fiskiðju- samlagsins á Húsavík, sem hafði uppi stór áform um samstarf eða sameiningu fyr- irtækjanna. Þetta tengdist áformum um að selja tvo rækjutogara frá Húsavík og kaupa í staðinn Pétur Jóns- son RE. Málið var skoðað frá ýmsum hliðum en skulda- staða Fiskiðjusamlagsins, ásamt póli- tískum væringum nyrðra sem tengj- ast fyrirtækinu, urðu til þess að Þor- birningum leist ekki allskostar á ráða- gerðir Einars og afþökkuðu eftir tveggja tíma viðræður. Einar gekk síð- an til liðs við nágranna sína á Raufar- höfn og hrinti áætlunum sínum í fram- kvæmd. Fiskiðjusamlag Húsavíkur velti 1,4 milljörðum 1995 svo nýtt fyrir- tæki hefði náð rúmlega 2,2 milljarða ársveltu ef orðið hefði af sameiningu. Samningaviðræðunum við Einar Svansson var varla lokið þegar enn var knúið dyra í Grindavík. Vonbiðill- inn að þessu sinni var Sighvatur Bjarnason sem stýrir Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum. Það er öfl- ugt fyrirtæki sem veltir rúmum þremur milljörðum og hefur gengið í gegnum talsverða endurskipulagn- ingu undanfarin ár. Sighvatur bauð sameiningu þessara tveggja fyrir- tækja svo hér hékk um 4 milljarða árs- velta á spýtunni. Þorbjarnarbræðrum mun hafa þótt hlutur þeirra í nýju fyr- irtæki heldur smár og skuldastaða Vinnslustöðvarinnar óhagstæð þrátt fyrir góðæri undanfarinna ára svo ekkert varð af samrunanum við Vest- mannaeyinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.